Úlfarnir upp í 3. sæti eftir öruggan sigur á Palace

Wolves vann þægilegan sigur í kvöld.
Wolves vann þægilegan sigur í kvöld. Visionhaus

Wolves átti í neinum vandræðum með Crystal Palace er liðin mættust í eina leik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Lokatölur 2-0 Úlfunum í vil.

Rayan Ait Nouri kom Wolves yfir í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á 18. mínútu. Aðeins níu mínútum síðar var Daniel Podence búinn að tvöfalda forystu Úlfanna og staðan 2-0 á innan við hálftíma. 

Fleiri urðu mörkin ekki og fóru Wolves með sigur af hólmi. Luka Milivojevic nældi sér í rautt spjald í liði Palace þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og gestirnir enduðu því leikinn aðeins tíu á vellinum.

Sigurinn lyftir Wolves upp í 3. sæti deildarinnar en liðið er nú með jafn mörg stig og toppliðin tvö frá Bítalborginni. Þau eiga þó bæði leik til góða. Crystal Palace situr sem fyrr í 9. sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira