Trump gerði grín að grímunotkun Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Telma Tómasson skrifa 29. október 2020 07:19 Breski stjórnmálamaðurinn Nigel Farage kom fram á kosningafundi með Trump í Arizona í gær. Getty/Chip Somodevilla Keppinautarnir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að ná hylli kjósenda nú þegar þeir eru á síðustu metrunum aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag sem er næstkomandi þriðjudag. Kórónuveirufaraldurinn hefur verið fyrirferðarmikill á kosningafundum. Í gærkvöldi hvatti Donald Trump Bandaríkjaforseti ríkin til að forðast hörðustu aðgerðir eins og útgöngubann á meðan Joe Biden frambjóðandi demókrata sagði að ekki væri hægt að slökkva á faraldrinum með einu handtaki. Þeim fjölgar dag frá degi sem greinast með kórónuveiruna í Bandaríkjunum. Þá fjölgar dauðsföllum einnig. Á kosningafundi í heimabæ sínum Wilmingotn í Delaware í gær sagði Biden að viðbrögð Trumps við faraldrinum væru móðgun við fórnarlömb veirunnar. Sjálfur hét Biden því á fundinum að láta vísindi ráða för þegar kæmi að ákvörðunum vegna faraldursins. „Jafnvel þótt ég vinni þá mun það kosta mikla vinnu að binda enda á faraldurinn. Ég lofa þessu: Við munum byrja á því að gera réttu hlutina á degi eitt,“ sagði Biden. Á meðan gerði forsetinn grín að samkomum Demókrata þar sem fólki er skylt að nota grímur. Fæstir nota grímur á kosningafundum Trumps og óttast Anthony Fauci , helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, að fundirnir geti orðið til að breiða út smit enn frekar og þannig leitt til veldisvaxtar faraldursins. Trump, sem hélt kosningafund í Goodyear í Arizona í gær, varaði við því að ef Biden næði kjöri þýddi það útgöngubann og efnahagskrísu. Biden hefur ekki viljað útiloka að setja á útgöngubann vegna kórónuveirunnar ef hann verður kosinn forseti. „Ef þú kýst Joe Biden þá þýðir það að engin börn fara í skólann, það verða engar útskriftir, engin brúðkaup, engin þakkargjörðahátíð, engin jól, enginn þjóðhátíðardagur. Að öðru leyti mun líf þetta verða dásamlegt. Þú mátt ekki hitta neinn en það er allt í lagi,“ sagði Trump meðal annars á fundinum í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Keppinautarnir í forsetakosningunum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að ná hylli kjósenda nú þegar þeir eru á síðustu metrunum aðeins nokkrum dögum fyrir kjördag sem er næstkomandi þriðjudag. Kórónuveirufaraldurinn hefur verið fyrirferðarmikill á kosningafundum. Í gærkvöldi hvatti Donald Trump Bandaríkjaforseti ríkin til að forðast hörðustu aðgerðir eins og útgöngubann á meðan Joe Biden frambjóðandi demókrata sagði að ekki væri hægt að slökkva á faraldrinum með einu handtaki. Þeim fjölgar dag frá degi sem greinast með kórónuveiruna í Bandaríkjunum. Þá fjölgar dauðsföllum einnig. Á kosningafundi í heimabæ sínum Wilmingotn í Delaware í gær sagði Biden að viðbrögð Trumps við faraldrinum væru móðgun við fórnarlömb veirunnar. Sjálfur hét Biden því á fundinum að láta vísindi ráða för þegar kæmi að ákvörðunum vegna faraldursins. „Jafnvel þótt ég vinni þá mun það kosta mikla vinnu að binda enda á faraldurinn. Ég lofa þessu: Við munum byrja á því að gera réttu hlutina á degi eitt,“ sagði Biden. Á meðan gerði forsetinn grín að samkomum Demókrata þar sem fólki er skylt að nota grímur. Fæstir nota grímur á kosningafundum Trumps og óttast Anthony Fauci , helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, að fundirnir geti orðið til að breiða út smit enn frekar og þannig leitt til veldisvaxtar faraldursins. Trump, sem hélt kosningafund í Goodyear í Arizona í gær, varaði við því að ef Biden næði kjöri þýddi það útgöngubann og efnahagskrísu. Biden hefur ekki viljað útiloka að setja á útgöngubann vegna kórónuveirunnar ef hann verður kosinn forseti. „Ef þú kýst Joe Biden þá þýðir það að engin börn fara í skólann, það verða engar útskriftir, engin brúðkaup, engin þakkargjörðahátíð, engin jól, enginn þjóðhátíðardagur. Að öðru leyti mun líf þetta verða dásamlegt. Þú mátt ekki hitta neinn en það er allt í lagi,“ sagði Trump meðal annars á fundinum í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira