Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 19:00 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. „Ég er bara nokkuð ánægður. Sérstaklega með að hafa unnið á þessum skrítnum tímum. Í grunninn finnst mér við eiga það skilið. Þó svo við hefðum viljað klára Íslandsmótið og Mjólkurbikarinn þá er þetta nokkuð skiljanleg niðurstaða að öllu leyti samt sem áður,“ sagði Þorsteinn þegar Vísir heyrði í honum. Var hann kominn upp í sumarbústað þegar hann fékk skilaboð um að hætt hefði verið keppni á Íslandsmótinu og að Breiðablik væri orðið Íslandsmeistari. Ætlar liðið að hittast á samskiptaforritinu Zoom í kvöld og fagna þessum undarlega Íslandsmeistaratitli. Blikar tóku létta æfingu í gær og miðað við hljóðið í heilbrigðisyfirvöldum ákvað Steini að gefa liði sínu frí fram yfir helgi. Þorsteinn átti erfitt með að finna eitt orð til að lýsa Íslandsmótinu árið 2020. „Þetta er búið að vera fjölbreytt, óvanalegt, merkilegt, stundum skemmtilegt en stundum leið manni eins og maður væri að spila leiki sem skiptu litlu máli – það var einfaldlega ekki sama stemningin og oft áður. Í sumum leikjum voru engir áhorfendur, í öðrum leikjum voru mjög fáir áhorfendur. Allar þessar takmarkanir voru svo mjög íþyngjandi.“ „Samt sem áður vorum við að spila mjög vel og við erum mjög sáttar við tímabilið. Við gengum auðvitað í gegnum miklu meira en bara Covid,“ sagði Þorsteinn og er þar eflaust að vitna í fjölda meiðsla á sínu liði. Þá varð lykilmaður í liðinu ólétt og önnur var seld út í atvinnumennsku á miðju sumri. „Maður er svona enn að meðtaka þetta allt saman. Ég er mjög sáttur við tímabilið en við hefðum viljað vinna tvöfalt, takmarkið var að vinan tvöfalt. Svekkjandi að geta ekki gert það og auðvitað eru vonbrigði að geta ekki klárað mótið að öllu leyti. Þetta er auðvitað ömurlegt fyrir mjög marga, ég sýni þeim liðum skilning sem eru aðeins einu marki frá því að ná markmiði sínu, þetta er ömurlegt á margan máta fyrir mörg lið,“ sagði Þorsteinn um sumarið. Þá nefndi hann hversu ömurlegt þetta væri fyrir landslið Íslands og hversu mikil áhrif þetta hefur haft á undirbúning þeirra fyrir mikilvæga landsleiki. Að lokum var Þorsteinn spurður út í næsta tímabil. „Það er erfitt að spá í hluti sem maður veit ekkert um og ég held að í sjálfu sér geti maður lítið spáð í það. Við erum að vonast til þess að geta farið að æfa á almennilega á nýju ári og er skipulagið svolítið miðað út frá því,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. „Ég er bara nokkuð ánægður. Sérstaklega með að hafa unnið á þessum skrítnum tímum. Í grunninn finnst mér við eiga það skilið. Þó svo við hefðum viljað klára Íslandsmótið og Mjólkurbikarinn þá er þetta nokkuð skiljanleg niðurstaða að öllu leyti samt sem áður,“ sagði Þorsteinn þegar Vísir heyrði í honum. Var hann kominn upp í sumarbústað þegar hann fékk skilaboð um að hætt hefði verið keppni á Íslandsmótinu og að Breiðablik væri orðið Íslandsmeistari. Ætlar liðið að hittast á samskiptaforritinu Zoom í kvöld og fagna þessum undarlega Íslandsmeistaratitli. Blikar tóku létta æfingu í gær og miðað við hljóðið í heilbrigðisyfirvöldum ákvað Steini að gefa liði sínu frí fram yfir helgi. Þorsteinn átti erfitt með að finna eitt orð til að lýsa Íslandsmótinu árið 2020. „Þetta er búið að vera fjölbreytt, óvanalegt, merkilegt, stundum skemmtilegt en stundum leið manni eins og maður væri að spila leiki sem skiptu litlu máli – það var einfaldlega ekki sama stemningin og oft áður. Í sumum leikjum voru engir áhorfendur, í öðrum leikjum voru mjög fáir áhorfendur. Allar þessar takmarkanir voru svo mjög íþyngjandi.“ „Samt sem áður vorum við að spila mjög vel og við erum mjög sáttar við tímabilið. Við gengum auðvitað í gegnum miklu meira en bara Covid,“ sagði Þorsteinn og er þar eflaust að vitna í fjölda meiðsla á sínu liði. Þá varð lykilmaður í liðinu ólétt og önnur var seld út í atvinnumennsku á miðju sumri. „Maður er svona enn að meðtaka þetta allt saman. Ég er mjög sáttur við tímabilið en við hefðum viljað vinna tvöfalt, takmarkið var að vinan tvöfalt. Svekkjandi að geta ekki gert það og auðvitað eru vonbrigði að geta ekki klárað mótið að öllu leyti. Þetta er auðvitað ömurlegt fyrir mjög marga, ég sýni þeim liðum skilning sem eru aðeins einu marki frá því að ná markmiði sínu, þetta er ömurlegt á margan máta fyrir mörg lið,“ sagði Þorsteinn um sumarið. Þá nefndi hann hversu ömurlegt þetta væri fyrir landslið Íslands og hversu mikil áhrif þetta hefur haft á undirbúning þeirra fyrir mikilvæga landsleiki. Að lokum var Þorsteinn spurður út í næsta tímabil. „Það er erfitt að spá í hluti sem maður veit ekkert um og ég held að í sjálfu sér geti maður lítið spáð í það. Við erum að vonast til þess að geta farið að æfa á almennilega á nýju ári og er skipulagið svolítið miðað út frá því,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50