Fjölgar starfsfólki og hrósar ríkisstjórninni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2020 12:03 Pétur Már Halldórsson er framkvæmdastjóri Nox Medical Vísir/Egill Nox Medical auglýsir nú eftir fólki til starfa vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins. Hagstæðari rekstrarskilyrði í kjölfar breytinga á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki skipta þar sköpum og eru þessar breytingar hvati til vaxtar að sögn forstjóra fyrirtækisins. Um er að ræða níu tækni-, verkfræði- og þekkingarstörf sem þýðir að starfsmönnum Nox Medical á Íslandi mun fjölga um 15%. „Vöxtur Nox Medical á síðustu árum hefur verið mikill og rekstur okkar gengið mjög vel. Við höfum fært út kvíarnar og rekum nú umfangsmikla starfsemi okkar í Bandaríkjunum undir merkjum Nox Health. Vegna aukinna umsvifa og til að undirbúa næsta vaxtastökk í samstarfi við Nox Health þurfum við að fjölga starfsfólki töluvert,“ segir Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical, í tilkynningu. „Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hækka endurgreiðsluhlutfall vegna fjárfestinga okkar í rannsóknum og þróun auðveldar okkur þessa ákvörðun og er hún vissulega hvati til áframhaldandi vaxtar og fjölgun starfa.“ Nox Medical er fjórtán ára gamalt hátæknifyrirtæki og segir í tilkynningu að fyrirtækið sé leiðandi í framleiðslu á tækni og tækjabúnaði sem notaður er til greiningar á svefnröskunum. Búnaðurinn sé notaður af læknum og heilbrigðisstarfsmönnum og ætla megi að 2,5 milljónir manna um heim allan njóti árlega bættrar svefnheilsu þar sem lausnir Nox Medical séu notaðar til greiningar á svefnvandamálum. „Nýsköpun er ein meginforsenda aukinnar verðmætasköpunar og samkeppnishæfni fyrirtækja. Slík verðmætasköpun er ein af meginstoðum hagvaxtar allra þjóðríkja og þar er Ísland ekki undanskilið. Við erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð og þökkum hann þeirri einvala sveit sérfræðinga sem Nox Medical hefur á að skipa. Við erum ákaflega stolt af því, mitt í miðjum heimsfaraldri, að geta haldið áfram að sækja fram til frekari verðmætasköpunar og geta nú aukið enn frekar við mannauð okkar.“ segir Pétur Már. „Ríkisstjórnin er ekki öfundsverð á erfiðum tímum en hún á hrós skilið fyrir að hafa sýnt mikilvægi nýsköpunar skilning og hafa hækkað endurgreiðsluhlutfall vegna fjárfestinga í rannsóknum og þróun. Slík hækkun endurgreiðslu mun alltaf skila margfalt hærri ábata til ríkissjóðs en sem nemur endurgreiðslunni. Sá ábati mun auka hér hagvöxt og bæta lífskjör komandi kynslóða“. Svefn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Íslands verður miðstöð svefnrannsókna Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna næstu árin að sögn lektors við Háskólann í Reykjavík sem leiðir verkefnið Svefnbyltinguna. Verkefnið fékk tvo og hálfan milljarð í styrk sem er einn sá hæsti sem hefur verið veittur hér á landi. 30. október 2020 20:01 Fékk tveggja og hálfs milljarðs króna styrk í fyrstu tilraun Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna eftir háan styrk frá ESB. 28. október 2020 14:30 Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Nox Medical auglýsir nú eftir fólki til starfa vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins. Hagstæðari rekstrarskilyrði í kjölfar breytinga á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki skipta þar sköpum og eru þessar breytingar hvati til vaxtar að sögn forstjóra fyrirtækisins. Um er að ræða níu tækni-, verkfræði- og þekkingarstörf sem þýðir að starfsmönnum Nox Medical á Íslandi mun fjölga um 15%. „Vöxtur Nox Medical á síðustu árum hefur verið mikill og rekstur okkar gengið mjög vel. Við höfum fært út kvíarnar og rekum nú umfangsmikla starfsemi okkar í Bandaríkjunum undir merkjum Nox Health. Vegna aukinna umsvifa og til að undirbúa næsta vaxtastökk í samstarfi við Nox Health þurfum við að fjölga starfsfólki töluvert,“ segir Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical, í tilkynningu. „Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hækka endurgreiðsluhlutfall vegna fjárfestinga okkar í rannsóknum og þróun auðveldar okkur þessa ákvörðun og er hún vissulega hvati til áframhaldandi vaxtar og fjölgun starfa.“ Nox Medical er fjórtán ára gamalt hátæknifyrirtæki og segir í tilkynningu að fyrirtækið sé leiðandi í framleiðslu á tækni og tækjabúnaði sem notaður er til greiningar á svefnröskunum. Búnaðurinn sé notaður af læknum og heilbrigðisstarfsmönnum og ætla megi að 2,5 milljónir manna um heim allan njóti árlega bættrar svefnheilsu þar sem lausnir Nox Medical séu notaðar til greiningar á svefnvandamálum. „Nýsköpun er ein meginforsenda aukinnar verðmætasköpunar og samkeppnishæfni fyrirtækja. Slík verðmætasköpun er ein af meginstoðum hagvaxtar allra þjóðríkja og þar er Ísland ekki undanskilið. Við erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð og þökkum hann þeirri einvala sveit sérfræðinga sem Nox Medical hefur á að skipa. Við erum ákaflega stolt af því, mitt í miðjum heimsfaraldri, að geta haldið áfram að sækja fram til frekari verðmætasköpunar og geta nú aukið enn frekar við mannauð okkar.“ segir Pétur Már. „Ríkisstjórnin er ekki öfundsverð á erfiðum tímum en hún á hrós skilið fyrir að hafa sýnt mikilvægi nýsköpunar skilning og hafa hækkað endurgreiðsluhlutfall vegna fjárfestinga í rannsóknum og þróun. Slík hækkun endurgreiðslu mun alltaf skila margfalt hærri ábata til ríkissjóðs en sem nemur endurgreiðslunni. Sá ábati mun auka hér hagvöxt og bæta lífskjör komandi kynslóða“.
Svefn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Íslands verður miðstöð svefnrannsókna Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna næstu árin að sögn lektors við Háskólann í Reykjavík sem leiðir verkefnið Svefnbyltinguna. Verkefnið fékk tvo og hálfan milljarð í styrk sem er einn sá hæsti sem hefur verið veittur hér á landi. 30. október 2020 20:01 Fékk tveggja og hálfs milljarðs króna styrk í fyrstu tilraun Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna eftir háan styrk frá ESB. 28. október 2020 14:30 Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Íslands verður miðstöð svefnrannsókna Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna næstu árin að sögn lektors við Háskólann í Reykjavík sem leiðir verkefnið Svefnbyltinguna. Verkefnið fékk tvo og hálfan milljarð í styrk sem er einn sá hæsti sem hefur verið veittur hér á landi. 30. október 2020 20:01
Fékk tveggja og hálfs milljarðs króna styrk í fyrstu tilraun Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna eftir háan styrk frá ESB. 28. október 2020 14:30
Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00