Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 18:24 Mánudagurinn verður nýttur í að skipuleggja skólastarfið með hliðsjón af núgildandi takmörkunum. Vísir/hanna Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. Er þetta gert vegna hertra sóttvarnareglna og verður dagurinn nýttur í að skipuleggja starfið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu nú síðdegis þar sem segir að nánari upplýsingar um skólastarf verði sent frá skólum til foreldra og forráðamanna. Þar verði framhaldið skýrt og mun skóla- og frístundastarf hefjast með breyttu sniði á þriðjudag, 3. nóvember. Nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti og kveður samkomubann nú á um tíu manna hámarksfjölda. Núgildandi reglugerð kemur til með að hafa áhrif á skólastarf með einhverjum hætti, enda börn fædd 2005 og seinna ekki lengur undanþegin nálægðartakmörkunum. Á blaðamannafundi í gær greindi Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra frá því að skólarnir yrðu opnir, en með takmörkunun þó. Takmarkanirnar myndu taka gildi um miðja næstu viku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að meira væri um smit milli nemenda á grunnskólaaldri núna en var í vor og nú sé stefnt að því að „loka fyrir alla leka“ með eins fáum undanþágum og mögulegt er. „Við vildum reyna að loka fyrir alla leka alls staðar eins og vel og við gætum til þess að ná þessu öllu niður, gera þetta á eins skýran hátt með eins fáum undanþágum og mögulegt er því þessar undanþágur sem við höfum verið að veita hafa verið að valda smá ruglingi,“ sagði Þórólfur. Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira
Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. Er þetta gert vegna hertra sóttvarnareglna og verður dagurinn nýttur í að skipuleggja starfið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu nú síðdegis þar sem segir að nánari upplýsingar um skólastarf verði sent frá skólum til foreldra og forráðamanna. Þar verði framhaldið skýrt og mun skóla- og frístundastarf hefjast með breyttu sniði á þriðjudag, 3. nóvember. Nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti og kveður samkomubann nú á um tíu manna hámarksfjölda. Núgildandi reglugerð kemur til með að hafa áhrif á skólastarf með einhverjum hætti, enda börn fædd 2005 og seinna ekki lengur undanþegin nálægðartakmörkunum. Á blaðamannafundi í gær greindi Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra frá því að skólarnir yrðu opnir, en með takmörkunun þó. Takmarkanirnar myndu taka gildi um miðja næstu viku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að meira væri um smit milli nemenda á grunnskólaaldri núna en var í vor og nú sé stefnt að því að „loka fyrir alla leka“ með eins fáum undanþágum og mögulegt er. „Við vildum reyna að loka fyrir alla leka alls staðar eins og vel og við gætum til þess að ná þessu öllu niður, gera þetta á eins skýran hátt með eins fáum undanþágum og mögulegt er því þessar undanþágur sem við höfum verið að veita hafa verið að valda smá ruglingi,“ sagði Þórólfur.
Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira
Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24