Ánægður með þróun mála en telur ótímabært að slaka á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 12:09 þórólfur guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ánægður með þá þróun sem orðið hefur á daglegum tölum þeirra sem greinast með kórónuveiruna hér á landi undanfarna daga. Hann segir það gleðiefni að smituðum í samfélaginu fari fækkandi en telur ekki tímabært að huga að tilslökunum á samfélagslegum takmörkunum. Í dag greindust 25 með kórónuveiruna hér innanlands. Sjö dagar eru síðan yfir 30 greindust með veiruna hér á landi á einum og sama deginum. Það var föstudaginn 30. október, þegar 56 greindust. Þá hefur hlutfall þeirra sem voru í sóttkví við greiningu verið yfir 60% síðan 26. október. „Þetta hefur verið svona hægt og sígandi niður á við, get ég sagt, og sérstaklega þegar við erum að horfa á sjúklinga sem eru að greinast og eru utan sóttkvíar sem er okkar mælikvarði á samfélgaslegt smit. Þá er sú tala hægt og bítandi að fara niður á við og maður er bara ánægður með það. Ég held að við eigum öll að gleðjast yfir því að þetta er að fara í þá átt,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir að þetta þýði þó ekki að unnt sé að slaka á eða hætta samfélagslegum takmörkunum. Kveða verði faraldurinn niður almennilega, áður en sigri er hrósað. Vill sjá samfélagsleg smit fara alla leið niður Þórólfur segist sjálfur vilja sjá draga enn frekar úr samfélagslegum smitum, sem dreifast víða um land, áður en hugað verður að afléttingu takmarkana sem nú eru í gildi. „Þá getum við farið að huga að því aðeins hvort við getum farið í einhverjar tilslakanir. Eins og ég hef sagt margoft áður held ég að við þurfum að fara mjög hægt í það, ég held að við þurfum líka að skoða líka í því ljósi hvað er að gerast í nálægum löndum, bæði á Norðurlöndum og í Evrópu. Þar eru menn alls staðar að herða tökin og jafnvel komin útgöngubönn á ýmsum stöðum. Við þurfum aðeins að nýta okkar eigin reynslu hér innanlands og líka sjá hvað aðrir eru að gera, þá þurfum við bara að fara mjög hægt í þetta.“ Hann segir þá ekki liggja fyrir hvernig afléttingu takmarkana verður háttað, þegar að þeim kemur. „Það er ljóst að ný reglugerð þarf að koma til, varðandi innanlandsaðgerðir, núna 18. nóvember, sem er bara eftir rúma vikur. Ég held að við þurfum bara að sjá hvað gerist núna yfir helgina og í byrjun næstu viku áður en ég fer að koma með nýja minnispunkta. Það er ýmislegt sem maður er að velta fyrir sér, en ekkert endanlegt,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu og fimm greindust innanlands Tuttugu og fimm manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Það er fjölgun frá því í gær, þegar nítján greindust smitaðir. 7. nóvember 2020 10:57 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ánægður með þá þróun sem orðið hefur á daglegum tölum þeirra sem greinast með kórónuveiruna hér á landi undanfarna daga. Hann segir það gleðiefni að smituðum í samfélaginu fari fækkandi en telur ekki tímabært að huga að tilslökunum á samfélagslegum takmörkunum. Í dag greindust 25 með kórónuveiruna hér innanlands. Sjö dagar eru síðan yfir 30 greindust með veiruna hér á landi á einum og sama deginum. Það var föstudaginn 30. október, þegar 56 greindust. Þá hefur hlutfall þeirra sem voru í sóttkví við greiningu verið yfir 60% síðan 26. október. „Þetta hefur verið svona hægt og sígandi niður á við, get ég sagt, og sérstaklega þegar við erum að horfa á sjúklinga sem eru að greinast og eru utan sóttkvíar sem er okkar mælikvarði á samfélgaslegt smit. Þá er sú tala hægt og bítandi að fara niður á við og maður er bara ánægður með það. Ég held að við eigum öll að gleðjast yfir því að þetta er að fara í þá átt,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir að þetta þýði þó ekki að unnt sé að slaka á eða hætta samfélagslegum takmörkunum. Kveða verði faraldurinn niður almennilega, áður en sigri er hrósað. Vill sjá samfélagsleg smit fara alla leið niður Þórólfur segist sjálfur vilja sjá draga enn frekar úr samfélagslegum smitum, sem dreifast víða um land, áður en hugað verður að afléttingu takmarkana sem nú eru í gildi. „Þá getum við farið að huga að því aðeins hvort við getum farið í einhverjar tilslakanir. Eins og ég hef sagt margoft áður held ég að við þurfum að fara mjög hægt í það, ég held að við þurfum líka að skoða líka í því ljósi hvað er að gerast í nálægum löndum, bæði á Norðurlöndum og í Evrópu. Þar eru menn alls staðar að herða tökin og jafnvel komin útgöngubönn á ýmsum stöðum. Við þurfum aðeins að nýta okkar eigin reynslu hér innanlands og líka sjá hvað aðrir eru að gera, þá þurfum við bara að fara mjög hægt í þetta.“ Hann segir þá ekki liggja fyrir hvernig afléttingu takmarkana verður háttað, þegar að þeim kemur. „Það er ljóst að ný reglugerð þarf að koma til, varðandi innanlandsaðgerðir, núna 18. nóvember, sem er bara eftir rúma vikur. Ég held að við þurfum bara að sjá hvað gerist núna yfir helgina og í byrjun næstu viku áður en ég fer að koma með nýja minnispunkta. Það er ýmislegt sem maður er að velta fyrir sér, en ekkert endanlegt,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu og fimm greindust innanlands Tuttugu og fimm manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Það er fjölgun frá því í gær, þegar nítján greindust smitaðir. 7. nóvember 2020 10:57 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Sjá meira
Tuttugu og fimm greindust innanlands Tuttugu og fimm manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Það er fjölgun frá því í gær, þegar nítján greindust smitaðir. 7. nóvember 2020 10:57