Segja Fernandes hafa hellt sér yfir vansvefta Greenwood Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2020 11:00 Bruno Fernandes og Mason Greenwood hita upp fyrir leik með Manchester United. Getty/Matthew Peters Áhyggjur eru af því innan raða Manchester United að sóknarmaðurinn ungi Mason Greenwood leggi sig ekki nógu mikið fram á æfingum liðsins. Bruno Fernandes mun hafa látið hann heyra það á föstudaginn. Greenwood var óvænt ekki í leikmannahópi United þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Talið var að hann yrði jafnvel í byrjunarliðinu eftir að hafa aðeins spilað í 15 mínútur í Meistaradeildarleik þremur dögum fyrr. Ole Gunnar Solskjær sagði að Greenwood hefði ekki verið með gegn Everton vegna þess að hann hefði verið veikur. Samkvæmt enska blaðinu The Times var ástæðan hins vegar slök frammistaða táningsins á æfingu. Neikvæðar fréttir eftir Íslandsför Greenwood var samkvæmt The Times svo slakur á æfingu síðasta föstudag að á endanum hellti Bruno Fernandes sér yfir hann fyrir framan alla á æfingasvæðinu. Greenwood mun hafa fengið viðvörun í október eftir að hafa mætt of seint á æfingu, og hann hefur einnig átt í vandræðum utan vallar eins og Íslendingar muna sjálfsagt. Greenwood og Phil Foden brutu sóttvarnalög á Íslandi í ferð með enska landsliðinu, þegar þeir hittu íslenskar stelpur á hóteli sínu í september. Í sama mánuði birtust myndir af Greenwood að neyta hláturgass. Mason Greenwood á ferðinni gegn Íslandi í september. Hann var sendur beint heim frá Íslandi eftir að upp komst um brot hans á sóttvarnalögum.VÍSIR/GETTY Greenwood er ekki í enska landsliðshópnum sem leikur þrjá leiki á komandi dögum, þar á meðal gegn Íslandi 18. nóvember. Óvissa er reyndar um þann leik þar sem að sóttvarnalög í Bretlandi koma í veg fyrir að íslenska liðið geti ferðast frá Danmörku til Englands í leikinn. Solskjær er í Daily Mail sagður vonast til að geta komið Greenwood í rétta gírinn á Carrington æfingasvæðinu. Hjá félaginu hafi menn hins vegar áhyggjur af líferni þessa 19 ára gamla leikmanns, sérstaklega af því að hann sofi ekki nægilega mikið. Greenwood kom við sögu í 31 deildarleik á síðustu leiktíð sem var hans fyrsta alvöru leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði 10 mörk í þessum leikjum og stimplaði sig rækilega inn, eftir að hafa verið United-maður frá 6 ára aldri. Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Áhyggjur eru af því innan raða Manchester United að sóknarmaðurinn ungi Mason Greenwood leggi sig ekki nógu mikið fram á æfingum liðsins. Bruno Fernandes mun hafa látið hann heyra það á föstudaginn. Greenwood var óvænt ekki í leikmannahópi United þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Talið var að hann yrði jafnvel í byrjunarliðinu eftir að hafa aðeins spilað í 15 mínútur í Meistaradeildarleik þremur dögum fyrr. Ole Gunnar Solskjær sagði að Greenwood hefði ekki verið með gegn Everton vegna þess að hann hefði verið veikur. Samkvæmt enska blaðinu The Times var ástæðan hins vegar slök frammistaða táningsins á æfingu. Neikvæðar fréttir eftir Íslandsför Greenwood var samkvæmt The Times svo slakur á æfingu síðasta föstudag að á endanum hellti Bruno Fernandes sér yfir hann fyrir framan alla á æfingasvæðinu. Greenwood mun hafa fengið viðvörun í október eftir að hafa mætt of seint á æfingu, og hann hefur einnig átt í vandræðum utan vallar eins og Íslendingar muna sjálfsagt. Greenwood og Phil Foden brutu sóttvarnalög á Íslandi í ferð með enska landsliðinu, þegar þeir hittu íslenskar stelpur á hóteli sínu í september. Í sama mánuði birtust myndir af Greenwood að neyta hláturgass. Mason Greenwood á ferðinni gegn Íslandi í september. Hann var sendur beint heim frá Íslandi eftir að upp komst um brot hans á sóttvarnalögum.VÍSIR/GETTY Greenwood er ekki í enska landsliðshópnum sem leikur þrjá leiki á komandi dögum, þar á meðal gegn Íslandi 18. nóvember. Óvissa er reyndar um þann leik þar sem að sóttvarnalög í Bretlandi koma í veg fyrir að íslenska liðið geti ferðast frá Danmörku til Englands í leikinn. Solskjær er í Daily Mail sagður vonast til að geta komið Greenwood í rétta gírinn á Carrington æfingasvæðinu. Hjá félaginu hafi menn hins vegar áhyggjur af líferni þessa 19 ára gamla leikmanns, sérstaklega af því að hann sofi ekki nægilega mikið. Greenwood kom við sögu í 31 deildarleik á síðustu leiktíð sem var hans fyrsta alvöru leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði 10 mörk í þessum leikjum og stimplaði sig rækilega inn, eftir að hafa verið United-maður frá 6 ára aldri.
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira