Segir Paul Pogba bara hafa búið til vandamál á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 09:46 Paul Pogba hefur ekki fundið sig með Manchester United liðinu á þessari leiktíð. Getty/Visionhaus Það gengur lítið hjá Manchester United þessa dagana og þar hjálpar ekki til að hundrað milljón evra maðurinn Paul Pogba er ekki mikið að hjálpa sínu liði um þessar mundir. Paul Ince talaði beint til Paul Pogba í nýju viðtali og reyndi þar að sannfæra franska miðjumanninn um að hætta að láta sig dreyma um Real Madrid og einbeita sér að því að komast aftur í byrjunarliði Manchester United. Hinn 27 ára gamli Paul Pogba hefur aðeins fimm sinnum komist í byrjunarlið Ole Gunnars Solskjær á leiktíðinni og hefur auk þess aðeins spilað 90 mínútur í tveimur leikjum. Paul Pogba has caused 'nothing but problems' at Manchester United, claims Paul Ince https://t.co/J3tF55TsPf— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2020 Paul Ince sér lítið annað en vandamál tengd Paul Pogba síðan að félagið keypti hann á 105 milljónir evra frá Juventus árið 2016. Hann var þá dýrasti leikmaður heims og ekkert annað enska félag hefur borgað meira fyrir einn leikmann. „Ég elska Pogba. Ég tel að hann sé heimsklassa leikmaður á sínum degi. Við sáum það hjá Juventus. Síðan að hann kom til Manchester United þá hafa bara verið eintóm vandamál í kringum hann,“ sagði Paul Ince í viðtali við Ladbrokes. „Það var alltaf eitthvað í gangi þegar Jose Mourinho var stjóri og vesenið var með umboðsmanninn hans. Frammistaðan hefur síðan ekki verið merkileg og stuðningsmennirnir eru næstum því komnir upp á móti honum,“ sagði Ince. Paul Ince: "I love Pogba. I think he s a world-class player on his day. We saw that at Juventus. But since he s come to Manchester United it s been nothing but problems." [Ladbrokes] pic.twitter.com/RIeqHCjgEu— Goal (@goal) November 5, 2020 „Ef ég væri að spila með honum þá myndi ég segja við hann: Hlustaðu á mig. Farðu bara út á völl og spilaðu. Þegar þú ferð að spila eins og þú getur best þá getur þú farið að tala um að skrifa undir hjá Real Madrid. Eins og er þá kemstu ekki einu sinni í þetta Manchester United lið,“ sagði Ince. „Ef ég væri Paul Poga, þá sæti ég á bekknum og væri að hugsa: Bíddu nú aðeins. Þeir eru með Fred, Scott McTominay og Bruno Fernandes inn á miðjunni og ég er hér á bekknum. Það hlýtur að vera eitthvað í ólagi hjá mér,“ sagði Paul Ince og bætti við: „Manchester United snýst ekki um Paul Poga.“ Paul Ince spilaði með Manchester United frá 1989 til 1995 og hjálpaði liðinu að enda 26 ára bið eftir enska meistaratitlinum vorið 1993. Hann vann tvo meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla, einn deildabikartitil og Evrópukeppni bikarhafa með félaginu. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Það gengur lítið hjá Manchester United þessa dagana og þar hjálpar ekki til að hundrað milljón evra maðurinn Paul Pogba er ekki mikið að hjálpa sínu liði um þessar mundir. Paul Ince talaði beint til Paul Pogba í nýju viðtali og reyndi þar að sannfæra franska miðjumanninn um að hætta að láta sig dreyma um Real Madrid og einbeita sér að því að komast aftur í byrjunarliði Manchester United. Hinn 27 ára gamli Paul Pogba hefur aðeins fimm sinnum komist í byrjunarlið Ole Gunnars Solskjær á leiktíðinni og hefur auk þess aðeins spilað 90 mínútur í tveimur leikjum. Paul Pogba has caused 'nothing but problems' at Manchester United, claims Paul Ince https://t.co/J3tF55TsPf— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2020 Paul Ince sér lítið annað en vandamál tengd Paul Pogba síðan að félagið keypti hann á 105 milljónir evra frá Juventus árið 2016. Hann var þá dýrasti leikmaður heims og ekkert annað enska félag hefur borgað meira fyrir einn leikmann. „Ég elska Pogba. Ég tel að hann sé heimsklassa leikmaður á sínum degi. Við sáum það hjá Juventus. Síðan að hann kom til Manchester United þá hafa bara verið eintóm vandamál í kringum hann,“ sagði Paul Ince í viðtali við Ladbrokes. „Það var alltaf eitthvað í gangi þegar Jose Mourinho var stjóri og vesenið var með umboðsmanninn hans. Frammistaðan hefur síðan ekki verið merkileg og stuðningsmennirnir eru næstum því komnir upp á móti honum,“ sagði Ince. Paul Ince: "I love Pogba. I think he s a world-class player on his day. We saw that at Juventus. But since he s come to Manchester United it s been nothing but problems." [Ladbrokes] pic.twitter.com/RIeqHCjgEu— Goal (@goal) November 5, 2020 „Ef ég væri að spila með honum þá myndi ég segja við hann: Hlustaðu á mig. Farðu bara út á völl og spilaðu. Þegar þú ferð að spila eins og þú getur best þá getur þú farið að tala um að skrifa undir hjá Real Madrid. Eins og er þá kemstu ekki einu sinni í þetta Manchester United lið,“ sagði Ince. „Ef ég væri Paul Poga, þá sæti ég á bekknum og væri að hugsa: Bíddu nú aðeins. Þeir eru með Fred, Scott McTominay og Bruno Fernandes inn á miðjunni og ég er hér á bekknum. Það hlýtur að vera eitthvað í ólagi hjá mér,“ sagði Paul Ince og bætti við: „Manchester United snýst ekki um Paul Poga.“ Paul Ince spilaði með Manchester United frá 1989 til 1995 og hjálpaði liðinu að enda 26 ára bið eftir enska meistaratitlinum vorið 1993. Hann vann tvo meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla, einn deildabikartitil og Evrópukeppni bikarhafa með félaginu.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti