„Aldrei réttlætanlegt“ að gera minni kröfur til sóttvarna meðal barna Sylvía Hall skrifar 1. nóvember 2020 22:55 Ný reglugerð um skólahald tekur gildi á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Stjórn Félags grunnskólakennara fer fram á að menntamála- og heilbrigðisráðherra endurskoði undanþágur frá sóttvarnareglum í grunnskólum þannig að þær verði byggðar á sömu forsendum og reglur sem gilda almennt í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu í kvöld. Menntamálaráðherra kynnti í kvöld reglugerð um skólahald. Reglugerðin tekur gildi þann 3. nóvember næstkomandi og er þar kveðið á um að börn fædd 2011 og síðar séu undanþegin grímunotkun. Grímuskylda á við um börn í 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk. Félagið tekur undir með menntamálaráðherra að „stærsta samfélagsverkefnið“ í faraldrinum sem nú gengur yfir sé að „tryggja menntun" barna. Þó sé liður í því markmiði að innleiða almennar sóttvarnarreglur í grunnskólanum. „Þannig átti með samstilltu átaki í stuttan tíma að ná niður samfélagssmiti sem sett hefur þúsundir í sóttkví í grunnskólanum. Sú vinna sem nú er verið að kynna í formi reglugerðar grefur alvarlega undan þessu markmiði,“ segir í ályktuninni. „Þar má nefna að fjórir árgangar grunnskólans eru teknir undan sóttvarnarreglum um tveggja metra fjarlægðarbil og leyfi gefið fyrir allt að fimmtíu í hóp.“ Líkt og áður sagði fer félagið fram á að þessar undanþágur sem gerðar eru til barna fæddra 2011 og síðar verði endurskoðaðar. „Það getur aldrei verið réttlætanlegt að gera minni kröfur til sóttvarna barna en annarra þjóðfélagsþegna, þvert á móti ber okkur að verja þau framar öllum öðrum.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vongóð um að börn geti mætt í skólann alla virka daga vikunnar Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra segist vongóð um að grunnskólabörn geti mæt í skólann alla virka daga vikunnar. 1. nóvember 2020 15:19 Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24 Akureyringar boða einnig skipulagsdag Skipulagsdagur verður í leik- og grunnskólum á Akureyri sem og í tónlistarskólum og frístundastarfi á morgun. 1. nóvember 2020 17:29 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Stjórn Félags grunnskólakennara fer fram á að menntamála- og heilbrigðisráðherra endurskoði undanþágur frá sóttvarnareglum í grunnskólum þannig að þær verði byggðar á sömu forsendum og reglur sem gilda almennt í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu í kvöld. Menntamálaráðherra kynnti í kvöld reglugerð um skólahald. Reglugerðin tekur gildi þann 3. nóvember næstkomandi og er þar kveðið á um að börn fædd 2011 og síðar séu undanþegin grímunotkun. Grímuskylda á við um börn í 5. bekk og eldri ef ekki er unnt að tryggja fjarlægðarmörk. Félagið tekur undir með menntamálaráðherra að „stærsta samfélagsverkefnið“ í faraldrinum sem nú gengur yfir sé að „tryggja menntun" barna. Þó sé liður í því markmiði að innleiða almennar sóttvarnarreglur í grunnskólanum. „Þannig átti með samstilltu átaki í stuttan tíma að ná niður samfélagssmiti sem sett hefur þúsundir í sóttkví í grunnskólanum. Sú vinna sem nú er verið að kynna í formi reglugerðar grefur alvarlega undan þessu markmiði,“ segir í ályktuninni. „Þar má nefna að fjórir árgangar grunnskólans eru teknir undan sóttvarnarreglum um tveggja metra fjarlægðarbil og leyfi gefið fyrir allt að fimmtíu í hóp.“ Líkt og áður sagði fer félagið fram á að þessar undanþágur sem gerðar eru til barna fæddra 2011 og síðar verði endurskoðaðar. „Það getur aldrei verið réttlætanlegt að gera minni kröfur til sóttvarna barna en annarra þjóðfélagsþegna, þvert á móti ber okkur að verja þau framar öllum öðrum.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vongóð um að börn geti mætt í skólann alla virka daga vikunnar Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra segist vongóð um að grunnskólabörn geti mæt í skólann alla virka daga vikunnar. 1. nóvember 2020 15:19 Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24 Akureyringar boða einnig skipulagsdag Skipulagsdagur verður í leik- og grunnskólum á Akureyri sem og í tónlistarskólum og frístundastarfi á morgun. 1. nóvember 2020 17:29 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Vongóð um að börn geti mætt í skólann alla virka daga vikunnar Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra segist vongóð um að grunnskólabörn geti mæt í skólann alla virka daga vikunnar. 1. nóvember 2020 15:19
Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. 31. október 2020 18:24
Akureyringar boða einnig skipulagsdag Skipulagsdagur verður í leik- og grunnskólum á Akureyri sem og í tónlistarskólum og frístundastarfi á morgun. 1. nóvember 2020 17:29