Leggur það líklega til að tvöföld skimun á landamærum verði skylda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 08:00 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun sennilega leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember. Farþegar geta valið um að fara annað hvort í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins eða fara í skimun þegar þeir lenda, fara svo í fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Þórólfur sagði áhættuna á landamærunum felast í því að fólk velji fjórtán daga sóttkví en ætli sér ekki að virða hana. „Það hafa verið brögð að því og landamæraverðir hafa talað um að það sé í mörgum tilfellum erfitt að fá fólk til þess að fara í þessa tvöföldu skimun. Fólk sé kannski að velja fjórtán daga sóttkví og það sé kannski nokkuð ljóst að fólk ætli ekki að halda þessa fjórtán daga sóttkví. Í því felst áhættan, sérstaklega þegar við erum kannski að fá vélar þar sem það eru tíu til tuttugu prósent farþega eru smitaðir,“ sagði Þórólfur. Þá væri hættan sú að nýir veirustofnar kæmu inn í landi. „Það er það sem ég hef verið að tala um. Ég hef lagt á það áherslu og mun leggja það til sennilega við ráðherra hvort við getum ekki reynt að skylda alla til þess að fara í tvöfalda skimun út af þessu,“ sagði Þórólfur. Spurður út í stöðuna á faraldrinum nú kvaðst Þórólfur ekki vera búinn að fá endanlegar tölur yfir fjölda þeirra sem greindust smitaðir í gær. „En staðan hefur náttúrulega verið þannig að undanfarið að þetta er að síga hægt og bítandi niður. Það er bara ánægjulegt.“ Núverandi samkomutakmarkanir gilda til næsta þriðjudags, 17. nóvember. Þórólfur sagði of snemmt að tala um hvað hann leggi til fyrir þann tíma en benti á að hlutirnir gerðust hægt. Þótt fjöldi nýgreindra væri að fara niður þá hefðu ansi margir aldraðir sem smitast undanfarið sem í flestum tilfellum mætti rekja til hópsýkingar sem kom upp á Landakoti í október. „Við höfum verið að sjá alvarlegar afleiðingar af því undanfarna daga og erum kannski ekki alveg búin að bíta úr nálinni með það ennþá,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun sennilega leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að tvöföld skimun á landamærunum fyrir kórónuveirunni verði gerð að skyldu fyrir alla farþega en ekki vali líkt og nú er. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember. Farþegar geta valið um að fara annað hvort í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins eða fara í skimun þegar þeir lenda, fara svo í fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Þórólfur sagði áhættuna á landamærunum felast í því að fólk velji fjórtán daga sóttkví en ætli sér ekki að virða hana. „Það hafa verið brögð að því og landamæraverðir hafa talað um að það sé í mörgum tilfellum erfitt að fá fólk til þess að fara í þessa tvöföldu skimun. Fólk sé kannski að velja fjórtán daga sóttkví og það sé kannski nokkuð ljóst að fólk ætli ekki að halda þessa fjórtán daga sóttkví. Í því felst áhættan, sérstaklega þegar við erum kannski að fá vélar þar sem það eru tíu til tuttugu prósent farþega eru smitaðir,“ sagði Þórólfur. Þá væri hættan sú að nýir veirustofnar kæmu inn í landi. „Það er það sem ég hef verið að tala um. Ég hef lagt á það áherslu og mun leggja það til sennilega við ráðherra hvort við getum ekki reynt að skylda alla til þess að fara í tvöfalda skimun út af þessu,“ sagði Þórólfur. Spurður út í stöðuna á faraldrinum nú kvaðst Þórólfur ekki vera búinn að fá endanlegar tölur yfir fjölda þeirra sem greindust smitaðir í gær. „En staðan hefur náttúrulega verið þannig að undanfarið að þetta er að síga hægt og bítandi niður. Það er bara ánægjulegt.“ Núverandi samkomutakmarkanir gilda til næsta þriðjudags, 17. nóvember. Þórólfur sagði of snemmt að tala um hvað hann leggi til fyrir þann tíma en benti á að hlutirnir gerðust hægt. Þótt fjöldi nýgreindra væri að fara niður þá hefðu ansi margir aldraðir sem smitast undanfarið sem í flestum tilfellum mætti rekja til hópsýkingar sem kom upp á Landakoti í október. „Við höfum verið að sjá alvarlegar afleiðingar af því undanfarna daga og erum kannski ekki alveg búin að bíta úr nálinni með það ennþá,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira