Upprisa WOW air Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2020 22:40 Vinkonurnar fjórar í gervi flugfreyja WOW air, uppvakninga nánar til tekið. Aðsend Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi sett stórt strik í reikning hrekkjavökunnar hér á landi sem annars staðar í dag voru fjölmargir sem fundu leiðir til að fagna hátíðinni. Almannavarnir og forsætisráðherra höfðu hvatt fólk til að finna aðrar leiðir til að halda upp á hátíðina en hina klassísku, að ganga í hús og hóta grikk ef ekki fékkst gott. Fjórar bekkjarsystur á níunda ári í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur vöktu athygli á flakki sínu um hverfið og víðar í dag. Segja má að búningar þeirra Bergrúnar, Rósu, Sigríðar Íseyjar og Vigdísar hafi slegið í gegn. Bergrún, Sigríður Ísey, Rósa og Vigdís klárar í bátana, öllu heldur flugvélina.Aðsend Vinkonurnar níu ára klæddu sig upp sem flugfreyjur WOW air og nutu þar framtaks og hugmyndaflugs Guðrúnar V. Þórarinsdóttur sem starfaði sjálf hjá flugfélaginu sem Skúli Mogensen rak um árabil fram að gjaldþroti í fyrra. Rebekka Pálsdóttir, móðir Sigríðar Íseyjar, segir foreldrana hafa skipulagt ratleik fyrir stelpurnar. Þær hafi vakið mikla athygli í fjólubláum búningum sem minntu á gamla tíma, þegar flugvélar WOW air flugu um loftin blá og enginn hafði heyrt um kórónuveiruna. Fjölmörg hús á landinu hafa verið skreytt og má segja að sumar skreytingarnar séu afar metnaðarfullar. Stefán Máni rithöfundur vakti athygli á þessu skreytta húsi í Sörlaskjóli sem vafalítið hefur orðið ansi draugalegt þegar líða fór á kvöldið. Ok mér brá..... pic.twitter.com/fjEndVkKlm— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) October 31, 2020 Þá hrósaði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, landsmönnum sem hafa lagt sig fram við skreytingar öðru fólki til mikillar gleði. Dýrka það sé bara eitthvað fólk að leggja sig allt fram við að skreyta til að gera skemmtilegt fyrir annað fólk ❤️ pic.twitter.com/sYyDoAi7J0— Katrín Atladóttir (@katrinat) October 31, 2020 Þá hefur hús Kitty von Sommertime við Hringbraut vakið mikla athygli. Líklega eru fáir sem toppa Kitty í metnaðarfullri skreytingu á húsi sínu sem sjá má í myndbandinu að neðan. Kitty elskar hrekkjavökuna en ekki síður jólin sem eru jú handan við hornið. Vegfarendur ættu því að hafa auga með húsi hennar við Hringbraut, rétt austan við Hofsvallagötu. Vísir hvetur fólk til að setja myndir af vel skreyttum húsum, flottum búningum eða öðru hrekkjavökutengdu í ummæli hér að neðan. Eða senda myndir á ritstjorn(hja)visir.is. Hrekkjavaka WOW Air Krakkar Tengdar fréttir Starfsmenn settir í að tryggja tvo metra í langri röð fyrir utan Partýbúðina Tveir starfsmenn voru settir í það að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli fólks þegar löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. 29. október 2020 18:34 Hrekkjavaka verði haldin heima í ár Víða verður haldið upp á hrekkjavöku á laugardaginn, 31. október, en vinsældir hrekkjavöku hér á landi hafa farið ört vaxandi hér á landi undanfarin ár. 28. október 2020 21:34 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi sett stórt strik í reikning hrekkjavökunnar hér á landi sem annars staðar í dag voru fjölmargir sem fundu leiðir til að fagna hátíðinni. Almannavarnir og forsætisráðherra höfðu hvatt fólk til að finna aðrar leiðir til að halda upp á hátíðina en hina klassísku, að ganga í hús og hóta grikk ef ekki fékkst gott. Fjórar bekkjarsystur á níunda ári í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur vöktu athygli á flakki sínu um hverfið og víðar í dag. Segja má að búningar þeirra Bergrúnar, Rósu, Sigríðar Íseyjar og Vigdísar hafi slegið í gegn. Bergrún, Sigríður Ísey, Rósa og Vigdís klárar í bátana, öllu heldur flugvélina.Aðsend Vinkonurnar níu ára klæddu sig upp sem flugfreyjur WOW air og nutu þar framtaks og hugmyndaflugs Guðrúnar V. Þórarinsdóttur sem starfaði sjálf hjá flugfélaginu sem Skúli Mogensen rak um árabil fram að gjaldþroti í fyrra. Rebekka Pálsdóttir, móðir Sigríðar Íseyjar, segir foreldrana hafa skipulagt ratleik fyrir stelpurnar. Þær hafi vakið mikla athygli í fjólubláum búningum sem minntu á gamla tíma, þegar flugvélar WOW air flugu um loftin blá og enginn hafði heyrt um kórónuveiruna. Fjölmörg hús á landinu hafa verið skreytt og má segja að sumar skreytingarnar séu afar metnaðarfullar. Stefán Máni rithöfundur vakti athygli á þessu skreytta húsi í Sörlaskjóli sem vafalítið hefur orðið ansi draugalegt þegar líða fór á kvöldið. Ok mér brá..... pic.twitter.com/fjEndVkKlm— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) October 31, 2020 Þá hrósaði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, landsmönnum sem hafa lagt sig fram við skreytingar öðru fólki til mikillar gleði. Dýrka það sé bara eitthvað fólk að leggja sig allt fram við að skreyta til að gera skemmtilegt fyrir annað fólk ❤️ pic.twitter.com/sYyDoAi7J0— Katrín Atladóttir (@katrinat) October 31, 2020 Þá hefur hús Kitty von Sommertime við Hringbraut vakið mikla athygli. Líklega eru fáir sem toppa Kitty í metnaðarfullri skreytingu á húsi sínu sem sjá má í myndbandinu að neðan. Kitty elskar hrekkjavökuna en ekki síður jólin sem eru jú handan við hornið. Vegfarendur ættu því að hafa auga með húsi hennar við Hringbraut, rétt austan við Hofsvallagötu. Vísir hvetur fólk til að setja myndir af vel skreyttum húsum, flottum búningum eða öðru hrekkjavökutengdu í ummæli hér að neðan. Eða senda myndir á ritstjorn(hja)visir.is.
Hrekkjavaka WOW Air Krakkar Tengdar fréttir Starfsmenn settir í að tryggja tvo metra í langri röð fyrir utan Partýbúðina Tveir starfsmenn voru settir í það að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli fólks þegar löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. 29. október 2020 18:34 Hrekkjavaka verði haldin heima í ár Víða verður haldið upp á hrekkjavöku á laugardaginn, 31. október, en vinsældir hrekkjavöku hér á landi hafa farið ört vaxandi hér á landi undanfarin ár. 28. október 2020 21:34 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Starfsmenn settir í að tryggja tvo metra í langri röð fyrir utan Partýbúðina Tveir starfsmenn voru settir í það að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli fólks þegar löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. 29. október 2020 18:34
Hrekkjavaka verði haldin heima í ár Víða verður haldið upp á hrekkjavöku á laugardaginn, 31. október, en vinsældir hrekkjavöku hér á landi hafa farið ört vaxandi hér á landi undanfarin ár. 28. október 2020 21:34