Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 09:00 Félagarnir Donald Trump Bandaríkjaforseti og William Barr dómsmálaráðherra. Getty/Oliver Contreras-Pool William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. Heimildin er gefin út þrátt fyrir skort á sönnunargögnum um meint kosningasvik auk þess sem hefð hefur skapast fyrir því í Bandaríkjunum að hefja ekki rannsókn á meintu kosningasvindli fyrr en niðurstöður kosninga liggja endanlega fyrir. Niðurstöður bandarísku forsetakosninganna sem fram fóru fyrir viku síðan liggja ekki endanlega fyrir en fjölmiðlar og greinendur hafa lýst Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, sigurvegara þar sem hann hefur forskot í tilteknum lykilríkjum, meðal annars í Pennsylvaníu. Trump hefur ekki viðurkennt ósigur. Hann heldur því fram, án sannana, að Demókratar hafi svindlað í kosningunum, meðal annars með því að eiga við talningu atkvæða, og þannig tryggt sér sigurinn. Baráttan rétt að byrja Lögfræðiteymi Trumps hefur höfðað mál vegna framkvæmdar kosninganna í nokkrum ríkjum og hyggst láta reyna á lögmæti niðurstöðunnar fyrir rétti. Keyleigh McEnany, talskona Trumps, sagði í gær að baráttan væri rétt að byrja. Þá segir Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, Trump hafa fullan rétt á því að setja spurningarmerki við niðurstöður kosninganna. Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Samtökum ríkja í Norður- og Suður-Ameríku (OAS) sem höfðu eftirlit með framkvæmd kosninganna í síðustu viku segjast aftur á móti engar sannanir hafa fundið fyrir því að kosningasvik hafi átt sér stað. Kosningarnar hafi að mestu leyti farið friðsamlega fram. Bendir ekki á nein sérstök dæmi um hugsanlegt svindl Fjallað er um ákvörðun Barr um að heimila rannsóknir á meintu kosningasvindli á vef AP en fréttastofan komst yfir minnisblað sem ráðherrann sendi ríkissaksóknurum í Bandaríkjunum í gær. Í minnisblaðinu skrifar Barr að rannsókn megi fara fram ef fyrir hendi séu skýrar og að því er virðist trúverðugar ásakanir um að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað, sem geti mögulega, ef satt reynist, haft áhrif á úrslit kosninganna í því tiltekna ríki. Þá segir Barr að fresta skuli athugunum á ásökunum sem augljóslega hafi ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna þar til eftir að niðurstöðurnar liggi endanlega fyrir. Í minnisblaðinu bendir Barr ekki á nein sérstök dæmi um meint svindl í kosningunum. Hann segir að það sé mikilvægt að bregðast við trúverðugum ásökunum í tæka tíð og með áhrifaríkum hætti. Á sama tíma sé þó einnig mikilvægt að starfsmenn dómsmálaráðuneytisins gæti fyllstu varúðar og algjörrar sanngirni og hlutleysis. Hætti sem aðalsaksóknari kosningaglæpa Eftir að Barr sendi minnisblaðið barst starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins tölvupóstur frá Richard Pilger, aðalsaksóknara ráðuneytisins í kosningaglæpum. Í tölvupóstinum, sem New York Times hefur undir höndum, greindi hann frá því að hann hefði sagt upp starfi sínu sem aðalsaksóknari. Í ljósi nýrrar stefnu ráðuneytisins og þeirra afleiðinga sem hún gæti haft sæi hann sér ekki lengur fært að stjórna rannsóknarteymi kosningaglæpa. Í frétt AP segir að talið sé að Pilger verði þó áfram saksóknari í glæpadeild ráðuneytisins. Ríki hafa til 8. desember til þess að leysa úr hvers konar deilur sem kunna að koma upp vegna kosninganna, þar með talið málsóknum. Kjörmennirnir 538 hittast svo þann 14. desember og kjósa um forseta. Til að tryggja sér sigur í því kjöri þarf atkvæði að minnsta kosti 270 kjörmanna sem talið er að Biden hafi nú þegar tryggt sér. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. Heimildin er gefin út þrátt fyrir skort á sönnunargögnum um meint kosningasvik auk þess sem hefð hefur skapast fyrir því í Bandaríkjunum að hefja ekki rannsókn á meintu kosningasvindli fyrr en niðurstöður kosninga liggja endanlega fyrir. Niðurstöður bandarísku forsetakosninganna sem fram fóru fyrir viku síðan liggja ekki endanlega fyrir en fjölmiðlar og greinendur hafa lýst Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, sigurvegara þar sem hann hefur forskot í tilteknum lykilríkjum, meðal annars í Pennsylvaníu. Trump hefur ekki viðurkennt ósigur. Hann heldur því fram, án sannana, að Demókratar hafi svindlað í kosningunum, meðal annars með því að eiga við talningu atkvæða, og þannig tryggt sér sigurinn. Baráttan rétt að byrja Lögfræðiteymi Trumps hefur höfðað mál vegna framkvæmdar kosninganna í nokkrum ríkjum og hyggst láta reyna á lögmæti niðurstöðunnar fyrir rétti. Keyleigh McEnany, talskona Trumps, sagði í gær að baráttan væri rétt að byrja. Þá segir Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, Trump hafa fullan rétt á því að setja spurningarmerki við niðurstöður kosninganna. Alþjóðlegir eftirlitsmenn frá Samtökum ríkja í Norður- og Suður-Ameríku (OAS) sem höfðu eftirlit með framkvæmd kosninganna í síðustu viku segjast aftur á móti engar sannanir hafa fundið fyrir því að kosningasvik hafi átt sér stað. Kosningarnar hafi að mestu leyti farið friðsamlega fram. Bendir ekki á nein sérstök dæmi um hugsanlegt svindl Fjallað er um ákvörðun Barr um að heimila rannsóknir á meintu kosningasvindli á vef AP en fréttastofan komst yfir minnisblað sem ráðherrann sendi ríkissaksóknurum í Bandaríkjunum í gær. Í minnisblaðinu skrifar Barr að rannsókn megi fara fram ef fyrir hendi séu skýrar og að því er virðist trúverðugar ásakanir um að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað, sem geti mögulega, ef satt reynist, haft áhrif á úrslit kosninganna í því tiltekna ríki. Þá segir Barr að fresta skuli athugunum á ásökunum sem augljóslega hafi ekki áhrif á niðurstöðu kosninganna þar til eftir að niðurstöðurnar liggi endanlega fyrir. Í minnisblaðinu bendir Barr ekki á nein sérstök dæmi um meint svindl í kosningunum. Hann segir að það sé mikilvægt að bregðast við trúverðugum ásökunum í tæka tíð og með áhrifaríkum hætti. Á sama tíma sé þó einnig mikilvægt að starfsmenn dómsmálaráðuneytisins gæti fyllstu varúðar og algjörrar sanngirni og hlutleysis. Hætti sem aðalsaksóknari kosningaglæpa Eftir að Barr sendi minnisblaðið barst starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins tölvupóstur frá Richard Pilger, aðalsaksóknara ráðuneytisins í kosningaglæpum. Í tölvupóstinum, sem New York Times hefur undir höndum, greindi hann frá því að hann hefði sagt upp starfi sínu sem aðalsaksóknari. Í ljósi nýrrar stefnu ráðuneytisins og þeirra afleiðinga sem hún gæti haft sæi hann sér ekki lengur fært að stjórna rannsóknarteymi kosningaglæpa. Í frétt AP segir að talið sé að Pilger verði þó áfram saksóknari í glæpadeild ráðuneytisins. Ríki hafa til 8. desember til þess að leysa úr hvers konar deilur sem kunna að koma upp vegna kosninganna, þar með talið málsóknum. Kjörmennirnir 538 hittast svo þann 14. desember og kjósa um forseta. Til að tryggja sér sigur í því kjöri þarf atkvæði að minnsta kosti 270 kjörmanna sem talið er að Biden hafi nú þegar tryggt sér.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira