Enski boltinn

Guardiola: Sterling einn sá besti sem ég hef þjálfað

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ræða málin
Ræða málin vísir/Getty

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir Raheem Sterling vera nánast ómissandi fyrir lið sitt þessa stundina og má ætla að hann verði í aðalhlutverki þegar Man City mætir Liverpool í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

„Það mun koma að því að hann fær hvíld en hann er svo mikilvægur fyrir okkur og því getum við ekki tekið hann úr liðinu. Hann er stórkostlegur leikmaður.“

„Hann er frábærlega á sig kominn líkamlega og þess vegna getur hann spilað allar mínútur. Hann er einn besti leikmaður sem ég hef þjálfað á mínum ferli,“ segir Guardiola.

Man City keypti Sterling af Liverpool árið 2015, tvítugan að aldri, og hefur hann tekið stórstígum framförum á hverju ári síðan þá að mati Guardiola.

„Sterling er betri leikmaður í dag en þegar hann kom hingað. Ég held að hann verði orðinn enn betri leikmaður eftir þrjú, fjögur ár. Hann hefur gott hugarfar og er alltaf að bæta sig.“

„Getur hann orðið einn besti leikmaður heims með þessu áframhaldi? Mitt ráð til hans er að hugsa ekki um það. Það er fáránlegt að pæla í því. Hann á bara að njóta lífsins, vera einbeittur og þá mun hann blómstra,“ segir Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×