200 smit rakin beint eða óbeint til Landakots Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2020 12:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Rekja má 200 smit beint eða óbeint til smita á Landakoti. Hertar sóttvarnareglur hafa tekið gildi. 56 greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn. Af þeim 56 sem greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn voru 17 utan sóttkvíar. Enn eru 64 á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að rekja megi 200 smit beint eða óbeint til Landakots. „Ég gæti trúað því. Sú tala fer kannski eitthvað vaxandi en svo fara menn kannski að missa töluna á henni en hún er af þessari stærðargráðu,“ sagði Þórólfur. Fimmtíu litlar hópsýkingar á síðustu dögum Hann segir að um fimmtíu hópsýkingar hafi komið upp á síðustu dögum. „Á undanförnum dögum og vikum hafa verið i kringum fimmtíu litlar hópsýkingar með kannski fimm eða fleirum. Þannig að þetta eru mismunandi stórar sýkingar. Svo teygja þær sig í minni sýkingar. Þetta er eðli svona faraldrar að hegða sér þannig,“ sagði Þórólfur. Enn erum við að glíma við franska afbrigði veirunnar. „Það var spurning um einn einstakling sem virtist hafa annað afbrigði en það virtist ekkert hafa komið meira úr því enn sem komið er. Sem betur fer. Það eru smit í kringum þá sem hafa greinst á landamærunum. Það er nánasta fjölskylda og nánasti hópur. En það eru einstaka einstaklingar og það hefur ekki teygt sig neitt viðar.“ Þórólfur hefur haft áhyggjur af því að ástandið versni. „Ég held að til þess að koma í veg fyrir að við fáum hópsýkingar og reynum að ná þessari kúrfu niður - sérstaklega í ljósi erfiðrar stöðu á Landspítalanum sem gæti farið að hafa veruleg áhrif á aðra sjúklingahópa. Þá held ég að það sé nauðsynlegt að grípa til þessara harðari aðgerða núna,“ sagði Þórólfur. Kórónuveiran á bráðamótökunni í FossvogiVÍSIR Aðspurður hvaða úrræði séu eftir, versni staðan - segir Þórólfur margt í boði. „Við getum gripið til harðari úrræða en ég held að það sé ekki tímabært að spekúlera í því núna. Það borgar sig að einbeita sér vel að því sem við erum að gera og reyna að gera það vel,“ sagði Þórólfur. „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. Hertar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti í nótt og munu gilda til 17 nóvember. 10 manns mega koma saman að undanskildum útförum þar sem heimild er fyrir 30 manns. 50 manna hámarksfjöldi er í lyfja- og matvöruverslanir. Íþróttir og sviðslistir eru óheimilar og krám, skemmtistöðum og sundlaugum hefur verið skellt í lás. Börn 6 ára og eldri þurfa nú að lúta grímuskyldu og tveggja metra fjarlægðarreglu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36 56 innanlandssmit greindust í gær Alls greindust 56 með kórónuveiruna innanlands í gær. 39 af þessum 56 voru í sóttkví, eða 70 prósent. 31. október 2020 11:02 Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Rekja má 200 smit beint eða óbeint til smita á Landakoti. Hertar sóttvarnareglur hafa tekið gildi. 56 greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn. Af þeim 56 sem greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn voru 17 utan sóttkvíar. Enn eru 64 á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að rekja megi 200 smit beint eða óbeint til Landakots. „Ég gæti trúað því. Sú tala fer kannski eitthvað vaxandi en svo fara menn kannski að missa töluna á henni en hún er af þessari stærðargráðu,“ sagði Þórólfur. Fimmtíu litlar hópsýkingar á síðustu dögum Hann segir að um fimmtíu hópsýkingar hafi komið upp á síðustu dögum. „Á undanförnum dögum og vikum hafa verið i kringum fimmtíu litlar hópsýkingar með kannski fimm eða fleirum. Þannig að þetta eru mismunandi stórar sýkingar. Svo teygja þær sig í minni sýkingar. Þetta er eðli svona faraldrar að hegða sér þannig,“ sagði Þórólfur. Enn erum við að glíma við franska afbrigði veirunnar. „Það var spurning um einn einstakling sem virtist hafa annað afbrigði en það virtist ekkert hafa komið meira úr því enn sem komið er. Sem betur fer. Það eru smit í kringum þá sem hafa greinst á landamærunum. Það er nánasta fjölskylda og nánasti hópur. En það eru einstaka einstaklingar og það hefur ekki teygt sig neitt viðar.“ Þórólfur hefur haft áhyggjur af því að ástandið versni. „Ég held að til þess að koma í veg fyrir að við fáum hópsýkingar og reynum að ná þessari kúrfu niður - sérstaklega í ljósi erfiðrar stöðu á Landspítalanum sem gæti farið að hafa veruleg áhrif á aðra sjúklingahópa. Þá held ég að það sé nauðsynlegt að grípa til þessara harðari aðgerða núna,“ sagði Þórólfur. Kórónuveiran á bráðamótökunni í FossvogiVÍSIR Aðspurður hvaða úrræði séu eftir, versni staðan - segir Þórólfur margt í boði. „Við getum gripið til harðari úrræða en ég held að það sé ekki tímabært að spekúlera í því núna. Það borgar sig að einbeita sér vel að því sem við erum að gera og reyna að gera það vel,“ sagði Þórólfur. „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. Hertar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti í nótt og munu gilda til 17 nóvember. 10 manns mega koma saman að undanskildum útförum þar sem heimild er fyrir 30 manns. 50 manna hámarksfjöldi er í lyfja- og matvöruverslanir. Íþróttir og sviðslistir eru óheimilar og krám, skemmtistöðum og sundlaugum hefur verið skellt í lás. Börn 6 ára og eldri þurfa nú að lúta grímuskyldu og tveggja metra fjarlægðarreglu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36 56 innanlandssmit greindust í gær Alls greindust 56 með kórónuveiruna innanlands í gær. 39 af þessum 56 voru í sóttkví, eða 70 prósent. 31. október 2020 11:02 Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36
56 innanlandssmit greindust í gær Alls greindust 56 með kórónuveiruna innanlands í gær. 39 af þessum 56 voru í sóttkví, eða 70 prósent. 31. október 2020 11:02
Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37