Enski boltinn

Stóri Sam stýrði síðasta enska liðinu sem vann deildar­leik á Anfi­eld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stóri Sam fagnar sigrinum á Anfield fyrir rúmum þremur árum.
Stóri Sam fagnar sigrinum á Anfield fyrir rúmum þremur árum. Peter Byrne/PA Images

23. apríl 2017. Þetta er dagsetningin á því hvenær Liverpool tapaði síðast leik á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni.

Liðið vann enn einn sigurinn í gær er liðið bar sigurorð af West Ham 2-1. West Ham komst yfir en mark frá Mo Salah úr vítaspyrnu og sigurmark Diogo Jota tryggði meisturunum sigurinn.

Liðið hefur nú farið í gegnum 63 leiki á Anfield án þess að tapa í ensku úrvalsdeildinni. Liðið jafnaði þar af leiðandi met Liverpool-liðsins á árunum 1978 til 1980 sem fóru einnig í gegnum 63 leiki á heimavelli án þess að tapa.

Það er þó eitt lið sem hefur náð betri árangri. Það voru Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Chelsea en á árunum 2004 til 2008 fóru þeir bláklæddu í gegnum 86 heimaleiki án þess að tapa.

Síðasta tap Liverpool á heimavelli kom eins og áður segir þann 23. apríl 2017. Þá tapaði liðið fyrir lærisveinum Sam Allardyce í Crystal Palace.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×