Guðni og Eliza ávörpuðu heilbrigðisstarfsfólk Sylvía Hall skrifar 30. október 2020 21:09 Hjónin báru grímur þegar þau gengu inn í stofuna. Skjáskot Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid senda hugheilar kveðjur til heilbrigðisstarfsfólks í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Þau segja ábyrgð landsmanna mikla, enda þurfi heilbrigðisstarfsfólk að standa vaktina bæði dag og nótt. „Margir fleiri eiga þakkir skildar en um þessar mundir er heilbrigðiskerfi okkar undir einstöku álagi. Ábyrgð okkar hinna er mikil. Við þurfum hvert og eitt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta ykkur störfin. Við þurfum að stuðla að því að ykkur gangi sem allra best að verja þá sem eru veikastir fyrir,“ segir Guðni í ávarpi þeirra hjóna. Hann minnir þjóðina á mikilvægi samstöðu og samúðar, enda muni baráttan taka enda að lokum. „Hermt er að frægur mannfræðingur hafi eitt sinn verið spurður hver hún teldi fyrstu merki um menningu meðal mannkyns. Voru það tilhöggnir steinar eða leirker? Nei, var svarið, það myndi frekar vera ævafornt mannabein, brotinn lærleggur sem hafði verið búið um svo að greri um heilt. Einhver hafði lagt það á sig að hjálpa þeim sem var hjálpar þurfi. Það var menning, það var mennska.“ Þolinmæði og skilningur Eliza hélt ávarp sitt á ensku og beindi orðum sínum einnig til heilbrigðisstarfsfólks. Hún þakkaði því fyrir framlag sitt í erfiðum aðstæðum, vinna þeirra væri ómetanleg. „Svo mörg ykkar hafa svarað kallinu og boðið fram krafta ykkar og reynslu á stöðum þar sem við þurfum mest á því að halda. Takk fyrir að stíga fram,“ sagði Eliza. Þá sagði hún samstöðuna enn mikilvægari fyrir þá sem væru af erlendum uppruna og mögulega án fjölskyldumeðlima hér á landi. Það gæti reynst erfitt að vinna við krefjandi aðstæður án baklands. „Í baráttunni við ósýnilega veiru verðum við öll að standa saman. Við verðum að sýna samstöðu og samúð, þolinmæði og skilning. Og við verðum að styðja hvort annað.“ Hér að neðan má sjá ávarpið. ÁVÖRP // Kveðja forsetahjóna til starfsliðs Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana from Landspítali on Vimeo. Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid senda hugheilar kveðjur til heilbrigðisstarfsfólks í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Þau segja ábyrgð landsmanna mikla, enda þurfi heilbrigðisstarfsfólk að standa vaktina bæði dag og nótt. „Margir fleiri eiga þakkir skildar en um þessar mundir er heilbrigðiskerfi okkar undir einstöku álagi. Ábyrgð okkar hinna er mikil. Við þurfum hvert og eitt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að létta ykkur störfin. Við þurfum að stuðla að því að ykkur gangi sem allra best að verja þá sem eru veikastir fyrir,“ segir Guðni í ávarpi þeirra hjóna. Hann minnir þjóðina á mikilvægi samstöðu og samúðar, enda muni baráttan taka enda að lokum. „Hermt er að frægur mannfræðingur hafi eitt sinn verið spurður hver hún teldi fyrstu merki um menningu meðal mannkyns. Voru það tilhöggnir steinar eða leirker? Nei, var svarið, það myndi frekar vera ævafornt mannabein, brotinn lærleggur sem hafði verið búið um svo að greri um heilt. Einhver hafði lagt það á sig að hjálpa þeim sem var hjálpar þurfi. Það var menning, það var mennska.“ Þolinmæði og skilningur Eliza hélt ávarp sitt á ensku og beindi orðum sínum einnig til heilbrigðisstarfsfólks. Hún þakkaði því fyrir framlag sitt í erfiðum aðstæðum, vinna þeirra væri ómetanleg. „Svo mörg ykkar hafa svarað kallinu og boðið fram krafta ykkar og reynslu á stöðum þar sem við þurfum mest á því að halda. Takk fyrir að stíga fram,“ sagði Eliza. Þá sagði hún samstöðuna enn mikilvægari fyrir þá sem væru af erlendum uppruna og mögulega án fjölskyldumeðlima hér á landi. Það gæti reynst erfitt að vinna við krefjandi aðstæður án baklands. „Í baráttunni við ósýnilega veiru verðum við öll að standa saman. Við verðum að sýna samstöðu og samúð, þolinmæði og skilning. Og við verðum að styðja hvort annað.“ Hér að neðan má sjá ávarpið. ÁVÖRP // Kveðja forsetahjóna til starfsliðs Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana from Landspítali on Vimeo.
Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira