Fá eina eða tvær æfingar saman fyrir Meistaradeildarleikinn Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2020 16:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir mun væntanlega æfa með liðsfélögum sínum í landsliðinu næstu daga en Adda Baldursdóttir og aðrar sem eru utan landsliðsins æfa saman, með þeim sóttvarnatakmörkunum sem eru í gildi. vísir/Hulda Margrét Valskonur ná einni eða í mesta lagi tveimur æfingum saman fyrir leik sinn við HJK Helsinki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta næstkomandi miðvikudag. Sigurður K. Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, sagði við Vísi í dag að leikurinn færi fram eins og áætlað var, hvort sem að áframhald yrði eða ekki á reglum sem banna íþróttir með snertingu á höfuðborgarsvæðinu. Þær reglur gilda til 3. nóvember en heilbrigðisyfirvöld hafa gefið leyfi fyrir leiknum, sem er á vegum UEFA með tilheyrandi kröfu um að allir sem taka þátt í honum fari í kórónuveirupróf. Stór hluti Valsliðsins, eða sjö leikmenn, kemur til landsins í dag eftir að hafa verið með íslenska landsliðinu í Svíþjóð frá því í síðustu viku. Þessar sjö landsliðskonur þurfa að vera í fimm daga sóttkví áður en þær æfa með öðrum leikmönnum í Valsliðinu. Að sögn Sigurðar er hugsanlegt að liðið nái að æfa saman á mánudag en annars yrði æfing næsta þriðjudag eina æfing liðsins saman fyrir leikinn mikilvæga. Of dýrt að borga hótel undir allan hópinn Til stendur að þær íslensku landsliðskonur sem búa hér á landi, og koma til landsins í dag, æfi saman næstu daga í svokallaðri vinnusóttkví. Ljóst er þó að undirbúningur Íslandsmeistaranna fyrir leikinn er ekki beint ákjósanlegur, og þegar þær finnsku mæta á Hlíðarenda verður mánuður liðinn síðan að Valur spilaði síðast leik. Til greina kom fyrir Val að borga hótel og uppihald fyrir alla leikmenn og starfslið í vikutíma, hafa hópinn þannig einangraðan líkt og gert hefur verið með landsliðin, svo að allir leikmenn gætu æft saman. Kostnaðurinn við það hefði þó numið nokkrum milljónum króna og var talinn of hár að sögn Sigurðar. Pepsi Max-deild kvenna Valur Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki viss um að Valsliðið geti æft saman fyrir Meistaradeildarleikinn Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, er ekki viss um að liðið geti æft saman fyrir leikinn gegn HJK Helsinki í 1. umferð Meistaradeildar kvenna. 22. október 2020 19:32 Valskonur fá finnsku meistarana í heimsókn Valur lenti á móti finnsku meisturunum í HJK Helsinki þegar dregið var í fyrstu umferð Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu i dag. 22. október 2020 10:23 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Sjá meira
Valskonur ná einni eða í mesta lagi tveimur æfingum saman fyrir leik sinn við HJK Helsinki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta næstkomandi miðvikudag. Sigurður K. Pálsson, framkvæmdastjóri Vals, sagði við Vísi í dag að leikurinn færi fram eins og áætlað var, hvort sem að áframhald yrði eða ekki á reglum sem banna íþróttir með snertingu á höfuðborgarsvæðinu. Þær reglur gilda til 3. nóvember en heilbrigðisyfirvöld hafa gefið leyfi fyrir leiknum, sem er á vegum UEFA með tilheyrandi kröfu um að allir sem taka þátt í honum fari í kórónuveirupróf. Stór hluti Valsliðsins, eða sjö leikmenn, kemur til landsins í dag eftir að hafa verið með íslenska landsliðinu í Svíþjóð frá því í síðustu viku. Þessar sjö landsliðskonur þurfa að vera í fimm daga sóttkví áður en þær æfa með öðrum leikmönnum í Valsliðinu. Að sögn Sigurðar er hugsanlegt að liðið nái að æfa saman á mánudag en annars yrði æfing næsta þriðjudag eina æfing liðsins saman fyrir leikinn mikilvæga. Of dýrt að borga hótel undir allan hópinn Til stendur að þær íslensku landsliðskonur sem búa hér á landi, og koma til landsins í dag, æfi saman næstu daga í svokallaðri vinnusóttkví. Ljóst er þó að undirbúningur Íslandsmeistaranna fyrir leikinn er ekki beint ákjósanlegur, og þegar þær finnsku mæta á Hlíðarenda verður mánuður liðinn síðan að Valur spilaði síðast leik. Til greina kom fyrir Val að borga hótel og uppihald fyrir alla leikmenn og starfslið í vikutíma, hafa hópinn þannig einangraðan líkt og gert hefur verið með landsliðin, svo að allir leikmenn gætu æft saman. Kostnaðurinn við það hefði þó numið nokkrum milljónum króna og var talinn of hár að sögn Sigurðar.
Pepsi Max-deild kvenna Valur Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki viss um að Valsliðið geti æft saman fyrir Meistaradeildarleikinn Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, er ekki viss um að liðið geti æft saman fyrir leikinn gegn HJK Helsinki í 1. umferð Meistaradeildar kvenna. 22. október 2020 19:32 Valskonur fá finnsku meistarana í heimsókn Valur lenti á móti finnsku meisturunum í HJK Helsinki þegar dregið var í fyrstu umferð Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu i dag. 22. október 2020 10:23 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Sjá meira
Ekki viss um að Valsliðið geti æft saman fyrir Meistaradeildarleikinn Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, er ekki viss um að liðið geti æft saman fyrir leikinn gegn HJK Helsinki í 1. umferð Meistaradeildar kvenna. 22. október 2020 19:32
Valskonur fá finnsku meistarana í heimsókn Valur lenti á móti finnsku meisturunum í HJK Helsinki þegar dregið var í fyrstu umferð Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu i dag. 22. október 2020 10:23