Skotin fljúga á milli verðlaunablaðamanns og ritstjóra hans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 20:25 Glenn Greenwald er heimsþekktur blaðamaður. Getty/Hannah Peters Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald hefur sagt starfi sínu lausu sem blaðamaður á The Intercept, miðli sem hann kom sjálfur að því að stofna. Hann segir ritstjóra fjölmiðilsins hafa reynt að ritskoða grein hans um Joe Biden. Aðalritstjóri blaðsins segist aðeins hafa verið að vinna vinnuna sína og skýtur föstum skotum að Greenwald í yfirlýsingu vegna brotthvarfs blaðamannsins. Greenwald vann sér það helst til frægðar að hafa unnið umfjöllun um viðamiklar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar sem byggði á leyniskjölum sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak árið 2013. Umfjöllunin fékk meðal annars Pulitzer-verðlaunin virtu árið 2014. Skömmu síðar stofnaði Greenwald The Intercept, miðil sem gefur sig út fyrir að stunda rannsóknarblaðamennsku. Í uppsagnarbréfi sem Greenwald birti í dag segir hann að hann hafi sagt starfi sínu lausi hjá fjölmiðlinum. Aðalástæðan sé sú að ritstjórar Intercept hafi reynt að ritskoða grein hans, þvert á ákvæði í samningi hans. Sagðist hann hafa verið að vinna grein um Joe Biden, forsetaframbjóðenda Demókrata, og að ritstjórar hans hafi sagt honum að hann myndi ekki fá að birta greinina nema hann myndi fjarlægja alla gagnrýni á Biden úr greininni. Aðalritstjóri The Intercept, Betsy Reed, var hins vegar ekki lengi að svara uppsagnarbréfi Greenwalds og skýtur hún föstum skotum að blaðamanninum. Segir hún það af og frá að reynt hafi verið að ritskoða grein Greenwalds. Ritstjórarnir hafi aðeins verið að vinna vinnuna sína. Umrædd grein Greenwald hafi aðeins verið tilraun hans til þess að enduróma „vafasamar fullyrðingar“ af hálfu framboðs Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í dulargervi blaðamennsku. Intercept EIC Betsy Reed sent me this statement regarding the departure of @ggreenwald, saying there's a "fundamental disagreement over the role of editors in the production of journalism and the nature of censorship." pic.twitter.com/Od2TTKLsyq— ErikWemple (@ErikWemple) October 29, 2020 „Við berum mikla virðingu fyrir þeim blaðamanni sem Greenwald var, og við erum stolt af megninu af því sem við unnum að undanfarin sex ár. Það er Glenn sem hefur horfið frá því þeim gildum sem hann vann eftir, en ekki The Intercept,“ skrifar Reed. Lesa má yfirlýsingu Greenwald í heild sinni hér og yfirlýsingu Reed hér. Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Saka heimsþekktan blaðamann um aðild að hlerunum Glenn Greenwald sakar ríkisstjórn Jairs Bolsonaro Brasilíuforseta um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnum dómsmálaráðherra Brasilíu í fyrra. 21. janúar 2020 18:39 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Bandaríski blaðamaðurinn Glenn Greenwald hefur sagt starfi sínu lausu sem blaðamaður á The Intercept, miðli sem hann kom sjálfur að því að stofna. Hann segir ritstjóra fjölmiðilsins hafa reynt að ritskoða grein hans um Joe Biden. Aðalritstjóri blaðsins segist aðeins hafa verið að vinna vinnuna sína og skýtur föstum skotum að Greenwald í yfirlýsingu vegna brotthvarfs blaðamannsins. Greenwald vann sér það helst til frægðar að hafa unnið umfjöllun um viðamiklar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar sem byggði á leyniskjölum sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak árið 2013. Umfjöllunin fékk meðal annars Pulitzer-verðlaunin virtu árið 2014. Skömmu síðar stofnaði Greenwald The Intercept, miðil sem gefur sig út fyrir að stunda rannsóknarblaðamennsku. Í uppsagnarbréfi sem Greenwald birti í dag segir hann að hann hafi sagt starfi sínu lausi hjá fjölmiðlinum. Aðalástæðan sé sú að ritstjórar Intercept hafi reynt að ritskoða grein hans, þvert á ákvæði í samningi hans. Sagðist hann hafa verið að vinna grein um Joe Biden, forsetaframbjóðenda Demókrata, og að ritstjórar hans hafi sagt honum að hann myndi ekki fá að birta greinina nema hann myndi fjarlægja alla gagnrýni á Biden úr greininni. Aðalritstjóri The Intercept, Betsy Reed, var hins vegar ekki lengi að svara uppsagnarbréfi Greenwalds og skýtur hún föstum skotum að blaðamanninum. Segir hún það af og frá að reynt hafi verið að ritskoða grein Greenwalds. Ritstjórarnir hafi aðeins verið að vinna vinnuna sína. Umrædd grein Greenwald hafi aðeins verið tilraun hans til þess að enduróma „vafasamar fullyrðingar“ af hálfu framboðs Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í dulargervi blaðamennsku. Intercept EIC Betsy Reed sent me this statement regarding the departure of @ggreenwald, saying there's a "fundamental disagreement over the role of editors in the production of journalism and the nature of censorship." pic.twitter.com/Od2TTKLsyq— ErikWemple (@ErikWemple) October 29, 2020 „Við berum mikla virðingu fyrir þeim blaðamanni sem Greenwald var, og við erum stolt af megninu af því sem við unnum að undanfarin sex ár. Það er Glenn sem hefur horfið frá því þeim gildum sem hann vann eftir, en ekki The Intercept,“ skrifar Reed. Lesa má yfirlýsingu Greenwald í heild sinni hér og yfirlýsingu Reed hér.
Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Saka heimsþekktan blaðamann um aðild að hlerunum Glenn Greenwald sakar ríkisstjórn Jairs Bolsonaro Brasilíuforseta um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnum dómsmálaráðherra Brasilíu í fyrra. 21. janúar 2020 18:39 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Saka heimsþekktan blaðamann um aðild að hlerunum Glenn Greenwald sakar ríkisstjórn Jairs Bolsonaro Brasilíuforseta um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnum dómsmálaráðherra Brasilíu í fyrra. 21. janúar 2020 18:39