Enski boltinn

Moyes segir að Salah hafi kastað sér niður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah fellur og niðurstaðan var vítaspyrna.
Salah fellur og niðurstaðan var vítaspyrna. Jon Super/PA Images

David Moyes, stjóri West Ham, var ekki hrifinn af vítaspyrnudómnum sem Liverpool fékk í 2-1 sigrinum á Hömrunum í gær.

Liverpool fékk vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé er Egyptinn Mohamed Salah fór niður eftir baráttu við Masuaku.

„Mér finnst þetta ekki vera vítaspyrna. Mér finnst hann kasta sér niður,“ sagði stjórinn í viðtali í leikslok.

„Mér fannst Arthur stoppa og bjóst við því að dómarinn myndi gera eitthvað eftir að hann kastaði sér niður. Þetta fór svo í hina áttina.“

Fyrrum stjóri grannanna í Everton var þó ánægður með frammistöðu West Ham í leiknum.

„En þetta ætti ekki að setja skugga á þá marga jákvæða hluti sem við gerðum í leiknum. Við gerðum marga góða hluti í kvöld.“

„Við erum vonsviknir að við fengum ekkert úr þessum leik,“ sagði Salah.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×