Villa skellti Arsenal á Emirates Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2020 21:10 Watkins fagnar öðru marki sínu í kvöld. Alastair Grant - Pool/Getty Images Aston Villa gerði sér lítið fyrir og skellti heitum Arsenal mönnum á Emirates í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 sigur Villa. Það voru liðnar rétt rúmlega 50 sekúndur er Aston Villa kom boltanum í netið. John McGinn skoraði en eftir skoðun í VARsjánni var dæmd rangstæða. Á 25. mínútu skoruðu gestirnir á ný og það mark fékk að standa. Eftir flotta spilamennsku og góða fyrirgjöf Matt Targett varð Bukayo Saka fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Jack Grealish in the Premier League this season: 7 games 4 goals 5 assistsSurely, Gareth? pic.twitter.com/KLeQp1NUb6— William Hill (@WilliamHill) November 8, 2020 Þannig stóðu leikar í hálfleik en á 72. mínútu tvöfaldaði Ollie Watkins forystuna. Ollie var ekki hættur því einungis þremur mínútum síðar bætti hann við þriðja markinu og lokatölur 3-0. Arsenal skellt niður á jörðina eftir sigurinn gegn Man. United um síðustu helgi en liðið er í ellefta sæti deildarinnar með tólf stig. Villa er í sjötta sætinu með fimmtán stig. Aston Villa have beaten last season's Premier League and FA Cup winners by an aggregate score of 10-2 this season (TEN!).Dean Smith's side is an absolute joy to watch. pic.twitter.com/BDcUeSecwz— Squawka Football (@Squawka) November 8, 2020 Enski boltinn
Aston Villa gerði sér lítið fyrir og skellti heitum Arsenal mönnum á Emirates í kvöld. Lokatölur urðu 3-0 sigur Villa. Það voru liðnar rétt rúmlega 50 sekúndur er Aston Villa kom boltanum í netið. John McGinn skoraði en eftir skoðun í VARsjánni var dæmd rangstæða. Á 25. mínútu skoruðu gestirnir á ný og það mark fékk að standa. Eftir flotta spilamennsku og góða fyrirgjöf Matt Targett varð Bukayo Saka fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Jack Grealish in the Premier League this season: 7 games 4 goals 5 assistsSurely, Gareth? pic.twitter.com/KLeQp1NUb6— William Hill (@WilliamHill) November 8, 2020 Þannig stóðu leikar í hálfleik en á 72. mínútu tvöfaldaði Ollie Watkins forystuna. Ollie var ekki hættur því einungis þremur mínútum síðar bætti hann við þriðja markinu og lokatölur 3-0. Arsenal skellt niður á jörðina eftir sigurinn gegn Man. United um síðustu helgi en liðið er í ellefta sæti deildarinnar með tólf stig. Villa er í sjötta sætinu með fimmtán stig. Aston Villa have beaten last season's Premier League and FA Cup winners by an aggregate score of 10-2 this season (TEN!).Dean Smith's side is an absolute joy to watch. pic.twitter.com/BDcUeSecwz— Squawka Football (@Squawka) November 8, 2020