Þakklæti frá kirkjunni í Úganda til Íslendinga Heimsljós 4. nóvember 2020 12:09 Stephen Kaziimba erkibiskup og Finnbogi Rútur Arnarsson starfandi forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala ásamt starfsfólki sendiráðsins. Yfirmaður kirkjunnar í Úganda, Stephen Kaziimba erkibiskup, heimsótti sendiráð Íslands í Kampala á dögunum í þeim erindagjörðum að koma á framfæri innilegu þakklæti til Íslendinga fyrir hönd kirkjunnar fyrir mikinn stuðning íslensku þjóðarinnar við menntun í landinu. Hann þakkaði forstöðumanni sendráðsins fyrir störf sendiráðsins við uppbyggingu samfélaga í Úganda á vegum íslenskra stjórnvalda. Stephen Kaziimba tók við starfi yfirmanns kirkjunnar í Úganda fyrr á þessu ári, en hann er jafnframt biskup í Kampala. Hann fæddist í Buikwe héraði, helsta samstarfshéraði Íslands í Úganda, og kvaðst sjálfur hafa upplifað þær miklu jákvæðu breytingar sem orðið hafa síðustu árin þegar hann heimsótti gamla heimaþorpið istt, Gulama. Stephen Kaziimba og Finnbogi Rútur Arnarsson „Mér hlýnaði um hjartarætur þegar ég sá allar endurbæturnar á gamla skólanum mínum sem hefur þjónað þorpinu í áratugi. Nú uppfyllir hann öll gæðaviðmið um menntastofnanir en það felur í sér mikla hvatningu til barnanna í þorpinu að ganga menntaveginn,“ sagði Stephen Kaziimba í heimsókninni. Kirkjan í Úganda stofnaði fjóra af hverjum tíu skólum í landinu og rekur þá með stuðningi stjórnvalda en í landi þar sem 77% þjóðarinnar er yngri en 25 ára er viðvarandi skortur á fjármagni til skólastarfs. Finnbogi Rútur Arnarsson starfandi yfirmaður sendiráðsins kynnti Ísland í stuttu máli, rakti helstu áherslur Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og fór yfir helstu verkefni Íslands í fiskisamfélögum í Úganda. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður
Yfirmaður kirkjunnar í Úganda, Stephen Kaziimba erkibiskup, heimsótti sendiráð Íslands í Kampala á dögunum í þeim erindagjörðum að koma á framfæri innilegu þakklæti til Íslendinga fyrir hönd kirkjunnar fyrir mikinn stuðning íslensku þjóðarinnar við menntun í landinu. Hann þakkaði forstöðumanni sendráðsins fyrir störf sendiráðsins við uppbyggingu samfélaga í Úganda á vegum íslenskra stjórnvalda. Stephen Kaziimba tók við starfi yfirmanns kirkjunnar í Úganda fyrr á þessu ári, en hann er jafnframt biskup í Kampala. Hann fæddist í Buikwe héraði, helsta samstarfshéraði Íslands í Úganda, og kvaðst sjálfur hafa upplifað þær miklu jákvæðu breytingar sem orðið hafa síðustu árin þegar hann heimsótti gamla heimaþorpið istt, Gulama. Stephen Kaziimba og Finnbogi Rútur Arnarsson „Mér hlýnaði um hjartarætur þegar ég sá allar endurbæturnar á gamla skólanum mínum sem hefur þjónað þorpinu í áratugi. Nú uppfyllir hann öll gæðaviðmið um menntastofnanir en það felur í sér mikla hvatningu til barnanna í þorpinu að ganga menntaveginn,“ sagði Stephen Kaziimba í heimsókninni. Kirkjan í Úganda stofnaði fjóra af hverjum tíu skólum í landinu og rekur þá með stuðningi stjórnvalda en í landi þar sem 77% þjóðarinnar er yngri en 25 ára er viðvarandi skortur á fjármagni til skólastarfs. Finnbogi Rútur Arnarsson starfandi yfirmaður sendiráðsins kynnti Ísland í stuttu máli, rakti helstu áherslur Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og fór yfir helstu verkefni Íslands í fiskisamfélögum í Úganda. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður