Enski boltinn

„Nýr stjóri? Hvað með nýja stjórn?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær var létt eftir sigurinn í dag.
Solskjær var létt eftir sigurinn í dag. Clive Brunskill/Getty Images

Patrice Evra, fyrrum varnarmaður Manchester United, kemur Ole Gunnar Solskjær, stjóra félagsins, til varnar og segir að það ætti frekar að skipta stjórninni út heldur en stjóranum.

Ole Gunnar hefur verið undir pressu undanfarna daga. United tapaði um síðustu helgi gegn Arsenal og svo í miðri viku gegn Istanbul Basaksehir í Meistaradeildinni.

Solskjær bjargaði þó starfinu, að einhverja manna mati, með sigrinum gegn Everton um helgina en United vann 3-1. Evra setur spurningarmerki við stjórnina og þeirra innkaup.

„Nýr stjóri? Hvað með nýja stjórn?“ setti Evra á samfélagsmiðla áður en hann setti spurningarmerki við innkaup félagsins.

„Við erum að tala um Van de Beek. Ég hef ekkert á móti honum en afhverju keyptum við hann? Hann er alltaf að horfa á leikina úr stúkunni. Við þurfum hann ekki og það er sannleikurinn,“ bætti Evra við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×