Enski boltinn

Alex Telles hjá Manchester United með kórónuveiruna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Telles hefur misst af síðustu tveimur leikjum með Manchester United.
Alex Telles hefur misst af síðustu tveimur leikjum með Manchester United. Getty/Matthew Peters

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti að Alex Telles sé kominn með kórónuveiruna.

Manchester United keypti Alex Telles frá Porto fyrir 15,4 milljónir punda fyrr í þessum mánuði.

Alex Telles var ekki í leikmannahópi í 5-0 sigri á RB Leipzig í Meistaradeildinni á Old Trafford í gærkvöldi og hann missti líka af leiknum á móti Chelsea um síðustu helgi.

Solskjær staðfesti að Brasilíumaðurinn hafi fengið jákvæða niðurstöðu úr smitprófi en norski stjórinn gaf aftur á móti ekki neitt meira upp um stöðuna á leikmanninum.

Paul Pogba er eini leikmaður Manchester United sem hafði fengið kórónuveiruna en hann er fyrir löngu kominn aftur til baka inn á völlinn.

Alex Telles er 27 ára gamall og hefur aðeins náð að spila einn leik síðan að hann kom til United. Hann lék fyrstu 67 mínúturnar í 2-1 sigri á Paris Saint Germain í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×