Barátta Spears og föður hennar fyrir dómara í dag Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2020 09:08 Britney Spears á sviði í Las Vegas árið 2020. AP/Steve Marcus Söngkonan víðfræga Britney Spears hefur höfðað mál með það markmið að öðlast aukið sjálfræði og losna undan stjórn föður síns, James Spears. Seinna i dag mun dómari í Los Angeles hlusta á málflutning í einu þeirra mála þar sem Spears krefst þess að faðir hennar verði ekki lengur lögráðamaður hennar og að hún fái aðgang að um 60 milljóna dala eignum sínum. Spears var nauðungavistuð á geðdeild árið 2008 og í kjölfarið svipt sjálfræði og fjárræði. Faðir hennar og lögfræðingur hafa gegnt hlutverki lögráðamanna hennar síðan og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. Samkvæmt AP fréttaveitunni viðurkennir Spears að það fyrirkomulag hafi verið nauðsynlegt og hafi líklega bjargað ferli hennar. Lögfræðingurinn Andrew Wallet steig til hliðar í fyrra og faðir Spears tók þá alfarið við. Hann hætti fljótt í kjölfarið að stýra lífi dóttur sinnar og vísaði til heilsuvandræða sinna. Hann hélt þó völdum sínum yfir fjármálum hennar. Í ágúst mótmælti Spears því harðlega að faðir hennar tæki aftur við sem lögráðamaður hennar. Sagðist hún vilja annan aðila í hlutverkið. Í september krafðist hún þess einnig að fyrirtækið Bessemer Trust tæki við sem fjárvörsluaðili hennar. James Spears hefur lagt til að hann muni starfa með Bessemer Trust en Britney Spears hefur mótmælt því og segir að slíkt fyrirkomulag muni aldrei heppnast. Hún segir að faðir hennar megi ekki koma að fjármálum hennar lengur. Í gögnum lögmanns er haft eftir henni að faðir hennar sá augljóslega að reyna að ná aftur fullum tökum á eigum hennar og það gegn mótmælum hennar. James Spears segist aftur á móti hafa unnið vinnu sína vel. Hann hafi fært dóttur sína úr skuld og að nú eigi hún rúmar 60 milljónir dala. Á sama tíma hafi hann reynt að bæta heilsu dóttur sinnar, sameina hana og börn hennar aftur og að endurlífga feril hennar sem söngkona. Hann segir að eina markmið hans hafi verið að vernda dóttur sína gegn aðilum sem hafi viljað notfæra sér hana. Í grein AP kemur einnig fram að í skjölum málsins segi Britney Spears að hún hafi í raun fengið of mikið næði undanfarin ár. Hún hafi tekið #FreeBritney hreyfingunni svokölluðu fagnandi þar sem faðir hennar hafi allt of oft komið í veg fyrir að upplýsingar um hana hafi borist til almennings. Málflutningurinn sem hefst í kvöld verður að öllum líkindum lokaður almenningi. AP segir óljóst hvort að niðurstaða fáist strax í málið og að dómarinn gæti gefið sér frest til að komast að niðurstöðu eða framlengja málflutning. Bandaríkin Tónlist Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Söngkonan víðfræga Britney Spears hefur höfðað mál með það markmið að öðlast aukið sjálfræði og losna undan stjórn föður síns, James Spears. Seinna i dag mun dómari í Los Angeles hlusta á málflutning í einu þeirra mála þar sem Spears krefst þess að faðir hennar verði ekki lengur lögráðamaður hennar og að hún fái aðgang að um 60 milljóna dala eignum sínum. Spears var nauðungavistuð á geðdeild árið 2008 og í kjölfarið svipt sjálfræði og fjárræði. Faðir hennar og lögfræðingur hafa gegnt hlutverki lögráðamanna hennar síðan og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. Samkvæmt AP fréttaveitunni viðurkennir Spears að það fyrirkomulag hafi verið nauðsynlegt og hafi líklega bjargað ferli hennar. Lögfræðingurinn Andrew Wallet steig til hliðar í fyrra og faðir Spears tók þá alfarið við. Hann hætti fljótt í kjölfarið að stýra lífi dóttur sinnar og vísaði til heilsuvandræða sinna. Hann hélt þó völdum sínum yfir fjármálum hennar. Í ágúst mótmælti Spears því harðlega að faðir hennar tæki aftur við sem lögráðamaður hennar. Sagðist hún vilja annan aðila í hlutverkið. Í september krafðist hún þess einnig að fyrirtækið Bessemer Trust tæki við sem fjárvörsluaðili hennar. James Spears hefur lagt til að hann muni starfa með Bessemer Trust en Britney Spears hefur mótmælt því og segir að slíkt fyrirkomulag muni aldrei heppnast. Hún segir að faðir hennar megi ekki koma að fjármálum hennar lengur. Í gögnum lögmanns er haft eftir henni að faðir hennar sá augljóslega að reyna að ná aftur fullum tökum á eigum hennar og það gegn mótmælum hennar. James Spears segist aftur á móti hafa unnið vinnu sína vel. Hann hafi fært dóttur sína úr skuld og að nú eigi hún rúmar 60 milljónir dala. Á sama tíma hafi hann reynt að bæta heilsu dóttur sinnar, sameina hana og börn hennar aftur og að endurlífga feril hennar sem söngkona. Hann segir að eina markmið hans hafi verið að vernda dóttur sína gegn aðilum sem hafi viljað notfæra sér hana. Í grein AP kemur einnig fram að í skjölum málsins segi Britney Spears að hún hafi í raun fengið of mikið næði undanfarin ár. Hún hafi tekið #FreeBritney hreyfingunni svokölluðu fagnandi þar sem faðir hennar hafi allt of oft komið í veg fyrir að upplýsingar um hana hafi borist til almennings. Málflutningurinn sem hefst í kvöld verður að öllum líkindum lokaður almenningi. AP segir óljóst hvort að niðurstaða fáist strax í málið og að dómarinn gæti gefið sér frest til að komast að niðurstöðu eða framlengja málflutning.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira