Enski boltinn

Minntist á for­­seta­­kosningarnar í Banda­­ríkjunum á blaða­manna­fundi fyrir stór­leikinn gegn Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola og Íslandsvinurinn Phil Foden fagna sigri.
Guardiola og Íslandsvinurinn Phil Foden fagna sigri. Victoria Haydn/Manchester City

Það er stórleikur um helgina í enska boltanum er meistarar síðustu þriggja ára, Manchester City og Liverpool, mætast.

Flautað verður til leiks klukkan 16.30 á sunnudaginn en Liverpool er með sextán stig í öðru sætinu á meðan City er um miðja deild með ellefu stig.

City á þó leik til góða og Guardola var spurður út í bilið á blaðamannafundi fyrir leik helgarinnar.

Þar sagði Spánverjinn að tímabilið væri langt og strangt. Það yrði talið upp úr kössunum í lok leiktíðar, rétt eins og að niðurstaða kæmi í forsetningakosningarnar í Bandaríkjunum er búið væri að telja öll atkvæði.

Myndband af svari Guardiola má sjá hér að neðan en leikurinn á sunnudaginn verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×