Í fyrstu viðureigninni í 8-liða úrslitunum í Kviss á Stöð 2 á laugardagskvöldið mættust FH og Völsungur.
Sem fyrr voru þau Jón Jónsson og Björg Magnúsdóttir í liði Fimleikafélagsins en Snæbjörn Ragnarsson og Birgitta Haukdal í liði Völsungs.
Keppnin var heldur betur spennandi og réðust úrslitin á lokaspurningunni og þá var spurt um dýr. Liðin gátu fengið þrjár vísbendingar en þess var ekki þörf.
Hér að neðan má sjá gríðarlega spennandi lokaspurningu í viðureigninni og sjá hvernig sigurliðið fagnaði að henni lokinni.