Farmurinn tryggður fyrir heimför eftir heimsóknina til smástirnis Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2020 12:14 Armur Osiris-Rex með sýninu innanborðs hangir yfir hylkinu sem flytur það heim til jarðar. NASA/Goddard/University of Arizona/Lockheed Martin Bandaríska geimfarið Osiris-Rex er nú tilbúið til heimfarar eftir að lokið var við að tryggja dýrmætan farm þess, sýni af yfirborði smástirnisins Bennu, í gær. Sýnið berst þó ekki til jarðar fyrr en í september árið 2023. Geimfarinu var flogið rétt að yfirborði Bennu í síðustu viku. Armur úr geimfarinu teygði sig niður og þyrlaði upp jarðvegi sem hann safnaði svo. Erfiðlega gekk í fyrstu að loka sýnahylkinu og lak því eitthvað af jarðveginum út í geim. NASA, bandaríska geimvísindastofnunin, tilkynnti í gær að nú væri búið að koma sýninu fyrir í sérstöku hylki sem verður sent heim til jarðar og loka því. Aðgerðin var mikið nákvæmnisverk og tók heila tvo daga. Eftir hvern áfanga þurftu leiðangursstjórarnir að fullvissa sig um að hann hefði gengið að óskum út frá myndum og fjarmælingum áður en hægt var að halda áfram með næsta áfanga lokunaraðgerðarinnar. Osiris-Rex og Bennu eru í um 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu og því tekur það fjarskiptamerki um átján og hálfa mínútu að ferðast aðra leiðina. I’ve officially closed the Sample Return Capsule! The sample of Bennu is sealed inside and ready for our voyage back to Earth. The SRC will touch down in the Utah desert on Sep. 24, 2023. Thanks, everyone, for being a part of my journey #ToBennuAndBack pic.twitter.com/z75ITNiGBf— NASA's OSIRIS-REx (@OSIRISREx) October 29, 2020 Talið er að Osiris-Rex hafi náð að safna um 400 grömmum af jarðvegi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Vísindamenn greina sýnið þegar það berst til jarðar en vonir standa til að það geti varpað frekara ljósi á aðstæður við myndum sólkerfisins fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Bennu er talið brot sem kvarnaðist upp úr mun stærra smástirni. Í smástirnum er að finna leifar efnis frá frumbernsku sólkerfisins. Osiris-Rex er nú fyrir utan braut jarðar og handan við sólina. NASA segir að glugginn til að hefja heimförina opnist í mars. Gangi allt að áætlun sleppir geimfarið sýnahylkinu þegar það þýtur fram hjá jörðinni í september eftir þrjú ár. Hylkið á að svífa á fallhlíf til mjúkrar lendingar í eyðimörk í Utah í Bandaríkjunum. Myndirnar sýna söfnunararminn fyrir og eftir að hann var færður ofan í hylkið sem flytur sýnið til jarðar.NASA/Goddard/University of Arizona/Lockheed Martin Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Sýnataka á smástirni virðist hafa gengið að óskum Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna. 21. október 2020 22:43 Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Bandaríska geimfarið Osiris-Rex er nú tilbúið til heimfarar eftir að lokið var við að tryggja dýrmætan farm þess, sýni af yfirborði smástirnisins Bennu, í gær. Sýnið berst þó ekki til jarðar fyrr en í september árið 2023. Geimfarinu var flogið rétt að yfirborði Bennu í síðustu viku. Armur úr geimfarinu teygði sig niður og þyrlaði upp jarðvegi sem hann safnaði svo. Erfiðlega gekk í fyrstu að loka sýnahylkinu og lak því eitthvað af jarðveginum út í geim. NASA, bandaríska geimvísindastofnunin, tilkynnti í gær að nú væri búið að koma sýninu fyrir í sérstöku hylki sem verður sent heim til jarðar og loka því. Aðgerðin var mikið nákvæmnisverk og tók heila tvo daga. Eftir hvern áfanga þurftu leiðangursstjórarnir að fullvissa sig um að hann hefði gengið að óskum út frá myndum og fjarmælingum áður en hægt var að halda áfram með næsta áfanga lokunaraðgerðarinnar. Osiris-Rex og Bennu eru í um 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu og því tekur það fjarskiptamerki um átján og hálfa mínútu að ferðast aðra leiðina. I’ve officially closed the Sample Return Capsule! The sample of Bennu is sealed inside and ready for our voyage back to Earth. The SRC will touch down in the Utah desert on Sep. 24, 2023. Thanks, everyone, for being a part of my journey #ToBennuAndBack pic.twitter.com/z75ITNiGBf— NASA's OSIRIS-REx (@OSIRISREx) October 29, 2020 Talið er að Osiris-Rex hafi náð að safna um 400 grömmum af jarðvegi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Vísindamenn greina sýnið þegar það berst til jarðar en vonir standa til að það geti varpað frekara ljósi á aðstæður við myndum sólkerfisins fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Bennu er talið brot sem kvarnaðist upp úr mun stærra smástirni. Í smástirnum er að finna leifar efnis frá frumbernsku sólkerfisins. Osiris-Rex er nú fyrir utan braut jarðar og handan við sólina. NASA segir að glugginn til að hefja heimförina opnist í mars. Gangi allt að áætlun sleppir geimfarið sýnahylkinu þegar það þýtur fram hjá jörðinni í september eftir þrjú ár. Hylkið á að svífa á fallhlíf til mjúkrar lendingar í eyðimörk í Utah í Bandaríkjunum. Myndirnar sýna söfnunararminn fyrir og eftir að hann var færður ofan í hylkið sem flytur sýnið til jarðar.NASA/Goddard/University of Arizona/Lockheed Martin
Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Sýnataka á smástirni virðist hafa gengið að óskum Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna. 21. október 2020 22:43 Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Sýnataka á smástirni virðist hafa gengið að óskum Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna. 21. október 2020 22:43
Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44