Gjörsamlega trompaðist eftir að Albert skoraði hjá honum í annað skiptið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 12:01 Albert Gudmundsson fagnar hér fyrra marki sínu á móti Waalwijk og markvörðurinn Kostas Lamprou er ekki sáttur. Lamprou gjörsamlega brjálaðist síðan við seinna markið. Getty/ANP/JAN DEN BREEJEN Markvörður RKC Waalwijk hellti sér yfir sína varnarmenn eftir að Albert Guðmundsson hafði gulltryggt sigur AZ Alkmaar í hollensku deildinni í gær. Albert Guðmundsson er orðinn langmarkahæsti leikmaður AZ Alkmaar á tímabilnu með sjö mörk í átta leikjum eftir fimm mörk á einni viku. Tvö þeirra komu í fyrsta deildarsigri AZ á tímabilinu sem var í gær. AZ Alkmaar hefur sett inn svipmyndir frá sigurleik liðsins í hollensku deildinni í gær en Albert Guðmundsson skoraði þá tvö mörk í 3-0 sigri á Waalwijk. Albert skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleiknum eða á 72. mínútu og svo á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Í báðum tilfellum var Albert réttur maður á réttum stað í markteignum eftir fyrirgjafir frá vinstri. Það má sjá svipmyndirnar frá leiknum hér fyrir neðan. watch on YouTube Albert gerði meira en bara að skora þessi tvö mörk því hann fiskaði líka vítaspyrnu á 68. mínútu. Teun Koopmeiners lét hins vegar verja frá sér vítið. Kostas Lamprou, markvörður Waalwijk gerði þar vel. Það má sjá Albert fiska vítið eftir 8 mínútur og rúmar 30 sekúndur af myndbandinu. Grikkinn Kostas Lamprou í marki Waalwijk þurfti samt að sækja boltann tvisvar sinnum í markið hjá sér í gær eftir þessa vítavörslu sína og í bæði skiptin eftir skot frá Alberti af stuttu færi. Mörk Alberts komu eftir 9:30 og 10:30 af myndbandinu hér fyrir ofan. Það er óhætt að segja að þessi 29 ára gamli Grikki hafi verið frekar ósáttur eftir seinna mark Alberts sem kom í uppbótatíma leiksins. Kostas Lamprou gjörsamlega trompaðist eftir markið og las varnarmanni sínum pistilinn. Það má sjá þessi blóðheitu viðbrögð Kostas Lamprou eftir tíu og hálfa mínútu af myndbandinu eða strax eftir seinna mark Alberts. Hér fyrir neðan er síðan tvenna Alberts Guðmundssonar frá því í Evrópudeildinni aðeins tæpum þremur sólarhringum fyrr. Hollenski boltinn Tengdar fréttir Vika sem fær mögulega heilan kafla í ævisögu Alberts Albert Guðmundsson hefur heldur betur verið á skotskónum í síðustu leikjum AZ og náði að skora fimm mörk frá sunnudegi til sunnudags. 2. nóvember 2020 09:00 Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31 Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30 Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20 Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Markvörður RKC Waalwijk hellti sér yfir sína varnarmenn eftir að Albert Guðmundsson hafði gulltryggt sigur AZ Alkmaar í hollensku deildinni í gær. Albert Guðmundsson er orðinn langmarkahæsti leikmaður AZ Alkmaar á tímabilnu með sjö mörk í átta leikjum eftir fimm mörk á einni viku. Tvö þeirra komu í fyrsta deildarsigri AZ á tímabilinu sem var í gær. AZ Alkmaar hefur sett inn svipmyndir frá sigurleik liðsins í hollensku deildinni í gær en Albert Guðmundsson skoraði þá tvö mörk í 3-0 sigri á Waalwijk. Albert skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleiknum eða á 72. mínútu og svo á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Í báðum tilfellum var Albert réttur maður á réttum stað í markteignum eftir fyrirgjafir frá vinstri. Það má sjá svipmyndirnar frá leiknum hér fyrir neðan. watch on YouTube Albert gerði meira en bara að skora þessi tvö mörk því hann fiskaði líka vítaspyrnu á 68. mínútu. Teun Koopmeiners lét hins vegar verja frá sér vítið. Kostas Lamprou, markvörður Waalwijk gerði þar vel. Það má sjá Albert fiska vítið eftir 8 mínútur og rúmar 30 sekúndur af myndbandinu. Grikkinn Kostas Lamprou í marki Waalwijk þurfti samt að sækja boltann tvisvar sinnum í markið hjá sér í gær eftir þessa vítavörslu sína og í bæði skiptin eftir skot frá Alberti af stuttu færi. Mörk Alberts komu eftir 9:30 og 10:30 af myndbandinu hér fyrir ofan. Það er óhætt að segja að þessi 29 ára gamli Grikki hafi verið frekar ósáttur eftir seinna mark Alberts sem kom í uppbótatíma leiksins. Kostas Lamprou gjörsamlega trompaðist eftir markið og las varnarmanni sínum pistilinn. Það má sjá þessi blóðheitu viðbrögð Kostas Lamprou eftir tíu og hálfa mínútu af myndbandinu eða strax eftir seinna mark Alberts. Hér fyrir neðan er síðan tvenna Alberts Guðmundssonar frá því í Evrópudeildinni aðeins tæpum þremur sólarhringum fyrr.
Hollenski boltinn Tengdar fréttir Vika sem fær mögulega heilan kafla í ævisögu Alberts Albert Guðmundsson hefur heldur betur verið á skotskónum í síðustu leikjum AZ og náði að skora fimm mörk frá sunnudegi til sunnudags. 2. nóvember 2020 09:00 Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31 Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30 Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20 Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Vika sem fær mögulega heilan kafla í ævisögu Alberts Albert Guðmundsson hefur heldur betur verið á skotskónum í síðustu leikjum AZ og náði að skora fimm mörk frá sunnudegi til sunnudags. 2. nóvember 2020 09:00
Albert skoraði tvö annan leikinn í röð | Bröndby tapar og tapar Albert Guðmundsson skoraði tvennu annan leikinn í röð er AZ Alkmaar vann 3-0 sigur á RKV Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá lék Hjörtur Hermannsson með Bröndby í Danmörku sem tapaði sínum þriðja leik í röð. 1. nóvember 2020 21:31
Sjáðu mörkin hans Alberts frá því í gær Albert Guðmundsson minnti vel á sig með tveimur laglegum mörkum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og virðist vera búinn að finna skotskóna. 30. október 2020 11:30
Albert fór á kostum í öruggum sigri AZ | Markalaust hjá Sverri gegn gömlu félögunum Albert Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir AZ Alkmaar er liðið vann 4-1 sigur í Evrópudeildinni í kvöld. Þá spilaði Sverrir Ingi Ingason allan leikinn er PAOK gerði markalaust jafntefli við fyrrum félaga hans í Granada. 29. október 2020 22:20
Albert á skotskónum í enn einu jafnteflinu AZ Alkmaar er án sigurs en taplausir eftir fyrstu fimm umferðir hollensku úrvalsdeildarinnar. 25. október 2020 20:54