Litakóðakerfið vegna veirunnar tekur á sig mynd Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2020 07:01 Grár litur mun tákna „nýja normið“, gulur litur fela í sér að fólk „verði á verði“, appelsínugulur „aukna áhættu“ og rauði liturinn „mikla áhættu“. Landsmenn munu brátt venja sig á gular, appelsínugular og rauðar viðvaranir frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Er ætlunin að notast við litakóðana fyrir landið í heild, landsvæði og jafnvel einstök sveitarfélög eða stofnanir innan sveitarfélaga. Lokadrög nýs litakóðakerfis verður til umræðu á sérstökum vinnufundi almannavarna og sóttvarnalæknis í dag, samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni K. Jóhannssyni, samskiptstjóra almannavarna. Á upplýsingafundum almannavarna, bæði í ágúst og september, var minnst á að unnið væri að smíði kerfisins þar sem horft væri til Veðurstofunnar og því viðvaranakerfi sem þar er. Grár litur mun tákna „nýja normið“, gulur litur fela í sér að fólk „verði á verði“, appelsínugulur „aukna áhættu“ og rauði liturinn „mikla áhættu“. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að innleiðingarferlið sé hafið.Vísir/Vilhelm Ætlað að auka fyrirsjáanleika Í skýrslunni, sem Vísir hefur undir höndum, segir að markmið vinnuhópsins með skýrslunni sé að leggja drög að innlendu viðvörunarkerfi í tengslum við Covid-19. Sé því ætlað að auka fyrirsjáanleika til lengri tíma varðandi þær aðgerðir sem grípa þurfi til í baráttunni við faraldurinn og lágmarka þannig heildarskaðann sem hann valdi í íslensku samfélagi. „Einn þáttur viðvörunarkerfisins byggir á að höfða til samfélagsins í heild og ábyrgðar einstaklinga, enda er árangur af sóttvörnum að stórum hluta bundinn hegðun þeirra. Í ljósi þeirrar miklu uppfræðslu sem átt hefur sér stað á umliðnum mánuðum, bæði um almennt eðli smitvarna og eiginleika COVID-19 sjúkdómsins, má ætla að íbúar landsins séu að jafnaði ágætlega búnir undir að beita góðri dómgreind á þessu sviði, rétt eins og þegar kemur að viðbragði við illviðri eða annarri náttúruvá,“ segir í skýrslunni. Litakóðakerfinu er ekki ætlað að vera með beina tengingu við almannavarnastig – það er óvissustig, hættustig og neyðarstig – og munu viðbragðsaðilar áfram vinna eftir því. Litakóðakerfinu verði komið á fyrir almenning, enda mikilvægt „að geta tjáð breytingar á aðstæðum með kerfi sem sameiginlegur skilningur ríkir um og almenningur getur túlkað inn í eigin aðstæður,“ líkt og segir í skýrslunni. Grár litur – „nýja normið“ Samkvæmt litakóðakerfinu verður notast við gráan lit til að tákna hinn nýja veruleika – „nýja normið“ eins og það er kallað í skýrslunni. Merkir það að „lifa með Covid-19“, en á því stigi þarf þó að grípa til hertra ráðstafana í samfélaginu, hvorki einstaklingsbundið né samfélagslega. Almenningur þurfi þó áfram að huga sérstaklega að sóttvörnum, hreinlæti og fara með gát í samskiptum við ótengda og ókunnuga. Vinnuhópurinn telur ekki rétt að notast við grænan lit í lægsta áhættustigi, enda sýni reynslan frá Noregi, þar sem notast var við grænan lit, að almenningur hafi tekið því sem afturhvarfi til fyrri veruleika og fólk ekki haft nægan vara á sér. „Ef viðvörunarstig er hækkað, t.d. úr gráu í gult þá ríkir aukin áhætta. Því fylgja leiðbeiningar um frekari varkárni almennings. Gert er ráð fyrir að stofnanir og fyrirtæki vinni sínar eigin leiðbeiningar og útfærslur innan ramma kerfisins og gæti meðalhófs í viðbrögðum. Litakóðana má nota fyrir landið í heild, landsvæði og jafnvel sveitarfélög og stofnanir innan sveitarfélaga. Þannig getur t.d. ákveðið landsvæði starfað á rauðu um tíma vegna útbreiddra smita á meðan aðrir landshlutar eru í vægari lit. Það sama getur átt við skóla eða stofnun innan landsvæðis, þ.e. skóli verið á appelsínugulu þrátt fyrir a svæðið sé annars á gulum, en stofnun getur ekki verið á vægari lit en svæðið sem hún starfar á,“ segir í skýrslunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Litakóðarnir kynntir innan tveggja vikna Yfirvöld hafa hafið innleiðingarferli við að koma á sérstöku litakóðakerfi sem ætlað er að gefa upplýsingar um hættuna vegna kórónuveirunnar á hverjum tíma. Er þar horft til litakóða sem eigi að gefa til kynna hættustig. 21. október 2020 13:47 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Landsmenn munu brátt venja sig á gular, appelsínugular og rauðar viðvaranir frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Er ætlunin að notast við litakóðana fyrir landið í heild, landsvæði og jafnvel einstök sveitarfélög eða stofnanir innan sveitarfélaga. Lokadrög nýs litakóðakerfis verður til umræðu á sérstökum vinnufundi almannavarna og sóttvarnalæknis í dag, samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni K. Jóhannssyni, samskiptstjóra almannavarna. Á upplýsingafundum almannavarna, bæði í ágúst og september, var minnst á að unnið væri að smíði kerfisins þar sem horft væri til Veðurstofunnar og því viðvaranakerfi sem þar er. Grár litur mun tákna „nýja normið“, gulur litur fela í sér að fólk „verði á verði“, appelsínugulur „aukna áhættu“ og rauði liturinn „mikla áhættu“. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að innleiðingarferlið sé hafið.Vísir/Vilhelm Ætlað að auka fyrirsjáanleika Í skýrslunni, sem Vísir hefur undir höndum, segir að markmið vinnuhópsins með skýrslunni sé að leggja drög að innlendu viðvörunarkerfi í tengslum við Covid-19. Sé því ætlað að auka fyrirsjáanleika til lengri tíma varðandi þær aðgerðir sem grípa þurfi til í baráttunni við faraldurinn og lágmarka þannig heildarskaðann sem hann valdi í íslensku samfélagi. „Einn þáttur viðvörunarkerfisins byggir á að höfða til samfélagsins í heild og ábyrgðar einstaklinga, enda er árangur af sóttvörnum að stórum hluta bundinn hegðun þeirra. Í ljósi þeirrar miklu uppfræðslu sem átt hefur sér stað á umliðnum mánuðum, bæði um almennt eðli smitvarna og eiginleika COVID-19 sjúkdómsins, má ætla að íbúar landsins séu að jafnaði ágætlega búnir undir að beita góðri dómgreind á þessu sviði, rétt eins og þegar kemur að viðbragði við illviðri eða annarri náttúruvá,“ segir í skýrslunni. Litakóðakerfinu er ekki ætlað að vera með beina tengingu við almannavarnastig – það er óvissustig, hættustig og neyðarstig – og munu viðbragðsaðilar áfram vinna eftir því. Litakóðakerfinu verði komið á fyrir almenning, enda mikilvægt „að geta tjáð breytingar á aðstæðum með kerfi sem sameiginlegur skilningur ríkir um og almenningur getur túlkað inn í eigin aðstæður,“ líkt og segir í skýrslunni. Grár litur – „nýja normið“ Samkvæmt litakóðakerfinu verður notast við gráan lit til að tákna hinn nýja veruleika – „nýja normið“ eins og það er kallað í skýrslunni. Merkir það að „lifa með Covid-19“, en á því stigi þarf þó að grípa til hertra ráðstafana í samfélaginu, hvorki einstaklingsbundið né samfélagslega. Almenningur þurfi þó áfram að huga sérstaklega að sóttvörnum, hreinlæti og fara með gát í samskiptum við ótengda og ókunnuga. Vinnuhópurinn telur ekki rétt að notast við grænan lit í lægsta áhættustigi, enda sýni reynslan frá Noregi, þar sem notast var við grænan lit, að almenningur hafi tekið því sem afturhvarfi til fyrri veruleika og fólk ekki haft nægan vara á sér. „Ef viðvörunarstig er hækkað, t.d. úr gráu í gult þá ríkir aukin áhætta. Því fylgja leiðbeiningar um frekari varkárni almennings. Gert er ráð fyrir að stofnanir og fyrirtæki vinni sínar eigin leiðbeiningar og útfærslur innan ramma kerfisins og gæti meðalhófs í viðbrögðum. Litakóðana má nota fyrir landið í heild, landsvæði og jafnvel sveitarfélög og stofnanir innan sveitarfélaga. Þannig getur t.d. ákveðið landsvæði starfað á rauðu um tíma vegna útbreiddra smita á meðan aðrir landshlutar eru í vægari lit. Það sama getur átt við skóla eða stofnun innan landsvæðis, þ.e. skóli verið á appelsínugulu þrátt fyrir a svæðið sé annars á gulum, en stofnun getur ekki verið á vægari lit en svæðið sem hún starfar á,“ segir í skýrslunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Litakóðarnir kynntir innan tveggja vikna Yfirvöld hafa hafið innleiðingarferli við að koma á sérstöku litakóðakerfi sem ætlað er að gefa upplýsingar um hættuna vegna kórónuveirunnar á hverjum tíma. Er þar horft til litakóða sem eigi að gefa til kynna hættustig. 21. október 2020 13:47 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Litakóðarnir kynntir innan tveggja vikna Yfirvöld hafa hafið innleiðingarferli við að koma á sérstöku litakóðakerfi sem ætlað er að gefa upplýsingar um hættuna vegna kórónuveirunnar á hverjum tíma. Er þar horft til litakóða sem eigi að gefa til kynna hættustig. 21. október 2020 13:47