Liverpool með 55 fleiri stig en Man. United í stjóratíð Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2020 11:01 Ole Gunnar Solskjær að stýra Manchetser United á móti Liverpool. Getty/Andrew Powell Manchester United hefur átt góða spretti undir stjórn norska knattspyrnustjórans Ole Gunnar Solskjær en stigasöfnunin er sláandi í samanburði við bestu lið ensku úrvalsdeildarinnar sem United menn vilja vissulega bera sig saman við. Stuðningsmenn Manchester United eru vissulega farnir að ókyrrast enda virðist lítið vera að breytast hvað varða gengið United liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Liðið situr nú í fimmtánda sæti eftir eitt stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum heimaleikjunum. Staðreyndirnar segja sína sögu þegar gengi liðanna í ensku úrvalsdeildinni er skoðað síðan Ole Gunnar Solskjær settist í stjórastólinn hjá Manchetser United. Stólinn hans Ole Gunnars Solskjær hjá Manchester United er farinn að hitna talsvert eftir brösugt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Nú má búast við því að ensku miðlanir fari að gera meira úr leitinni að næsta stjóra United. Solskjær er reyndar að gera flotta hluti í Meistaradeildinni þar sem liðið hefur unnið Paris Saint-Germain og RB Leipzig með markatölunni 7-1 í fyrstu tveimur leikjunum. Stigataflan eftir sjö umferðir í ensku úrvalsdeildinni er ekki eins glæsileg og það þótti ástæða fyrir smá tölfræðiútreikningi. Fólkið á Givemesport ákvað að taka saman stig og gengi allra liðanna í ensku úrvalsdeildinni frá því í desember 2018 eða frá þeim tíma að Ole Gunnar Solskjær tók við United liðinu af Jose Mourinho. 14. West Ham - 57 points 8. Arsenal - 78 points 1. Liverpool - 136 pointsNo wonder so many United fans are now #OleOut #MUFC https://t.co/rhxqjOA5hG— GiveMeSport Football (@GMS__Football) November 3, 2020 Þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni þá er staða Manchester United liðsins allt önnur en í Meistaradeildinni. Manchester United tapaði 0-1 á heimavelli á móti Arsenal um helgina og hefur aðeins skorað tvö mörk og fengið eitt stig í fyrstu fjórum heimaleikjum tímabilsins. Manchester United er með sjöunda besta árangur allra liða á þessum tæpu tveimur árum sem er ekkert hrikalegt en um leið allt annað en metnaður klúbbsins krefst. Góðu fréttirnar er að Manchester United er með fleiri stig en bæði Arsenal og Everton á þessu tímabili. United er með 81 stig eða þremur meira en Arsenal og fimm stigum meira en Everton. Leicester City, Wolves og Tottenham eru líka bara fjórum stigum eða minna á undan þeim. Það er aftur á móti sláandi að bera stigasöfnun Manchester United í stjóratíð Ole Gunnars við stigasöfnunina hjá liðum Liverpool og Manchester City. Strákarnir hans Pep Guardiola í Manchetser City hafa fengið 35 fleiri stig í þessu rúmlegu 50 leikjum sem er mikill munur en þó ekkert í samanburði við Liverpool. Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool hafa þannig náð í 55 fleiri stig en Manchester United síðan að Ole Gunnar Solskjær tók við liði United. Á þessum tíma hefur Liverpool aðeins tapað stigum í 8 leikjum af 52 en Manchester United hefur unnið helmingi færri leiki en Liverpool á þessu tímabili eða 22 á móti 44. Hér fyrir neðan má sjá stig félaganna í stjóratíða Ole Gunnar Solskjær. Stig í ensku úrvalsdeildinni frá 19. desember 2018: 1. Liverpool 136 stig (+69) 2. Manchester City 116 stig (+82) 3. Chelsea 93 stig (+29) 4. Leicester City 85 stig (+37) 5. Wolves 85 stig (+10) 6. Tottenham 83 stig (+26) 7. Manchester United 81 stig (+19) 8. Arsenal 78 stig (+8) 9. Everton 76 stig (-1) 10. Southampton 74 stig (-11) 11. Crystal Palace 69 stig (-19) 12. Burnley 65 stig (-15) 13. Newcastle United 65 stig (-18) 14. West Ham 57 stig (-8) 15. Sheffield United 55 stig (-7) 16. Brighton & Hove Albion 49 (-33) 17. Aston Villa 47 stig (-20) 18. Bournemouth 41 stig (-26) 19. Watford 41 stig (-33) 20. Norwich 21 stitg (-49) Enski boltinn Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira
Manchester United hefur átt góða spretti undir stjórn norska knattspyrnustjórans Ole Gunnar Solskjær en stigasöfnunin er sláandi í samanburði við bestu lið ensku úrvalsdeildarinnar sem United menn vilja vissulega bera sig saman við. Stuðningsmenn Manchester United eru vissulega farnir að ókyrrast enda virðist lítið vera að breytast hvað varða gengið United liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Liðið situr nú í fimmtánda sæti eftir eitt stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum heimaleikjunum. Staðreyndirnar segja sína sögu þegar gengi liðanna í ensku úrvalsdeildinni er skoðað síðan Ole Gunnar Solskjær settist í stjórastólinn hjá Manchetser United. Stólinn hans Ole Gunnars Solskjær hjá Manchester United er farinn að hitna talsvert eftir brösugt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Nú má búast við því að ensku miðlanir fari að gera meira úr leitinni að næsta stjóra United. Solskjær er reyndar að gera flotta hluti í Meistaradeildinni þar sem liðið hefur unnið Paris Saint-Germain og RB Leipzig með markatölunni 7-1 í fyrstu tveimur leikjunum. Stigataflan eftir sjö umferðir í ensku úrvalsdeildinni er ekki eins glæsileg og það þótti ástæða fyrir smá tölfræðiútreikningi. Fólkið á Givemesport ákvað að taka saman stig og gengi allra liðanna í ensku úrvalsdeildinni frá því í desember 2018 eða frá þeim tíma að Ole Gunnar Solskjær tók við United liðinu af Jose Mourinho. 14. West Ham - 57 points 8. Arsenal - 78 points 1. Liverpool - 136 pointsNo wonder so many United fans are now #OleOut #MUFC https://t.co/rhxqjOA5hG— GiveMeSport Football (@GMS__Football) November 3, 2020 Þegar kemur að ensku úrvalsdeildinni þá er staða Manchester United liðsins allt önnur en í Meistaradeildinni. Manchester United tapaði 0-1 á heimavelli á móti Arsenal um helgina og hefur aðeins skorað tvö mörk og fengið eitt stig í fyrstu fjórum heimaleikjum tímabilsins. Manchester United er með sjöunda besta árangur allra liða á þessum tæpu tveimur árum sem er ekkert hrikalegt en um leið allt annað en metnaður klúbbsins krefst. Góðu fréttirnar er að Manchester United er með fleiri stig en bæði Arsenal og Everton á þessu tímabili. United er með 81 stig eða þremur meira en Arsenal og fimm stigum meira en Everton. Leicester City, Wolves og Tottenham eru líka bara fjórum stigum eða minna á undan þeim. Það er aftur á móti sláandi að bera stigasöfnun Manchester United í stjóratíð Ole Gunnars við stigasöfnunina hjá liðum Liverpool og Manchester City. Strákarnir hans Pep Guardiola í Manchetser City hafa fengið 35 fleiri stig í þessu rúmlegu 50 leikjum sem er mikill munur en þó ekkert í samanburði við Liverpool. Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool hafa þannig náð í 55 fleiri stig en Manchester United síðan að Ole Gunnar Solskjær tók við liði United. Á þessum tíma hefur Liverpool aðeins tapað stigum í 8 leikjum af 52 en Manchester United hefur unnið helmingi færri leiki en Liverpool á þessu tímabili eða 22 á móti 44. Hér fyrir neðan má sjá stig félaganna í stjóratíða Ole Gunnar Solskjær. Stig í ensku úrvalsdeildinni frá 19. desember 2018: 1. Liverpool 136 stig (+69) 2. Manchester City 116 stig (+82) 3. Chelsea 93 stig (+29) 4. Leicester City 85 stig (+37) 5. Wolves 85 stig (+10) 6. Tottenham 83 stig (+26) 7. Manchester United 81 stig (+19) 8. Arsenal 78 stig (+8) 9. Everton 76 stig (-1) 10. Southampton 74 stig (-11) 11. Crystal Palace 69 stig (-19) 12. Burnley 65 stig (-15) 13. Newcastle United 65 stig (-18) 14. West Ham 57 stig (-8) 15. Sheffield United 55 stig (-7) 16. Brighton & Hove Albion 49 (-33) 17. Aston Villa 47 stig (-20) 18. Bournemouth 41 stig (-26) 19. Watford 41 stig (-33) 20. Norwich 21 stitg (-49)
Stig í ensku úrvalsdeildinni frá 19. desember 2018: 1. Liverpool 136 stig (+69) 2. Manchester City 116 stig (+82) 3. Chelsea 93 stig (+29) 4. Leicester City 85 stig (+37) 5. Wolves 85 stig (+10) 6. Tottenham 83 stig (+26) 7. Manchester United 81 stig (+19) 8. Arsenal 78 stig (+8) 9. Everton 76 stig (-1) 10. Southampton 74 stig (-11) 11. Crystal Palace 69 stig (-19) 12. Burnley 65 stig (-15) 13. Newcastle United 65 stig (-18) 14. West Ham 57 stig (-8) 15. Sheffield United 55 stig (-7) 16. Brighton & Hove Albion 49 (-33) 17. Aston Villa 47 stig (-20) 18. Bournemouth 41 stig (-26) 19. Watford 41 stig (-33) 20. Norwich 21 stitg (-49)
Enski boltinn Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira