Farmurinn tryggður fyrir heimför eftir heimsóknina til smástirnis Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2020 12:14 Armur Osiris-Rex með sýninu innanborðs hangir yfir hylkinu sem flytur það heim til jarðar. NASA/Goddard/University of Arizona/Lockheed Martin Bandaríska geimfarið Osiris-Rex er nú tilbúið til heimfarar eftir að lokið var við að tryggja dýrmætan farm þess, sýni af yfirborði smástirnisins Bennu, í gær. Sýnið berst þó ekki til jarðar fyrr en í september árið 2023. Geimfarinu var flogið rétt að yfirborði Bennu í síðustu viku. Armur úr geimfarinu teygði sig niður og þyrlaði upp jarðvegi sem hann safnaði svo. Erfiðlega gekk í fyrstu að loka sýnahylkinu og lak því eitthvað af jarðveginum út í geim. NASA, bandaríska geimvísindastofnunin, tilkynnti í gær að nú væri búið að koma sýninu fyrir í sérstöku hylki sem verður sent heim til jarðar og loka því. Aðgerðin var mikið nákvæmnisverk og tók heila tvo daga. Eftir hvern áfanga þurftu leiðangursstjórarnir að fullvissa sig um að hann hefði gengið að óskum út frá myndum og fjarmælingum áður en hægt var að halda áfram með næsta áfanga lokunaraðgerðarinnar. Osiris-Rex og Bennu eru í um 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu og því tekur það fjarskiptamerki um átján og hálfa mínútu að ferðast aðra leiðina. I’ve officially closed the Sample Return Capsule! The sample of Bennu is sealed inside and ready for our voyage back to Earth. The SRC will touch down in the Utah desert on Sep. 24, 2023. Thanks, everyone, for being a part of my journey #ToBennuAndBack pic.twitter.com/z75ITNiGBf— NASA's OSIRIS-REx (@OSIRISREx) October 29, 2020 Talið er að Osiris-Rex hafi náð að safna um 400 grömmum af jarðvegi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Vísindamenn greina sýnið þegar það berst til jarðar en vonir standa til að það geti varpað frekara ljósi á aðstæður við myndum sólkerfisins fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Bennu er talið brot sem kvarnaðist upp úr mun stærra smástirni. Í smástirnum er að finna leifar efnis frá frumbernsku sólkerfisins. Osiris-Rex er nú fyrir utan braut jarðar og handan við sólina. NASA segir að glugginn til að hefja heimförina opnist í mars. Gangi allt að áætlun sleppir geimfarið sýnahylkinu þegar það þýtur fram hjá jörðinni í september eftir þrjú ár. Hylkið á að svífa á fallhlíf til mjúkrar lendingar í eyðimörk í Utah í Bandaríkjunum. Myndirnar sýna söfnunararminn fyrir og eftir að hann var færður ofan í hylkið sem flytur sýnið til jarðar.NASA/Goddard/University of Arizona/Lockheed Martin Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Sýnataka á smástirni virðist hafa gengið að óskum Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna. 21. október 2020 22:43 Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Bandaríska geimfarið Osiris-Rex er nú tilbúið til heimfarar eftir að lokið var við að tryggja dýrmætan farm þess, sýni af yfirborði smástirnisins Bennu, í gær. Sýnið berst þó ekki til jarðar fyrr en í september árið 2023. Geimfarinu var flogið rétt að yfirborði Bennu í síðustu viku. Armur úr geimfarinu teygði sig niður og þyrlaði upp jarðvegi sem hann safnaði svo. Erfiðlega gekk í fyrstu að loka sýnahylkinu og lak því eitthvað af jarðveginum út í geim. NASA, bandaríska geimvísindastofnunin, tilkynnti í gær að nú væri búið að koma sýninu fyrir í sérstöku hylki sem verður sent heim til jarðar og loka því. Aðgerðin var mikið nákvæmnisverk og tók heila tvo daga. Eftir hvern áfanga þurftu leiðangursstjórarnir að fullvissa sig um að hann hefði gengið að óskum út frá myndum og fjarmælingum áður en hægt var að halda áfram með næsta áfanga lokunaraðgerðarinnar. Osiris-Rex og Bennu eru í um 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu og því tekur það fjarskiptamerki um átján og hálfa mínútu að ferðast aðra leiðina. I’ve officially closed the Sample Return Capsule! The sample of Bennu is sealed inside and ready for our voyage back to Earth. The SRC will touch down in the Utah desert on Sep. 24, 2023. Thanks, everyone, for being a part of my journey #ToBennuAndBack pic.twitter.com/z75ITNiGBf— NASA's OSIRIS-REx (@OSIRISREx) October 29, 2020 Talið er að Osiris-Rex hafi náð að safna um 400 grömmum af jarðvegi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Vísindamenn greina sýnið þegar það berst til jarðar en vonir standa til að það geti varpað frekara ljósi á aðstæður við myndum sólkerfisins fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Bennu er talið brot sem kvarnaðist upp úr mun stærra smástirni. Í smástirnum er að finna leifar efnis frá frumbernsku sólkerfisins. Osiris-Rex er nú fyrir utan braut jarðar og handan við sólina. NASA segir að glugginn til að hefja heimförina opnist í mars. Gangi allt að áætlun sleppir geimfarið sýnahylkinu þegar það þýtur fram hjá jörðinni í september eftir þrjú ár. Hylkið á að svífa á fallhlíf til mjúkrar lendingar í eyðimörk í Utah í Bandaríkjunum. Myndirnar sýna söfnunararminn fyrir og eftir að hann var færður ofan í hylkið sem flytur sýnið til jarðar.NASA/Goddard/University of Arizona/Lockheed Martin
Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Sýnataka á smástirni virðist hafa gengið að óskum Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna. 21. október 2020 22:43 Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Sýnataka á smástirni virðist hafa gengið að óskum Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna. 21. október 2020 22:43
Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. 20. október 2020 15:44