Enski boltinn

Trent dregur sig úr enska hópnum fyrir leikinn gegn Íslandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Trent liggur eftir í dag.
Trent liggur eftir í dag. Shaun Botterill/Getty Images

Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, mun draga sig út úr enska landsliðinu vegna meiðsla sem hann hlaut í stórleiknum gegn Manchester City í dag.

Trent fór af velli í síðari hálfleik vegna kálfameiðsla og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði eftir leikinn að Trent myndi á morgun fara í nánari skoðun.

Meiðslin myndu þó halda Trent frá landsleikjunum í komandi vikum en England mætir Írlandi, Belgíu og Íslandi í landsleikjunum sem eru framundan.

Trent fór af velli eftir 63. mínútur í 1-1 jafnteflinu í dag en James Milner kom inn í hans stað. Óvíst er hvort að Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, kalli á annan leikmann í stað Trent.

Reece James, hægri bakvörður Chelsea, gæti komið til greina en hann gæti þá bara spilað vináttulandsleikinn gegn Írlandi því hann er í banni í Þjóðadeildinni gegn Belgíu og Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×