Stuðningsmenn Liverpool geta að minnsta kosti glaðst yfir því í dag að aðgerð hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk hafi gengið upp.
Virgil van Dijk er búinn að fara í aðgerð á hné og enski fjölmiðlar greina frá því að aðgerðin hafi gengið vel.
Virgil van Dijk sleit krossband eftir tæklingu frá markverðinum Jordan Pickford í Merseyside nágrannaslag Everton og Liverpool fyrir næstum því tveimur vikum síðan.
Virgil van Dijk hefur verið lykilmaður í meistaraliði Liverpool undanfarin ár og á mikinn þátt í titlum liðsins. Liðið saknar hans því mikið
Virgil van Dijk has undergone "successful" knee surgery to repair the anterior cruciate ligament damage he sustained in the Merseyside derby
— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 30, 2020