Kjördagur með rólegasta móti þvert á spár um átök og ringulreið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 07:29 Frá kjörstað í Kenosha í Wisconsin. AP Photo/Wong Maye-E Kjördagur í Bandaríkjunum gekk í langflestum tilfellum vel fyrir sig, þvert á spár um að komið gæti til átaka og ringulreiðar á kjörstöðum, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og misvísandi upplýsinga um að því er virtist síbreytilegar kosningarreglur en ekki síður vegna mikillar spennu í kosningunum. Þegar þetta er skrifað hefur Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, tryggt sér 220 kjörmenn en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er með 213 kjörmenn samkvæmt CNN. Trump hefur meðal annars tryggt sér sigur í hinu mjög svo mikilvæga sveifluríki Flórída sem og í Ohio. Biden þarf því að treysta á ríkin í norðanverðu landinu sem voru lykillinn að sigri Trumps fyrir fjórum árum; Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Ekki var búist við því að úrslit ættu eftir að liggja fyrir í Pennsylvaníu eða Wisconsin strax vegna mikils fjölda póst- og utankjörfundaratkvæða þar. Í Wisconsin vonaðist Tony Evers, ríkisstjóri, til þess að úrslit gætu legið fyrir síðar á miðvikudag. Varað hefur verið við því að talningin í Pennsylvaníu gæti dregist enn lengur ef mjótt verður á munum þar. Aldrei hafa fleiri greitt atkvæði með pósti eða utan kjörfundar en fyrir forsetakosningarnar nú. Alls greiddu um 103 milljónir manna atkvæði fyrir kjördag og hefur fjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða aldrei verið meiri. Meginástæðan fyrir þessum mikla fjölda er kórónuveirufaraldurinn og að fólk vildi forðast fjölmenni á kjörstöðum vegna hættunnar á smiti. Bjuggu sig undir það versta Í umfjöllun AP-fréttastofunnar um kjördag og hvernig hann gekk fyrir sig segir að þessi metfjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða hafi létt ákveðnu álagi af kjörstöðum. Almennt hafi raðir verið stuttar og jafnvel engar. Vissulega hafa birst myndir af löngum röðum við tiltekna kjörstaði en þá má hafa það í huga að raðir á tímum kórónuveirunnar virðast lengri vegna fjarlægðar á milli fólks í þeim, sem ekki var eins hugað að fyrir faraldurinn. Það fylgja því auðvitað alltaf einhver vandræði þegar tugir milljóna manna greiða atkvæði á sama tíma í fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Sérfræðingar prísa sig þó sæla með kjördaginn í ár þar sem það komu upp tiltölulega fá vandamál. „Við vorum búin undir það versta og þetta kom okkur þægilega á óvart,“ segir Kristen Clarke hjá Nefnd lögfræðinga um borgaraleg réttindi sem fylgst hefur með framkvæmd kosninganna. Mögulega lognið á undan storminum Í frétt Guardian segir að í einstaka tilfellum hafi frést af vandræðum með kosningavélar, misvísandi upplýsingum eða því að kjósendum hafi verið ógnað. Tilkynningar um slíkt eru þó mun færri en búist var að sögn Clarke. „Við fáum kvartanir [um að kjósendum hafi verið ógnað] en í flestum tilfellum eru þetta einhverjir sem eru einir, kannski tveir saman, en ekki stórir hópar sem myndu þá hafa mun meiri hræðsluáhrif á kjósendur en raun ber vitni,“ segir Clarke. Hún varar þó við að þetta sé lognið á undan storminum því þótt kjördagur hafi verið rólegur er ekki loku fyrir það skotið að lagaþrætur setji mark sitt á talningu atkvæða. Trump hefur til að mynda nú þegar hótað því að fara fyrir dómstóla til að koma í veg fyrir að atkvæði sem berast eftir kjördag verði talin en talning slíkra atkvæða er leyfð í sumum ríkjum. Þá eyddi Trump miklu púðri í það í kosningabaráttu sinni að sá efasemdarfræjum um talninguna og póstatkvæðin. Sú orðræða hans var talin geta leitt til átaka á kjörstöðum á milli stuðningsmanna hans og Biden en, eins og áður segir, hefur lítið heyrst af slíku. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Kjördagur í Bandaríkjunum gekk í langflestum tilfellum vel fyrir sig, þvert á spár um að komið gæti til átaka og ringulreiðar á kjörstöðum, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og misvísandi upplýsinga um að því er virtist síbreytilegar kosningarreglur en ekki síður vegna mikillar spennu í kosningunum. Þegar þetta er skrifað hefur Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, tryggt sér 220 kjörmenn en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er með 213 kjörmenn samkvæmt CNN. Trump hefur meðal annars tryggt sér sigur í hinu mjög svo mikilvæga sveifluríki Flórída sem og í Ohio. Biden þarf því að treysta á ríkin í norðanverðu landinu sem voru lykillinn að sigri Trumps fyrir fjórum árum; Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Ekki var búist við því að úrslit ættu eftir að liggja fyrir í Pennsylvaníu eða Wisconsin strax vegna mikils fjölda póst- og utankjörfundaratkvæða þar. Í Wisconsin vonaðist Tony Evers, ríkisstjóri, til þess að úrslit gætu legið fyrir síðar á miðvikudag. Varað hefur verið við því að talningin í Pennsylvaníu gæti dregist enn lengur ef mjótt verður á munum þar. Aldrei hafa fleiri greitt atkvæði með pósti eða utan kjörfundar en fyrir forsetakosningarnar nú. Alls greiddu um 103 milljónir manna atkvæði fyrir kjördag og hefur fjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða aldrei verið meiri. Meginástæðan fyrir þessum mikla fjölda er kórónuveirufaraldurinn og að fólk vildi forðast fjölmenni á kjörstöðum vegna hættunnar á smiti. Bjuggu sig undir það versta Í umfjöllun AP-fréttastofunnar um kjördag og hvernig hann gekk fyrir sig segir að þessi metfjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða hafi létt ákveðnu álagi af kjörstöðum. Almennt hafi raðir verið stuttar og jafnvel engar. Vissulega hafa birst myndir af löngum röðum við tiltekna kjörstaði en þá má hafa það í huga að raðir á tímum kórónuveirunnar virðast lengri vegna fjarlægðar á milli fólks í þeim, sem ekki var eins hugað að fyrir faraldurinn. Það fylgja því auðvitað alltaf einhver vandræði þegar tugir milljóna manna greiða atkvæði á sama tíma í fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Sérfræðingar prísa sig þó sæla með kjördaginn í ár þar sem það komu upp tiltölulega fá vandamál. „Við vorum búin undir það versta og þetta kom okkur þægilega á óvart,“ segir Kristen Clarke hjá Nefnd lögfræðinga um borgaraleg réttindi sem fylgst hefur með framkvæmd kosninganna. Mögulega lognið á undan storminum Í frétt Guardian segir að í einstaka tilfellum hafi frést af vandræðum með kosningavélar, misvísandi upplýsingum eða því að kjósendum hafi verið ógnað. Tilkynningar um slíkt eru þó mun færri en búist var að sögn Clarke. „Við fáum kvartanir [um að kjósendum hafi verið ógnað] en í flestum tilfellum eru þetta einhverjir sem eru einir, kannski tveir saman, en ekki stórir hópar sem myndu þá hafa mun meiri hræðsluáhrif á kjósendur en raun ber vitni,“ segir Clarke. Hún varar þó við að þetta sé lognið á undan storminum því þótt kjördagur hafi verið rólegur er ekki loku fyrir það skotið að lagaþrætur setji mark sitt á talningu atkvæða. Trump hefur til að mynda nú þegar hótað því að fara fyrir dómstóla til að koma í veg fyrir að atkvæði sem berast eftir kjördag verði talin en talning slíkra atkvæða er leyfð í sumum ríkjum. Þá eyddi Trump miklu púðri í það í kosningabaráttu sinni að sá efasemdarfræjum um talninguna og póstatkvæðin. Sú orðræða hans var talin geta leitt til átaka á kjörstöðum á milli stuðningsmanna hans og Biden en, eins og áður segir, hefur lítið heyrst af slíku.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira