Ósáttir við tilmæli sem bárust fimm tímum fyrir rjúpnaveiðitímabilið Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2020 10:52 Rjúpnaveiðimenn eru margir hverjir ósáttir við þessa tilmæli sóttvarnayfirvalda. Vísir/Vilhelm Skotvís harmar að yfirvöld skuli ekki hafa verið í nánari samvinnu við félagið fyrir komandi rjúpnaveiðitímabil. Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa hvatt rjúpnaveiðimenn til að vera heima og taka þannig þátt í baráttunni við kórónuveiruna. Tilkynningin frá sóttvarnalækni og almannavarnadeildinni barst fimm klukkustundum áður en rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær. Í henni kom fram að það væri ekki í anda núverandi reglna að fara í ferðalög á milli landshluta vegna rjúpnaveiði. Skotveiðifélagið Skotvís segist hafa ítrekað óskað eftir fundum með yfirvöldum fyrir yfirvofandi rjúpnaveiðitímabil en ekki fengið slíkan fund. Tilmælin hafi borist án samtals við veiðimenn „Með samtali hefði t.d. verið hægt að fresta fyrstu helginni og bæta þá við annari í byrjun desember og/eða opna SV-svæðið fyrir skotveiðum. Einfaldar aðgerðir sem mótvægi en fengu ekki umræðu,“ segir í yfirlýsingu félagsins og ljóst að mikil óánægja er meðal skotveiðimanna um þessi tilmæli. „Samt er tekið fram að ALLIR eigi að halda sig heima. Það sýnist félaginu vera stefnubreyting frá því í gær. Einfaldara hefði verið að segja fólki þá að ferðast innanhúss þessa helgi og tilkynna það fyrr. það skýtur skökku við að þessum tilmælum er eingöngu beint til veiðimanna en ekki annarar útivistar þar sem fólk er í meiri nánd t.d. ferðalaga í sumarbústaði,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Skotvís segist hafa að eigið frumkvæði hafa sett í gang með nokkrum fyrirvara herferð þar sem veiðimenn eru hvattir til að huga að sóttvörnum. „Þar sem margir eru lagðir af stað eða geta ekki hætt við ferðir þá viljum við ítreka tilmæli okkar: Forðist samneyti við aðra Notið ekki þjónustu eða kaupið þjónustu Ef tveir eða fleiri eru í bíl, hugið að sóttvörnum, sprittið og verið með grímur. Veiðiferð skal vera ferð frá A til B, veiðar á veiðislóð, ferða frá B til A. Farið varlega, akið eftir aðstæðum og ekki leggja í tvísýnt veður. Við erum ÖLL í þessu saman, en það krefst samvinnu, samtals og sveigjanleika. Við skorum á veiðimenn að hlýða þeim reglum sem eru í gildi hverju sinni og skorum á stjórnvöld að taka upp beint samtal við hagsmunasamtök veiðimanna.“ Skotveiði Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39 Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira
Skotvís harmar að yfirvöld skuli ekki hafa verið í nánari samvinnu við félagið fyrir komandi rjúpnaveiðitímabil. Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa hvatt rjúpnaveiðimenn til að vera heima og taka þannig þátt í baráttunni við kórónuveiruna. Tilkynningin frá sóttvarnalækni og almannavarnadeildinni barst fimm klukkustundum áður en rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær. Í henni kom fram að það væri ekki í anda núverandi reglna að fara í ferðalög á milli landshluta vegna rjúpnaveiði. Skotveiðifélagið Skotvís segist hafa ítrekað óskað eftir fundum með yfirvöldum fyrir yfirvofandi rjúpnaveiðitímabil en ekki fengið slíkan fund. Tilmælin hafi borist án samtals við veiðimenn „Með samtali hefði t.d. verið hægt að fresta fyrstu helginni og bæta þá við annari í byrjun desember og/eða opna SV-svæðið fyrir skotveiðum. Einfaldar aðgerðir sem mótvægi en fengu ekki umræðu,“ segir í yfirlýsingu félagsins og ljóst að mikil óánægja er meðal skotveiðimanna um þessi tilmæli. „Samt er tekið fram að ALLIR eigi að halda sig heima. Það sýnist félaginu vera stefnubreyting frá því í gær. Einfaldara hefði verið að segja fólki þá að ferðast innanhúss þessa helgi og tilkynna það fyrr. það skýtur skökku við að þessum tilmælum er eingöngu beint til veiðimanna en ekki annarar útivistar þar sem fólk er í meiri nánd t.d. ferðalaga í sumarbústaði,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Skotvís segist hafa að eigið frumkvæði hafa sett í gang með nokkrum fyrirvara herferð þar sem veiðimenn eru hvattir til að huga að sóttvörnum. „Þar sem margir eru lagðir af stað eða geta ekki hætt við ferðir þá viljum við ítreka tilmæli okkar: Forðist samneyti við aðra Notið ekki þjónustu eða kaupið þjónustu Ef tveir eða fleiri eru í bíl, hugið að sóttvörnum, sprittið og verið með grímur. Veiðiferð skal vera ferð frá A til B, veiðar á veiðislóð, ferða frá B til A. Farið varlega, akið eftir aðstæðum og ekki leggja í tvísýnt veður. Við erum ÖLL í þessu saman, en það krefst samvinnu, samtals og sveigjanleika. Við skorum á veiðimenn að hlýða þeim reglum sem eru í gildi hverju sinni og skorum á stjórnvöld að taka upp beint samtal við hagsmunasamtök veiðimanna.“
Skotveiði Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39 Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira
Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39
Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25