Til greina kemur að færri en tuttugu megi koma saman Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. október 2020 19:31 Mikið hefur mætt á starfsfólki Landspítalans síðustu daga eftir að hópsýking kom upp á Landakoti. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri legið inni á spítala vegna kórónuveirunnar hér á landi og nú eða sextíu og einn. Sóttvarnalæknir vill herða sóttvarnaaðgerðir og segir til greina koma að fækka þeim sem geta komið saman en í dag mega tuttugu gera það. Einn lést af völdum Covid-19 síðastliðinn sólarhring. Sá sem lést var á níræðisaldri. Þetta er tólfta dauðsfallið hér á landi af völdum Covid-19 en tveir hafa látist í þriðju bylgju faraldursins. Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær en 62 þeirra voru í sóttkví. Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni að enn greinist margir með veiruna utan sóttkvíar og smituðum á landamærum fjölgi. Hann segir því fátt annað í stöðunni en að herða veiruaðgerðir og mun skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum á morgun eða hinn. Eins og staðan er í dag séum við „á brúninni“ með að missa tökin á faraldrinum en hópsýkingin á Landakoti hefur haft mikil áhrif. „Við höfum ekki mikið svigrúm inn á sjúkrahúsinu til dæmis á Landspítalanum. Sem betur fer er enginn inniliggjandi á Akureyri. Það eru ekki mörg fleiri sjúkrahús sem að geta vistað þessa sjúklinga sem þurfa svona sérhæfða meðferð. Þannig það þarf ekki mikið að bæta í til þess að þessi sjúkrahús lendi í verulegum vanda og þá er of seint í rassinn gripið. Þannig við þurfum eiginlega að fara að hugsa málið núna hvað við getum gert,“ segir Þórólfur Nú eru í gildi samkomutakmarkanir sem fela í sér að ekki mega fleiri en tuttugu koma saman. Þórólfur segir til greina koma að herða reglurnar þannig að færri geti komið saman. „Ef að það verður gripið til harðari ráðstafana þá er það eitt af úrræðunum,“ segir Þórólfur. Kórónuveirufaraldurinn hefur stungið sér niður í Ölduselsskóla.Vísir/Sigurjón Veiran hefur náð að stinga sér niður í leik- og grunnskólum. Tuttugu nemendur í Ölduselsskóla og sjö starfsmenn hafa til að mynda greinst með kórónuveiruna. Grunn- og leikskólahald hefur að mestu verið óbreytt þar sem rýmri reglur gilda um börn. „Við höfum fram til þessa verið með svona vægari gagnvart yngri börnum og held að það hafi sýnt sig hér og annars staðar erlendis að það er rétt stefna að gera það og við munum reyna að hafa það að leiðarljósi áfram,“ segir Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur rætt við Þórólf í dag og býst við því að fá minnisblað frá honum á næstu dögum. „Ég býst við því að við séum að fara inn í bara svona hefðbundinn takt að því leytinu til að nýjar reglur taki gildi 3. nóvember og gildi í tvær til þrjár vikur og að þær verði ræddar á fundi ríkisstjórnar á föstudag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46 Sér fram á hertar aðgerðir og boðar skýrar reglur Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. 28. október 2020 16:26 Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Sjá meira
Aldrei hafa fleiri legið inni á spítala vegna kórónuveirunnar hér á landi og nú eða sextíu og einn. Sóttvarnalæknir vill herða sóttvarnaaðgerðir og segir til greina koma að fækka þeim sem geta komið saman en í dag mega tuttugu gera það. Einn lést af völdum Covid-19 síðastliðinn sólarhring. Sá sem lést var á níræðisaldri. Þetta er tólfta dauðsfallið hér á landi af völdum Covid-19 en tveir hafa látist í þriðju bylgju faraldursins. Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær en 62 þeirra voru í sóttkví. Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni að enn greinist margir með veiruna utan sóttkvíar og smituðum á landamærum fjölgi. Hann segir því fátt annað í stöðunni en að herða veiruaðgerðir og mun skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum á morgun eða hinn. Eins og staðan er í dag séum við „á brúninni“ með að missa tökin á faraldrinum en hópsýkingin á Landakoti hefur haft mikil áhrif. „Við höfum ekki mikið svigrúm inn á sjúkrahúsinu til dæmis á Landspítalanum. Sem betur fer er enginn inniliggjandi á Akureyri. Það eru ekki mörg fleiri sjúkrahús sem að geta vistað þessa sjúklinga sem þurfa svona sérhæfða meðferð. Þannig það þarf ekki mikið að bæta í til þess að þessi sjúkrahús lendi í verulegum vanda og þá er of seint í rassinn gripið. Þannig við þurfum eiginlega að fara að hugsa málið núna hvað við getum gert,“ segir Þórólfur Nú eru í gildi samkomutakmarkanir sem fela í sér að ekki mega fleiri en tuttugu koma saman. Þórólfur segir til greina koma að herða reglurnar þannig að færri geti komið saman. „Ef að það verður gripið til harðari ráðstafana þá er það eitt af úrræðunum,“ segir Þórólfur. Kórónuveirufaraldurinn hefur stungið sér niður í Ölduselsskóla.Vísir/Sigurjón Veiran hefur náð að stinga sér niður í leik- og grunnskólum. Tuttugu nemendur í Ölduselsskóla og sjö starfsmenn hafa til að mynda greinst með kórónuveiruna. Grunn- og leikskólahald hefur að mestu verið óbreytt þar sem rýmri reglur gilda um börn. „Við höfum fram til þessa verið með svona vægari gagnvart yngri börnum og held að það hafi sýnt sig hér og annars staðar erlendis að það er rétt stefna að gera það og við munum reyna að hafa það að leiðarljósi áfram,“ segir Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur rætt við Þórólf í dag og býst við því að fá minnisblað frá honum á næstu dögum. „Ég býst við því að við séum að fara inn í bara svona hefðbundinn takt að því leytinu til að nýjar reglur taki gildi 3. nóvember og gildi í tvær til þrjár vikur og að þær verði ræddar á fundi ríkisstjórnar á föstudag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46 Sér fram á hertar aðgerðir og boðar skýrar reglur Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. 28. október 2020 16:26 Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Sjá meira
117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46
Sér fram á hertar aðgerðir og boðar skýrar reglur Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. 28. október 2020 16:26
Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48