Segir Paul Pogba bara hafa búið til vandamál á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2020 09:46 Paul Pogba hefur ekki fundið sig með Manchester United liðinu á þessari leiktíð. Getty/Visionhaus Það gengur lítið hjá Manchester United þessa dagana og þar hjálpar ekki til að hundrað milljón evra maðurinn Paul Pogba er ekki mikið að hjálpa sínu liði um þessar mundir. Paul Ince talaði beint til Paul Pogba í nýju viðtali og reyndi þar að sannfæra franska miðjumanninn um að hætta að láta sig dreyma um Real Madrid og einbeita sér að því að komast aftur í byrjunarliði Manchester United. Hinn 27 ára gamli Paul Pogba hefur aðeins fimm sinnum komist í byrjunarlið Ole Gunnars Solskjær á leiktíðinni og hefur auk þess aðeins spilað 90 mínútur í tveimur leikjum. Paul Pogba has caused 'nothing but problems' at Manchester United, claims Paul Ince https://t.co/J3tF55TsPf— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2020 Paul Ince sér lítið annað en vandamál tengd Paul Pogba síðan að félagið keypti hann á 105 milljónir evra frá Juventus árið 2016. Hann var þá dýrasti leikmaður heims og ekkert annað enska félag hefur borgað meira fyrir einn leikmann. „Ég elska Pogba. Ég tel að hann sé heimsklassa leikmaður á sínum degi. Við sáum það hjá Juventus. Síðan að hann kom til Manchester United þá hafa bara verið eintóm vandamál í kringum hann,“ sagði Paul Ince í viðtali við Ladbrokes. „Það var alltaf eitthvað í gangi þegar Jose Mourinho var stjóri og vesenið var með umboðsmanninn hans. Frammistaðan hefur síðan ekki verið merkileg og stuðningsmennirnir eru næstum því komnir upp á móti honum,“ sagði Ince. Paul Ince: "I love Pogba. I think he s a world-class player on his day. We saw that at Juventus. But since he s come to Manchester United it s been nothing but problems." [Ladbrokes] pic.twitter.com/RIeqHCjgEu— Goal (@goal) November 5, 2020 „Ef ég væri að spila með honum þá myndi ég segja við hann: Hlustaðu á mig. Farðu bara út á völl og spilaðu. Þegar þú ferð að spila eins og þú getur best þá getur þú farið að tala um að skrifa undir hjá Real Madrid. Eins og er þá kemstu ekki einu sinni í þetta Manchester United lið,“ sagði Ince. „Ef ég væri Paul Poga, þá sæti ég á bekknum og væri að hugsa: Bíddu nú aðeins. Þeir eru með Fred, Scott McTominay og Bruno Fernandes inn á miðjunni og ég er hér á bekknum. Það hlýtur að vera eitthvað í ólagi hjá mér,“ sagði Paul Ince og bætti við: „Manchester United snýst ekki um Paul Poga.“ Paul Ince spilaði með Manchester United frá 1989 til 1995 og hjálpaði liðinu að enda 26 ára bið eftir enska meistaratitlinum vorið 1993. Hann vann tvo meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla, einn deildabikartitil og Evrópukeppni bikarhafa með félaginu. Enski boltinn Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira
Það gengur lítið hjá Manchester United þessa dagana og þar hjálpar ekki til að hundrað milljón evra maðurinn Paul Pogba er ekki mikið að hjálpa sínu liði um þessar mundir. Paul Ince talaði beint til Paul Pogba í nýju viðtali og reyndi þar að sannfæra franska miðjumanninn um að hætta að láta sig dreyma um Real Madrid og einbeita sér að því að komast aftur í byrjunarliði Manchester United. Hinn 27 ára gamli Paul Pogba hefur aðeins fimm sinnum komist í byrjunarlið Ole Gunnars Solskjær á leiktíðinni og hefur auk þess aðeins spilað 90 mínútur í tveimur leikjum. Paul Pogba has caused 'nothing but problems' at Manchester United, claims Paul Ince https://t.co/J3tF55TsPf— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2020 Paul Ince sér lítið annað en vandamál tengd Paul Pogba síðan að félagið keypti hann á 105 milljónir evra frá Juventus árið 2016. Hann var þá dýrasti leikmaður heims og ekkert annað enska félag hefur borgað meira fyrir einn leikmann. „Ég elska Pogba. Ég tel að hann sé heimsklassa leikmaður á sínum degi. Við sáum það hjá Juventus. Síðan að hann kom til Manchester United þá hafa bara verið eintóm vandamál í kringum hann,“ sagði Paul Ince í viðtali við Ladbrokes. „Það var alltaf eitthvað í gangi þegar Jose Mourinho var stjóri og vesenið var með umboðsmanninn hans. Frammistaðan hefur síðan ekki verið merkileg og stuðningsmennirnir eru næstum því komnir upp á móti honum,“ sagði Ince. Paul Ince: "I love Pogba. I think he s a world-class player on his day. We saw that at Juventus. But since he s come to Manchester United it s been nothing but problems." [Ladbrokes] pic.twitter.com/RIeqHCjgEu— Goal (@goal) November 5, 2020 „Ef ég væri að spila með honum þá myndi ég segja við hann: Hlustaðu á mig. Farðu bara út á völl og spilaðu. Þegar þú ferð að spila eins og þú getur best þá getur þú farið að tala um að skrifa undir hjá Real Madrid. Eins og er þá kemstu ekki einu sinni í þetta Manchester United lið,“ sagði Ince. „Ef ég væri Paul Poga, þá sæti ég á bekknum og væri að hugsa: Bíddu nú aðeins. Þeir eru með Fred, Scott McTominay og Bruno Fernandes inn á miðjunni og ég er hér á bekknum. Það hlýtur að vera eitthvað í ólagi hjá mér,“ sagði Paul Ince og bætti við: „Manchester United snýst ekki um Paul Poga.“ Paul Ince spilaði með Manchester United frá 1989 til 1995 og hjálpaði liðinu að enda 26 ára bið eftir enska meistaratitlinum vorið 1993. Hann vann tvo meistaratitla, tvo bikarmeistaratitla, einn deildabikartitil og Evrópukeppni bikarhafa með félaginu.
Enski boltinn Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina á næsta ári Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira