Annað tap Everton í röð Anton Ingi Leifsson skrifar 1. nóvember 2020 15:54 Wilson gerði Everton lífið leitt í dag. Alex Pantling/Getty Images Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton sem tapaði 2-1 fyrir Newcastle á útivelli. Þetta var annað tap Everton í röð í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi átti fínan leik fyrir Everton. Fyrri hálfleikurinn var afar tíðindalítill. Í rauninni gerðist ekkert markvert fyrsta hálftímann. Everton var með boltann en náði lítið að opna þéttan varnarmúr heimamanna. 2 - Carlo Ancelotti has lost consecutive league matches for the first time since September 2014 with Real Madrid in LaLiga 2-4 vs Real Sociedad and 1-2 vs Atlético de Madrid. Rarity. pic.twitter.com/SpupVnrqLs— OptaJoe (@OptaJoe) November 1, 2020 Staðan var markalaus í hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks átti Gylfi ágætis skot en inn vildi boltinn ekki. Gylfi byrjaði úti hægra megin en færðist inn á miðjuna er Everton fór að skipta inn. Fyrsta mark leiksins kom úr vítaspyrnu á 56. mínútu. Callum Wilson féll þá í teignum eftir baráttu við Andre Gomes. Stuart Attwell, dómari leiksins, benti á punktinn. Wilson fór sjálfur á punktinn og skoraði. Annam mark kom á 85. mínútu og aftur var það Wilson. Ryan Fraser slapp frá Yerri Mina og fann sinn gamla liðsfélaga frá Bournemouth, Wilson, sem kom boltanum yfir línuna. Callum Wilson has scored 4 goals in his first 4 home PL apps for Newcastle. Only Les Ferdinand (6) has scored more in his first 4 PL games for the club at St James Park pic.twitter.com/Hy455QoOnh— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) November 1, 2020 Á 92. mínútu náði Everton að minnka muninn. Eftir undirbúning Alex Iwobi skoraði Dominic Calvert-Lewin enn eitt markið á þessari leiktíð en nær komust Gylfi og félagar ekki. Lokatölur urðu 2-1 sigur Newcastle sem er nú með ellefu stig eftir sjö leiki í tíunda sætinu. Everton er áfram í öðru sætinu með þrettán stig en gæti fallið niður töfluna er umferðinni lýkur á morgun. Enski boltinn
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton sem tapaði 2-1 fyrir Newcastle á útivelli. Þetta var annað tap Everton í röð í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi átti fínan leik fyrir Everton. Fyrri hálfleikurinn var afar tíðindalítill. Í rauninni gerðist ekkert markvert fyrsta hálftímann. Everton var með boltann en náði lítið að opna þéttan varnarmúr heimamanna. 2 - Carlo Ancelotti has lost consecutive league matches for the first time since September 2014 with Real Madrid in LaLiga 2-4 vs Real Sociedad and 1-2 vs Atlético de Madrid. Rarity. pic.twitter.com/SpupVnrqLs— OptaJoe (@OptaJoe) November 1, 2020 Staðan var markalaus í hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks átti Gylfi ágætis skot en inn vildi boltinn ekki. Gylfi byrjaði úti hægra megin en færðist inn á miðjuna er Everton fór að skipta inn. Fyrsta mark leiksins kom úr vítaspyrnu á 56. mínútu. Callum Wilson féll þá í teignum eftir baráttu við Andre Gomes. Stuart Attwell, dómari leiksins, benti á punktinn. Wilson fór sjálfur á punktinn og skoraði. Annam mark kom á 85. mínútu og aftur var það Wilson. Ryan Fraser slapp frá Yerri Mina og fann sinn gamla liðsfélaga frá Bournemouth, Wilson, sem kom boltanum yfir línuna. Callum Wilson has scored 4 goals in his first 4 home PL apps for Newcastle. Only Les Ferdinand (6) has scored more in his first 4 PL games for the club at St James Park pic.twitter.com/Hy455QoOnh— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) November 1, 2020 Á 92. mínútu náði Everton að minnka muninn. Eftir undirbúning Alex Iwobi skoraði Dominic Calvert-Lewin enn eitt markið á þessari leiktíð en nær komust Gylfi og félagar ekki. Lokatölur urðu 2-1 sigur Newcastle sem er nú með ellefu stig eftir sjö leiki í tíunda sætinu. Everton er áfram í öðru sætinu með þrettán stig en gæti fallið niður töfluna er umferðinni lýkur á morgun.