Datt ekki í hug að áfengi væri skilgreint sem matvæli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 12:34 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundinum í dag. Almannavarnir Það hefur vakið töluverða athygli að samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins mega allt að fimmtíu manns vera inni í lítilli Vínbúð en aðeins tíu manns í stórri byggingavöruverslun. Ástæðan er sú að áfengi er skilgreint í lögum sem matvæli og fimmtíu manns mega vera inni í matvöruverslunum á hverjum tíma. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, var spurður út í þetta á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann var spurður hvort ekki þyrfti að skýra betur þessar reglur og hvort að hugmyndir væru um að taka Vínbúðina út fyrir sviga í þessum fjöldatakmörkunum. „Það var nú bara þannig að við höfðum ekki hugmyndaflug í það að átta okkur á því að áfengi væri skilgreint sem matvara þannig að við höfum nú beint því til þeirra sem bera ábyrgð á rekstri Vínbúðanna um að hugsa sinn gang og fara yfir málið. Hvort að raunverulega sé þörf á því að hleypa fimmtíu manns inn eða hvort húsnæðið yfir höfuð dugar fyrir það. Það er bara í skoðun,“ svaraði Víðir. Áður á fundinum hafði hann farið yfir það hvað fjöldatakmarkanirnar sem talað er um í reglugerðinni þýddu þegar það kæmi að verslunum. Þar sem talað væri um tíu í venjulegum verslunum, fimmtíu í matvöruverslunum og lyfjaverslunum og fleiri í stærri verslunum væri átt við fjölda viðskiptavina. Starfsmenn verslana væru teknir út fyrir sviga í þessari talningu en þeir mættu að hámarki vera tíu í hverju sóttvarnahólfi í stærri verslunum. Víðir hvatti þó verslunarmenn til þess að reyna að hafa eins fá starfsmenn við þjónustu eins og mögulegt væri í samræmi við það að almenningur ætti að leita sér eins lítið að þjónustu og mögulegt væri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Áfengi og tóbak Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Það hefur vakið töluverða athygli að samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins mega allt að fimmtíu manns vera inni í lítilli Vínbúð en aðeins tíu manns í stórri byggingavöruverslun. Ástæðan er sú að áfengi er skilgreint í lögum sem matvæli og fimmtíu manns mega vera inni í matvöruverslunum á hverjum tíma. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, var spurður út í þetta á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann var spurður hvort ekki þyrfti að skýra betur þessar reglur og hvort að hugmyndir væru um að taka Vínbúðina út fyrir sviga í þessum fjöldatakmörkunum. „Það var nú bara þannig að við höfðum ekki hugmyndaflug í það að átta okkur á því að áfengi væri skilgreint sem matvara þannig að við höfum nú beint því til þeirra sem bera ábyrgð á rekstri Vínbúðanna um að hugsa sinn gang og fara yfir málið. Hvort að raunverulega sé þörf á því að hleypa fimmtíu manns inn eða hvort húsnæðið yfir höfuð dugar fyrir það. Það er bara í skoðun,“ svaraði Víðir. Áður á fundinum hafði hann farið yfir það hvað fjöldatakmarkanirnar sem talað er um í reglugerðinni þýddu þegar það kæmi að verslunum. Þar sem talað væri um tíu í venjulegum verslunum, fimmtíu í matvöruverslunum og lyfjaverslunum og fleiri í stærri verslunum væri átt við fjölda viðskiptavina. Starfsmenn verslana væru teknir út fyrir sviga í þessari talningu en þeir mættu að hámarki vera tíu í hverju sóttvarnahólfi í stærri verslunum. Víðir hvatti þó verslunarmenn til þess að reyna að hafa eins fá starfsmenn við þjónustu eins og mögulegt væri í samræmi við það að almenningur ætti að leita sér eins lítið að þjónustu og mögulegt væri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Áfengi og tóbak Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira