Barði kærasta fyrrverandi kærustu með lóðbolta í leigubíl Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 21:37 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í október dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás árið 2018. Maðurinn beitti lóðbolta við árásina, sem beindist gegn kærasta konu sem maðurinn hafði átt í sambandi við um skeið. Maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í júní 2018 ráðist á annan mann með því að slá hann ítrekað með lóðbolta í höfuð og líkama, hvar sá síðarnefndi sat í farþegasæti kyrrstæðrar leigubifreiðar. Hann hlaut grunnt sár á hnakka við árásina. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að maðurinn sem varð fyrir árásinni hefði tekið leigubíl til að sækja kærustu sína. Þar á bílastæði hefði kærastan komið ásamt ákærða og sá síðarnefndi þá slegið til mannsins með hamri þar sem hann sat í framsæti leigubílsins. Kærastan tjáði lögreglu að hún hefði átt í „ofbeldisfullu“ sambandi við manninn sem ráðist var á. Áður en hann kom á staðinn hefði hún verið með ákærða á heimili móður hans. Þegar sá síðarnefndi hefði frétt af því að maðurinn væri fyrir utan hefði hann tekið hamar, gengið út og sagst „ætla að ganga fram af honum“. Ákærði hélt því þó fram að ekki hefði verið um hamar að ræða heldur lóðbolta og var frásögn hans höfð til grundvallar. Ákærði bar því við fyrir dómi að hann og kærasta mannsins hefðu einnig verið saman um skeið. Þá hefði hann vissulega slegið til mannsins en ekki náð neinum höggum á hann. Ákærði hefði á endanum hlaupið burt og falið sig í runna og fljótlega orðið var við að lögregla væri að leita að honum en síðan sofnað í runnanum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að árásin hefði verið ofsafengin og ásetningur ákærða einbeittur þegar hann tók með sér vopn. Refsing var ákveðin hæfileg sex mánaða skilorðsbundið fangelsi, auk þess sem honum var gert að greiða manninum 300 þúsund krónur í miskabætur og greiðslu alls málskostnaðar, tæpa milljón króna. Dómsmál Leigubílar Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í október dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás árið 2018. Maðurinn beitti lóðbolta við árásina, sem beindist gegn kærasta konu sem maðurinn hafði átt í sambandi við um skeið. Maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í júní 2018 ráðist á annan mann með því að slá hann ítrekað með lóðbolta í höfuð og líkama, hvar sá síðarnefndi sat í farþegasæti kyrrstæðrar leigubifreiðar. Hann hlaut grunnt sár á hnakka við árásina. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að maðurinn sem varð fyrir árásinni hefði tekið leigubíl til að sækja kærustu sína. Þar á bílastæði hefði kærastan komið ásamt ákærða og sá síðarnefndi þá slegið til mannsins með hamri þar sem hann sat í framsæti leigubílsins. Kærastan tjáði lögreglu að hún hefði átt í „ofbeldisfullu“ sambandi við manninn sem ráðist var á. Áður en hann kom á staðinn hefði hún verið með ákærða á heimili móður hans. Þegar sá síðarnefndi hefði frétt af því að maðurinn væri fyrir utan hefði hann tekið hamar, gengið út og sagst „ætla að ganga fram af honum“. Ákærði hélt því þó fram að ekki hefði verið um hamar að ræða heldur lóðbolta og var frásögn hans höfð til grundvallar. Ákærði bar því við fyrir dómi að hann og kærasta mannsins hefðu einnig verið saman um skeið. Þá hefði hann vissulega slegið til mannsins en ekki náð neinum höggum á hann. Ákærði hefði á endanum hlaupið burt og falið sig í runna og fljótlega orðið var við að lögregla væri að leita að honum en síðan sofnað í runnanum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að árásin hefði verið ofsafengin og ásetningur ákærða einbeittur þegar hann tók með sér vopn. Refsing var ákveðin hæfileg sex mánaða skilorðsbundið fangelsi, auk þess sem honum var gert að greiða manninum 300 þúsund krónur í miskabætur og greiðslu alls málskostnaðar, tæpa milljón króna.
Dómsmál Leigubílar Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira