Upprisa WOW air Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2020 22:40 Vinkonurnar fjórar í gervi flugfreyja WOW air, uppvakninga nánar til tekið. Aðsend Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi sett stórt strik í reikning hrekkjavökunnar hér á landi sem annars staðar í dag voru fjölmargir sem fundu leiðir til að fagna hátíðinni. Almannavarnir og forsætisráðherra höfðu hvatt fólk til að finna aðrar leiðir til að halda upp á hátíðina en hina klassísku, að ganga í hús og hóta grikk ef ekki fékkst gott. Fjórar bekkjarsystur á níunda ári í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur vöktu athygli á flakki sínu um hverfið og víðar í dag. Segja má að búningar þeirra Bergrúnar, Rósu, Sigríðar Íseyjar og Vigdísar hafi slegið í gegn. Bergrún, Sigríður Ísey, Rósa og Vigdís klárar í bátana, öllu heldur flugvélina.Aðsend Vinkonurnar níu ára klæddu sig upp sem flugfreyjur WOW air og nutu þar framtaks og hugmyndaflugs Guðrúnar V. Þórarinsdóttur sem starfaði sjálf hjá flugfélaginu sem Skúli Mogensen rak um árabil fram að gjaldþroti í fyrra. Rebekka Pálsdóttir, móðir Sigríðar Íseyjar, segir foreldrana hafa skipulagt ratleik fyrir stelpurnar. Þær hafi vakið mikla athygli í fjólubláum búningum sem minntu á gamla tíma, þegar flugvélar WOW air flugu um loftin blá og enginn hafði heyrt um kórónuveiruna. Fjölmörg hús á landinu hafa verið skreytt og má segja að sumar skreytingarnar séu afar metnaðarfullar. Stefán Máni rithöfundur vakti athygli á þessu skreytta húsi í Sörlaskjóli sem vafalítið hefur orðið ansi draugalegt þegar líða fór á kvöldið. Ok mér brá..... pic.twitter.com/fjEndVkKlm— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) October 31, 2020 Þá hrósaði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, landsmönnum sem hafa lagt sig fram við skreytingar öðru fólki til mikillar gleði. Dýrka það sé bara eitthvað fólk að leggja sig allt fram við að skreyta til að gera skemmtilegt fyrir annað fólk ❤️ pic.twitter.com/sYyDoAi7J0— Katrín Atladóttir (@katrinat) October 31, 2020 Þá hefur hús Kitty von Sommertime við Hringbraut vakið mikla athygli. Líklega eru fáir sem toppa Kitty í metnaðarfullri skreytingu á húsi sínu sem sjá má í myndbandinu að neðan. Kitty elskar hrekkjavökuna en ekki síður jólin sem eru jú handan við hornið. Vegfarendur ættu því að hafa auga með húsi hennar við Hringbraut, rétt austan við Hofsvallagötu. Vísir hvetur fólk til að setja myndir af vel skreyttum húsum, flottum búningum eða öðru hrekkjavökutengdu í ummæli hér að neðan. Eða senda myndir á ritstjorn(hja)visir.is. Hrekkjavaka WOW Air Krakkar Tengdar fréttir Starfsmenn settir í að tryggja tvo metra í langri röð fyrir utan Partýbúðina Tveir starfsmenn voru settir í það að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli fólks þegar löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. 29. október 2020 18:34 Hrekkjavaka verði haldin heima í ár Víða verður haldið upp á hrekkjavöku á laugardaginn, 31. október, en vinsældir hrekkjavöku hér á landi hafa farið ört vaxandi hér á landi undanfarin ár. 28. október 2020 21:34 Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Kim féll Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi sett stórt strik í reikning hrekkjavökunnar hér á landi sem annars staðar í dag voru fjölmargir sem fundu leiðir til að fagna hátíðinni. Almannavarnir og forsætisráðherra höfðu hvatt fólk til að finna aðrar leiðir til að halda upp á hátíðina en hina klassísku, að ganga í hús og hóta grikk ef ekki fékkst gott. Fjórar bekkjarsystur á níunda ári í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur vöktu athygli á flakki sínu um hverfið og víðar í dag. Segja má að búningar þeirra Bergrúnar, Rósu, Sigríðar Íseyjar og Vigdísar hafi slegið í gegn. Bergrún, Sigríður Ísey, Rósa og Vigdís klárar í bátana, öllu heldur flugvélina.Aðsend Vinkonurnar níu ára klæddu sig upp sem flugfreyjur WOW air og nutu þar framtaks og hugmyndaflugs Guðrúnar V. Þórarinsdóttur sem starfaði sjálf hjá flugfélaginu sem Skúli Mogensen rak um árabil fram að gjaldþroti í fyrra. Rebekka Pálsdóttir, móðir Sigríðar Íseyjar, segir foreldrana hafa skipulagt ratleik fyrir stelpurnar. Þær hafi vakið mikla athygli í fjólubláum búningum sem minntu á gamla tíma, þegar flugvélar WOW air flugu um loftin blá og enginn hafði heyrt um kórónuveiruna. Fjölmörg hús á landinu hafa verið skreytt og má segja að sumar skreytingarnar séu afar metnaðarfullar. Stefán Máni rithöfundur vakti athygli á þessu skreytta húsi í Sörlaskjóli sem vafalítið hefur orðið ansi draugalegt þegar líða fór á kvöldið. Ok mér brá..... pic.twitter.com/fjEndVkKlm— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) October 31, 2020 Þá hrósaði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, landsmönnum sem hafa lagt sig fram við skreytingar öðru fólki til mikillar gleði. Dýrka það sé bara eitthvað fólk að leggja sig allt fram við að skreyta til að gera skemmtilegt fyrir annað fólk ❤️ pic.twitter.com/sYyDoAi7J0— Katrín Atladóttir (@katrinat) October 31, 2020 Þá hefur hús Kitty von Sommertime við Hringbraut vakið mikla athygli. Líklega eru fáir sem toppa Kitty í metnaðarfullri skreytingu á húsi sínu sem sjá má í myndbandinu að neðan. Kitty elskar hrekkjavökuna en ekki síður jólin sem eru jú handan við hornið. Vegfarendur ættu því að hafa auga með húsi hennar við Hringbraut, rétt austan við Hofsvallagötu. Vísir hvetur fólk til að setja myndir af vel skreyttum húsum, flottum búningum eða öðru hrekkjavökutengdu í ummæli hér að neðan. Eða senda myndir á ritstjorn(hja)visir.is.
Hrekkjavaka WOW Air Krakkar Tengdar fréttir Starfsmenn settir í að tryggja tvo metra í langri röð fyrir utan Partýbúðina Tveir starfsmenn voru settir í það að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli fólks þegar löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. 29. október 2020 18:34 Hrekkjavaka verði haldin heima í ár Víða verður haldið upp á hrekkjavöku á laugardaginn, 31. október, en vinsældir hrekkjavöku hér á landi hafa farið ört vaxandi hér á landi undanfarin ár. 28. október 2020 21:34 Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Kim féll Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Starfsmenn settir í að tryggja tvo metra í langri röð fyrir utan Partýbúðina Tveir starfsmenn voru settir í það að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli fólks þegar löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. 29. október 2020 18:34
Hrekkjavaka verði haldin heima í ár Víða verður haldið upp á hrekkjavöku á laugardaginn, 31. október, en vinsældir hrekkjavöku hér á landi hafa farið ört vaxandi hér á landi undanfarin ár. 28. október 2020 21:34