Í fimm ár hefur fjölskyldan vaknað fyrr og krakkarnir lesa fyrir foreldrana Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. nóvember 2020 10:00 Thelma Kristín Kvaran. Vísir/Vilhelm Thelma Kristín Kvaran segir það umdeilt hvort hún sé skipulögð en reyndar sannfærð um það sjálf að hún sé það. Bara á sinn óvenjulega hátt. Í fimm ár hefur fjölskyldan vaknað fyrr á morgnana því þá lesa krakkarnir fyrir foreldrana. Thelma er mikil hundakona og oft strítt af vinum sem segja hana birta fleiri myndir af hundunum á Facebook en börnunum. Thelma starfar sem stjórnendaráðgjafi og sérfræðingur í ráðningum hjá Intellecta og er verkefnastjóri Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Flesta morgna vakna ég rétt rúmlega sjö en ef maðurinn minn er ekki á vakt þá græði ég um það bil hálftíma í viðbót því þá tekur hann að sér morgunrútínuna með börnunum. Um helgar er ég vöknuð um átta leytið. Ég get alveg ómögulega sofið út og finnst afar gott að geta haldið góðri rútínu.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þá daga sem maðurinn minn er ekki á vakt færir hann mér kaffibolla í rúmið. Í alvöru! Með kaffibollan í hönd kíki ég oftast á tölvupóstinn minn og dagatalið til að geta betur undirbúið mig fyrir verkefni dagsins. Að því loknu fer ég á fætur og vek börnin og kem þeim af stað að lesa. Við höfum í um fimm ár vaknað fyrr á morgnana til að láta börnin lesa í 20 mínútur, í stað þess að eiga það eftir í lok dags, þegar allir eru orðnir þreyttir og einbeitingin er búin. Það hefur gefist vel og vilja hvorki börnin né við sleppa þessu. Þetta er líka bara svolítið kósý, svona morgunstund með börnunum. Ég viðurkenni þó að ég á oft erfitt með að einbeita mér að því að hlusta á þau án þess að vera að gera neitt annað um leið og er ég því oft að mála mig eða slétta hárið á meðan.“ Hvort ertu hunda- eða kattarkona? „Ég er rosaleg hundakona! Ég á tvo hunda. Siberian Husky tík sem heitir Míra og Tíbet spaniel rakka sem heitir Tumi Þumall. Tumi missti mömmu sína þegar hann var innan við sólarhringsgamall og hitti það þannig á að Míra var með tvo nýfædda hvolpa á spena á sama tíma. Hún tók því Tuma og systkini hans að sér, þrátt fyrir rosalega mikinn stærðarmun. Tumi litli hefur því alltaf búið hér og er algjörlega sannfærður um að hann sé líka Husky, eins og hún. Vinir og vinnufélagar mínir gera alveg grín að því að ég set fleiri myndir af hundunum en börnunum inn á Facebook - og það er alveg rétt. Krakkarnir vilja vera úti að leika með vinunum, en hundarnir nenna með mér út og draga mig á línuskautum, hlaupahjóli eða hjóli út um allar trissur. Tumi er duglegur sleðahundur, þrátt fyrir að vera bara fimm kíló.“ Thelma segir vinnufélagana eitthvað efins um að hún sé skipulögð en segir sjálf að hún sé það. Bara á sinn óvenjulega hátt.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Hjá Intellecta sinni ég ráðningum sérfræðinga og stjórnenda og er með fjölmörg spennandi ráðningarverkefni í gangi núna. Hver dagur er pakkaður og hefur í raun aldrei verið eins mikið að gera hjá mér í ráðningunum eins og núna. Þó álagið sé mikið þessa stundina hefur mér alltaf tekist að halda gleðinni og hafa gaman af því sem ég er að gera og hef enn ekki upplifað dag þar sem ég nenni ekki að mæta í vinnuna. Starfið er mjög fjölbreytt og alveg rosalega gefandi. Samhliða öllu þessu er ég verkefnastjóri hjá Jafnvægisvog FKA, sem er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu. Markmið Jafnvægisvogarinnar er að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar í íslensku viðskiptalífi, með það markmið að hlutfallið á milli kynja verði að minnsta kosti 40/60. Núna er ég á fullu að undirbúa ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar, sem haldin verður 12. nóvember. Covid ástandið hefur reynt töluvert á lausnamiðaða hugsun og hefur verið ákveðið að færa ráðstefnuna alfarið yfir á stafrænt form og verður henni streymt af vefsíðu RÚV. Fyrirlesararnir eru ekki af verri endanum, en þar má m.a. nefna Þorstein Einarsson, kynjafræðing, sem heldur utan um verkefnið Karlmennskan, Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslu Íslands, Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra hjá Kjarnanum, Herdísi Pálu Pálsdóttur framkvæmdastjóra rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte og Þórönnu Jónsdóttur, stjórnendaráðgjafa. Þá verða Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Elíza Reid, forsetafrú með ávörp. Ég brenn fyrir jafnréttismálum og hef lengi viljað fá tækifæri til þess að láta til mín taka á þeim vettvangi. Árið 2020 hefur farið að miklu leyti í að kynna verkefnið og fá fleiri þátttakendur til að heita því að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar, en á þessu ári hefur þátttakendum fjölgað um helming, úr 57 upp í 110. Það geta öll fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög tekið þátt! Í ár munum við svo veita viðurkenningar til allra þeirra þátttakenda sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar, í að minnsta kosti 40/60.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Það er mjög umdeilt, að minnsta kosti í vinnunni, hvort ég sé skipulögð eða ekki. Nokkrir vinnufélagar vilja meina að ég sé það alls ekki, en ég vil meina að ég sé mjög skipulögð, en bara á minn óvenjulega hátt. Ég missi að minnsta kosti aldrei bolta og fæ ég mikið hrós frá mínum viðskiptavinum fyrir fagleg og nákvæm vinnubrögð. En á bak við tjöldin, það sem vinnufélagar mínir sjá, er að borðið mitt er oftar en ekki þakið blöðum sem tengjast verkefnum sem ég er að vinna að og ég er oftar en ekki hlaupandi á milli funda, viðtala og símtala. Skipulagt chaos gæti það kallast. Ég er alltaf með mörg verkefni í gangi í einu og hefur hvert þeirra oft ekki nema nokkurra vikna líftíma og keyrslan því hröð. Ég er alltaf með stóra A4 dagbók með mér og skrifa allt niður, allt sem ég þarf að klára hvern dag. Svo fer ég ekki heim fyrr en ég er búin að strika yfir allt. Svo er auðvitað Outlook dagbókin lífsnauðsynleg fyrir manneskju eins og mig.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er oftast komin upp í rúm fyrir ellefu, stilli þá vekjaraklukkur og legg frá mér símann, en ég hef þá reglu að kíkja helst ekki á hann eftir að ég er komin upp í. Ég legg mikið upp úr því að halda góðri rútínu og að ná að minnsta kosti sjö klukkustunda svefni.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Umdeilt hversu handlaginn forstjórinn er heima fyrir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann segir umdeilanlegt hversu handlaginn hann er heima fyrir en viðurkennir að vera mikill tækjakarl sem reddar sér með gúggli. 31. október 2020 10:00 „Maður er nú bara að reyna að komast í gegnum þetta Covid“ Í fyrra veiddust hvorki fleiri né færri en átta Maríulaxar í einni kvennaferð segir Lilja Bjarnadóttir kaupmaður í Levi's á Íslandi og formaður kvennanefndar SVFR. Þessar vikurnar fara helst í að koma rekstrinum í gegnum Covid. 24. október 2020 10:01 Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00 „Hunskastu framúr kona!“ og í samningaviðræðum við sjálfan sig Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera alveg agaleg á morgnana sem hefjast á samningaviðræðum við hana sjálfa. 10. október 2020 10:00 Stelpupabbi, skugginn Bósi, Sólheimar og mannauðsmálin Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Sigurjón segir fjölskylduna dvelja á Sólheimum flestar helgar. 3. október 2020 10:00 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Thelma Kristín Kvaran segir það umdeilt hvort hún sé skipulögð en reyndar sannfærð um það sjálf að hún sé það. Bara á sinn óvenjulega hátt. Í fimm ár hefur fjölskyldan vaknað fyrr á morgnana því þá lesa krakkarnir fyrir foreldrana. Thelma er mikil hundakona og oft strítt af vinum sem segja hana birta fleiri myndir af hundunum á Facebook en börnunum. Thelma starfar sem stjórnendaráðgjafi og sérfræðingur í ráðningum hjá Intellecta og er verkefnastjóri Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Flesta morgna vakna ég rétt rúmlega sjö en ef maðurinn minn er ekki á vakt þá græði ég um það bil hálftíma í viðbót því þá tekur hann að sér morgunrútínuna með börnunum. Um helgar er ég vöknuð um átta leytið. Ég get alveg ómögulega sofið út og finnst afar gott að geta haldið góðri rútínu.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þá daga sem maðurinn minn er ekki á vakt færir hann mér kaffibolla í rúmið. Í alvöru! Með kaffibollan í hönd kíki ég oftast á tölvupóstinn minn og dagatalið til að geta betur undirbúið mig fyrir verkefni dagsins. Að því loknu fer ég á fætur og vek börnin og kem þeim af stað að lesa. Við höfum í um fimm ár vaknað fyrr á morgnana til að láta börnin lesa í 20 mínútur, í stað þess að eiga það eftir í lok dags, þegar allir eru orðnir þreyttir og einbeitingin er búin. Það hefur gefist vel og vilja hvorki börnin né við sleppa þessu. Þetta er líka bara svolítið kósý, svona morgunstund með börnunum. Ég viðurkenni þó að ég á oft erfitt með að einbeita mér að því að hlusta á þau án þess að vera að gera neitt annað um leið og er ég því oft að mála mig eða slétta hárið á meðan.“ Hvort ertu hunda- eða kattarkona? „Ég er rosaleg hundakona! Ég á tvo hunda. Siberian Husky tík sem heitir Míra og Tíbet spaniel rakka sem heitir Tumi Þumall. Tumi missti mömmu sína þegar hann var innan við sólarhringsgamall og hitti það þannig á að Míra var með tvo nýfædda hvolpa á spena á sama tíma. Hún tók því Tuma og systkini hans að sér, þrátt fyrir rosalega mikinn stærðarmun. Tumi litli hefur því alltaf búið hér og er algjörlega sannfærður um að hann sé líka Husky, eins og hún. Vinir og vinnufélagar mínir gera alveg grín að því að ég set fleiri myndir af hundunum en börnunum inn á Facebook - og það er alveg rétt. Krakkarnir vilja vera úti að leika með vinunum, en hundarnir nenna með mér út og draga mig á línuskautum, hlaupahjóli eða hjóli út um allar trissur. Tumi er duglegur sleðahundur, þrátt fyrir að vera bara fimm kíló.“ Thelma segir vinnufélagana eitthvað efins um að hún sé skipulögð en segir sjálf að hún sé það. Bara á sinn óvenjulega hátt.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Hjá Intellecta sinni ég ráðningum sérfræðinga og stjórnenda og er með fjölmörg spennandi ráðningarverkefni í gangi núna. Hver dagur er pakkaður og hefur í raun aldrei verið eins mikið að gera hjá mér í ráðningunum eins og núna. Þó álagið sé mikið þessa stundina hefur mér alltaf tekist að halda gleðinni og hafa gaman af því sem ég er að gera og hef enn ekki upplifað dag þar sem ég nenni ekki að mæta í vinnuna. Starfið er mjög fjölbreytt og alveg rosalega gefandi. Samhliða öllu þessu er ég verkefnastjóri hjá Jafnvægisvog FKA, sem er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu. Markmið Jafnvægisvogarinnar er að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar í íslensku viðskiptalífi, með það markmið að hlutfallið á milli kynja verði að minnsta kosti 40/60. Núna er ég á fullu að undirbúa ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar, sem haldin verður 12. nóvember. Covid ástandið hefur reynt töluvert á lausnamiðaða hugsun og hefur verið ákveðið að færa ráðstefnuna alfarið yfir á stafrænt form og verður henni streymt af vefsíðu RÚV. Fyrirlesararnir eru ekki af verri endanum, en þar má m.a. nefna Þorstein Einarsson, kynjafræðing, sem heldur utan um verkefnið Karlmennskan, Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslu Íslands, Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra hjá Kjarnanum, Herdísi Pálu Pálsdóttur framkvæmdastjóra rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte og Þórönnu Jónsdóttur, stjórnendaráðgjafa. Þá verða Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Elíza Reid, forsetafrú með ávörp. Ég brenn fyrir jafnréttismálum og hef lengi viljað fá tækifæri til þess að láta til mín taka á þeim vettvangi. Árið 2020 hefur farið að miklu leyti í að kynna verkefnið og fá fleiri þátttakendur til að heita því að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar, en á þessu ári hefur þátttakendum fjölgað um helming, úr 57 upp í 110. Það geta öll fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög tekið þátt! Í ár munum við svo veita viðurkenningar til allra þeirra þátttakenda sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar, í að minnsta kosti 40/60.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Það er mjög umdeilt, að minnsta kosti í vinnunni, hvort ég sé skipulögð eða ekki. Nokkrir vinnufélagar vilja meina að ég sé það alls ekki, en ég vil meina að ég sé mjög skipulögð, en bara á minn óvenjulega hátt. Ég missi að minnsta kosti aldrei bolta og fæ ég mikið hrós frá mínum viðskiptavinum fyrir fagleg og nákvæm vinnubrögð. En á bak við tjöldin, það sem vinnufélagar mínir sjá, er að borðið mitt er oftar en ekki þakið blöðum sem tengjast verkefnum sem ég er að vinna að og ég er oftar en ekki hlaupandi á milli funda, viðtala og símtala. Skipulagt chaos gæti það kallast. Ég er alltaf með mörg verkefni í gangi í einu og hefur hvert þeirra oft ekki nema nokkurra vikna líftíma og keyrslan því hröð. Ég er alltaf með stóra A4 dagbók með mér og skrifa allt niður, allt sem ég þarf að klára hvern dag. Svo fer ég ekki heim fyrr en ég er búin að strika yfir allt. Svo er auðvitað Outlook dagbókin lífsnauðsynleg fyrir manneskju eins og mig.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er oftast komin upp í rúm fyrir ellefu, stilli þá vekjaraklukkur og legg frá mér símann, en ég hef þá reglu að kíkja helst ekki á hann eftir að ég er komin upp í. Ég legg mikið upp úr því að halda góðri rútínu og að ná að minnsta kosti sjö klukkustunda svefni.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Umdeilt hversu handlaginn forstjórinn er heima fyrir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann segir umdeilanlegt hversu handlaginn hann er heima fyrir en viðurkennir að vera mikill tækjakarl sem reddar sér með gúggli. 31. október 2020 10:00 „Maður er nú bara að reyna að komast í gegnum þetta Covid“ Í fyrra veiddust hvorki fleiri né færri en átta Maríulaxar í einni kvennaferð segir Lilja Bjarnadóttir kaupmaður í Levi's á Íslandi og formaður kvennanefndar SVFR. Þessar vikurnar fara helst í að koma rekstrinum í gegnum Covid. 24. október 2020 10:01 Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00 „Hunskastu framúr kona!“ og í samningaviðræðum við sjálfan sig Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera alveg agaleg á morgnana sem hefjast á samningaviðræðum við hana sjálfa. 10. október 2020 10:00 Stelpupabbi, skugginn Bósi, Sólheimar og mannauðsmálin Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Sigurjón segir fjölskylduna dvelja á Sólheimum flestar helgar. 3. október 2020 10:00 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Umdeilt hversu handlaginn forstjórinn er heima fyrir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann segir umdeilanlegt hversu handlaginn hann er heima fyrir en viðurkennir að vera mikill tækjakarl sem reddar sér með gúggli. 31. október 2020 10:00
„Maður er nú bara að reyna að komast í gegnum þetta Covid“ Í fyrra veiddust hvorki fleiri né færri en átta Maríulaxar í einni kvennaferð segir Lilja Bjarnadóttir kaupmaður í Levi's á Íslandi og formaður kvennanefndar SVFR. Þessar vikurnar fara helst í að koma rekstrinum í gegnum Covid. 24. október 2020 10:01
Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00
„Hunskastu framúr kona!“ og í samningaviðræðum við sjálfan sig Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera alveg agaleg á morgnana sem hefjast á samningaviðræðum við hana sjálfa. 10. október 2020 10:00
Stelpupabbi, skugginn Bósi, Sólheimar og mannauðsmálin Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Sigurjón segir fjölskylduna dvelja á Sólheimum flestar helgar. 3. október 2020 10:00