„Heilbrigðisþjónusta á meðgöngu grundvallarmannréttindi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 19:31 Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður utan flokka. Vísir/Vilhelm Þingmenn tókust í dag á um þingsályktunartillögu átján þingmanna um að erlendar konur sem sæti banni við þungunarrofi í heimalandi sínu geti fengið slíka þjónustu á Íslandi hafi þær evrópskt sjúkratryggingakort og uppfylli lagaskilyrði. Rósa Björk Brynjólfsdóttir utan þingflokka er fyrsti flutningsmaður tillögunnar sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að meginatriði frumvarpsins sé það að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á meðgöngu séu grundvallarmannréttindi kvenna. Um það sé staðið vörð. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þingsályktunartillöguna í morgun og sagði hann tillöguna kalla á aukið álag á íslenskt heilbrigðiskerfi. Þingsályktunartillagan felur heilbrigðisráðherra að tryggja að einstaklingar sem ferðist hingað til lands til þungunarrofs fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Kveikjan að frumvarpinu er ekki síst hert löggjöf um þungunarrof í Póllandi. „Ég spyr hvort það sé hlutverk heilbrigðiskerfisins á Íslandi að bregðast við pólitísku heilbrigðisvandamáli tugmilljóna þjóða þegar við glímum við biðlista í heilbrigðiskerfinu sem okkur öll dreymir um að eyða. Er svona tillaga ekki atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi?“ spurði Ásmundur. Rósa Björk segir engar upplýsingar liggja fyrir um það hversu margar konur myndu koma hingað og nýta sér þjónustuna. „Ásmundur Friðriksson er nú þekktur fyrir að fara ansi frjálslega með tölur. Við erum ekki með neinar tölur um hversu margar konur myndu koma hingað. Það er ljóst, og ég hef líka verið í sambandi við pólsk mannréttindasamtök sem hafa verið að segja mér frá því að nágrannaríkin og samtök þar hafa verið að bjóða fram aðstoð sína,“ sagði Rósa Björk. „Það er nokkuð viðbúið að pólskar konur leiti skemmra yfir veginn til þess að leitast eftir þessari þjónustu. Þannig að ég held að það sé nú tóm vitleysa að tala um að það komi hundruð þúsunda kvenna í þungunarrof.“ Hún segir það koma skýrt fram í þingsályktunartillögunni að handhafar evrópska sjúkratryggingarkortsins geti nýtt þjónustuna. Það sé sama kortið og við Íslendingar notum þegar við ferðumst til Evrópu og leitumst eftir heilbrigðisþjónustu þar. „Það er kostnaður sem skiptist á milli Evrópuríkjanna og þau hafa gert samkomulag um á milli sín. Ég geri ekki ráð fyrir verulegum kostnaði fyrir ríkissjóð,“ segir Rósa. Þungunarrof Alþingi Pólland Tengdar fréttir Ásmundur gagnrýnir þingsályktun um þungunarrofsaðstoð Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir þingsályktun átján stjórnarandstöðuþingmanna um að íslenska heilbrigðiskerfið aðstoði erlendar konur sem hingað kunni að koma til þungunarrofs vegna strangra laga um slíkar aðgerðir í heimalandinu. 5. nóvember 2020 12:42 Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31 Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Sjá meira
Þingmenn tókust í dag á um þingsályktunartillögu átján þingmanna um að erlendar konur sem sæti banni við þungunarrofi í heimalandi sínu geti fengið slíka þjónustu á Íslandi hafi þær evrópskt sjúkratryggingakort og uppfylli lagaskilyrði. Rósa Björk Brynjólfsdóttir utan þingflokka er fyrsti flutningsmaður tillögunnar sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 að meginatriði frumvarpsins sé það að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á meðgöngu séu grundvallarmannréttindi kvenna. Um það sé staðið vörð. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi þingsályktunartillöguna í morgun og sagði hann tillöguna kalla á aukið álag á íslenskt heilbrigðiskerfi. Þingsályktunartillagan felur heilbrigðisráðherra að tryggja að einstaklingar sem ferðist hingað til lands til þungunarrofs fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Kveikjan að frumvarpinu er ekki síst hert löggjöf um þungunarrof í Póllandi. „Ég spyr hvort það sé hlutverk heilbrigðiskerfisins á Íslandi að bregðast við pólitísku heilbrigðisvandamáli tugmilljóna þjóða þegar við glímum við biðlista í heilbrigðiskerfinu sem okkur öll dreymir um að eyða. Er svona tillaga ekki atlaga að íslensku heilbrigðiskerfi?“ spurði Ásmundur. Rósa Björk segir engar upplýsingar liggja fyrir um það hversu margar konur myndu koma hingað og nýta sér þjónustuna. „Ásmundur Friðriksson er nú þekktur fyrir að fara ansi frjálslega með tölur. Við erum ekki með neinar tölur um hversu margar konur myndu koma hingað. Það er ljóst, og ég hef líka verið í sambandi við pólsk mannréttindasamtök sem hafa verið að segja mér frá því að nágrannaríkin og samtök þar hafa verið að bjóða fram aðstoð sína,“ sagði Rósa Björk. „Það er nokkuð viðbúið að pólskar konur leiti skemmra yfir veginn til þess að leitast eftir þessari þjónustu. Þannig að ég held að það sé nú tóm vitleysa að tala um að það komi hundruð þúsunda kvenna í þungunarrof.“ Hún segir það koma skýrt fram í þingsályktunartillögunni að handhafar evrópska sjúkratryggingarkortsins geti nýtt þjónustuna. Það sé sama kortið og við Íslendingar notum þegar við ferðumst til Evrópu og leitumst eftir heilbrigðisþjónustu þar. „Það er kostnaður sem skiptist á milli Evrópuríkjanna og þau hafa gert samkomulag um á milli sín. Ég geri ekki ráð fyrir verulegum kostnaði fyrir ríkissjóð,“ segir Rósa.
Þungunarrof Alþingi Pólland Tengdar fréttir Ásmundur gagnrýnir þingsályktun um þungunarrofsaðstoð Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir þingsályktun átján stjórnarandstöðuþingmanna um að íslenska heilbrigðiskerfið aðstoði erlendar konur sem hingað kunni að koma til þungunarrofs vegna strangra laga um slíkar aðgerðir í heimalandinu. 5. nóvember 2020 12:42 Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31 Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Sjá meira
Ásmundur gagnrýnir þingsályktun um þungunarrofsaðstoð Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir þingsályktun átján stjórnarandstöðuþingmanna um að íslenska heilbrigðiskerfið aðstoði erlendar konur sem hingað kunni að koma til þungunarrofs vegna strangra laga um slíkar aðgerðir í heimalandinu. 5. nóvember 2020 12:42
Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31
Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46