Segir langan og erfiðan vetur framundan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 21:27 Þjóðverjar eru gjarnir á að ganga með grímur. Þessi mynd er tekin í Leipzig. Getty/Jens Schlueter Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Þjóðverjar þurfi að búa sig undir langan og erfiðan vetur vegna kórónuveirunnar. Á mánudag taka hertar aðgerðir til að hefta úbreiðslu veirunnar gildi í Þýskalandi. Þar verður veitingastöðum, krám, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum lokað en 89 létust síðasta sólarhringinn af völdum veirunnar í Þýskalandi. Í dag mældust 16,774 ný tilfelli þar í landi en aldrei hafa fleiri tilfelli verið skráð á einum degi í Þýskalandi. Merkel ávarpaði þýska þingið í dag þar sem hún færði rök fyrir nauðsyn hertra aðgerða. „Veturinn verður erfiður, þetta verða fjórir langir og erfiðir mánuðir. Þetta mun hins vegar taka endi,“ sagði Merkel er hún brýndi samlanda sína til dáða. Þingmenn öfgahægriflokksins Alternative für Deutschland voru ekki sáttir við ræðu Merkel og létu hana heyra það á meðan á ræðu hennar stóð. Leiðtogi flokksins sagði ríkisstjórn Merkels vera kórónuveirueinræðisstjórn. Merkel svaraði því hins vegar til að upplýsingaóreiða og samsæriskenningar væri ekki gagnlegar í baráttunni við veiruna. Hertar aðgerðir taka sem fyrr segir gildi á mánudaginn og munu þær vera í gildi til loka næsta mánaðar. Skólar og leikskólar verða áfram opnir og miðast samkomutakmarkanir við meðlimi tveggja heimila að hámarki tíu manns. Smærri fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið illa úti vegna veirunnar muni geta sótt um að fá 75 prósent af tekjum nóvembermánaðar á síðasta ári. Alls hafa 487 þúsund manns greinst með veiruna í Þýskalandi og þar af hafa rúmlega tíu þúsund látið lífið. Heildarfjölli tilfella síðustu tvær vikurnar er 130 þúsund. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Þjóðverjar þurfi að búa sig undir langan og erfiðan vetur vegna kórónuveirunnar. Á mánudag taka hertar aðgerðir til að hefta úbreiðslu veirunnar gildi í Þýskalandi. Þar verður veitingastöðum, krám, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum lokað en 89 létust síðasta sólarhringinn af völdum veirunnar í Þýskalandi. Í dag mældust 16,774 ný tilfelli þar í landi en aldrei hafa fleiri tilfelli verið skráð á einum degi í Þýskalandi. Merkel ávarpaði þýska þingið í dag þar sem hún færði rök fyrir nauðsyn hertra aðgerða. „Veturinn verður erfiður, þetta verða fjórir langir og erfiðir mánuðir. Þetta mun hins vegar taka endi,“ sagði Merkel er hún brýndi samlanda sína til dáða. Þingmenn öfgahægriflokksins Alternative für Deutschland voru ekki sáttir við ræðu Merkel og létu hana heyra það á meðan á ræðu hennar stóð. Leiðtogi flokksins sagði ríkisstjórn Merkels vera kórónuveirueinræðisstjórn. Merkel svaraði því hins vegar til að upplýsingaóreiða og samsæriskenningar væri ekki gagnlegar í baráttunni við veiruna. Hertar aðgerðir taka sem fyrr segir gildi á mánudaginn og munu þær vera í gildi til loka næsta mánaðar. Skólar og leikskólar verða áfram opnir og miðast samkomutakmarkanir við meðlimi tveggja heimila að hámarki tíu manns. Smærri fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið illa úti vegna veirunnar muni geta sótt um að fá 75 prósent af tekjum nóvembermánaðar á síðasta ári. Alls hafa 487 þúsund manns greinst með veiruna í Þýskalandi og þar af hafa rúmlega tíu þúsund látið lífið. Heildarfjölli tilfella síðustu tvær vikurnar er 130 þúsund.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira