„Þeim verður ekki nauðgað úr þessu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. nóvember 2020 14:31 Sigmundur Ernir Rúnarsson er án efa einn allra reynslumesti fjölmiðlamaður þjóðarinnar og hefur hann því upplifað ótrúlegustu hluti á sínum ferli. Sigmundur Ernir Rúnarsson er einn reyndasti sjónvarpsmaður Íslandssögunnar og ræðir hann við Sölva Tryggvason um ferilinn og hápunktana hlaðvarpsþætti Sölva. „Ég kynntist einu sinni konu þegar ég var á ferðalagi í Sambíu og skrifaði um hana í bókinni minni, Flökkusögur. Þar var allt vaðandi í alnæmi þegar ég var þarna. Hún hafði misst tvær dætur úr alnæmi og sjálf var hún með alnæmi og hinar tvær dætur hennar voru enn lifandi, en báðar með alnæmi líka. Ég man að ég spurði hana, hvernig er hægt að una svona hlutskipti? Og hún sagði eftirminnilega, þær sem eru farnar, þeim var báðum nauðgað, en hinar tvær sem eiga kannski ekki langt eftir og eru mun yngri, ég get huggað mig við það að þeim verður ekki nauðgað úr þessu.” Sigmundur segir að hann hafi ekki verið samur á eftir og segist hafa séð líf sitt í öðru ljósi eftir þetta. Hann segist gífurlega þakklátur fyrir alla reynsluna sem hann hefur fengið af störfum við fjölmiðlana og öllu því fólki sem hann hefur kynnst. Ómar Ragnarsson og Sigmundur unnu saman um árabil og í þættinum segir Sigmundur sögur af alræmdum flugferðum hans. „Eftirminnilegasta ferðin var ferð með stjörnuliði Ómars til Vestmannaeyja til að vígja það sem núna er Shellmótið í Eyjum. Það var alltaf farið á tveimur flugvélum og allir reyndu að komast í stærri vélina svo þeir þyrftu ekki að fljúga með Ómari, en ég var of seinn eins og stundum ásamt Bubba Morthens og Rúnari heitnum Júlíussyni. Við förum fjórir saman í vélinni og ferðin byrjar á því að Bubbi segir áður en við leggjum af stað, strákar, vá ef vélin krassar, þvílík fyrirsögn á Mogganum,“ segir Sigmundur og heldur áfram. „Þannig byrjar þessi ferð og næst tók við uppstreymi hjá Henglinum þar sem Ómar byrjar að blaka vængjunum, þannig að vélin nánast stoppaði í loftinu, allt svo að við gætum séð einhvern bæ sem hann hafði skrifað um. Svo héldum við áfram yfir Hellisheiðina og tökum þar svakalega dýfu eins og herflugvél niður í Kaldaðarnes vegna þess að Ómar ætlaði að sýna okkur hvernig herflugvélar Breta hefðu hagað sér til þess að lenda á Kaldaðarnesi í stríðinu með því að nota niðurstreymið af kambinum. Þarna voru þrír næpuhvítir menn um borð og svo rauðflekkóttur Ómar Ragnarsson við stýrið. Svo komum við út að ströndinni þar sem Víkartindur var strandaður og þegar Ómar er að taka einhverja slaufu þar í kring, þá sér hann Seli í sjónum og skutlar sér út úr slaufunni, þannig að við hendumst allir út í kant á flugvélinni og það var þá sem Bubbi segir þessa frægu setningu yfir hafinu, Ómar láttu mig út hérna.” Sigmundur Ernir, sem hefur verið nær sleitulaust á skjáum landsmanna síðan á upphafsárum Stöðvar 2 segir í þættinum frá eftirminnilegustu viðmælendunum, ferðum í aðrar heimsálfur og mörgu fleiru en þáttinn má sjá hér að ofan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira
Sigmundur Ernir Rúnarsson er einn reyndasti sjónvarpsmaður Íslandssögunnar og ræðir hann við Sölva Tryggvason um ferilinn og hápunktana hlaðvarpsþætti Sölva. „Ég kynntist einu sinni konu þegar ég var á ferðalagi í Sambíu og skrifaði um hana í bókinni minni, Flökkusögur. Þar var allt vaðandi í alnæmi þegar ég var þarna. Hún hafði misst tvær dætur úr alnæmi og sjálf var hún með alnæmi og hinar tvær dætur hennar voru enn lifandi, en báðar með alnæmi líka. Ég man að ég spurði hana, hvernig er hægt að una svona hlutskipti? Og hún sagði eftirminnilega, þær sem eru farnar, þeim var báðum nauðgað, en hinar tvær sem eiga kannski ekki langt eftir og eru mun yngri, ég get huggað mig við það að þeim verður ekki nauðgað úr þessu.” Sigmundur segir að hann hafi ekki verið samur á eftir og segist hafa séð líf sitt í öðru ljósi eftir þetta. Hann segist gífurlega þakklátur fyrir alla reynsluna sem hann hefur fengið af störfum við fjölmiðlana og öllu því fólki sem hann hefur kynnst. Ómar Ragnarsson og Sigmundur unnu saman um árabil og í þættinum segir Sigmundur sögur af alræmdum flugferðum hans. „Eftirminnilegasta ferðin var ferð með stjörnuliði Ómars til Vestmannaeyja til að vígja það sem núna er Shellmótið í Eyjum. Það var alltaf farið á tveimur flugvélum og allir reyndu að komast í stærri vélina svo þeir þyrftu ekki að fljúga með Ómari, en ég var of seinn eins og stundum ásamt Bubba Morthens og Rúnari heitnum Júlíussyni. Við förum fjórir saman í vélinni og ferðin byrjar á því að Bubbi segir áður en við leggjum af stað, strákar, vá ef vélin krassar, þvílík fyrirsögn á Mogganum,“ segir Sigmundur og heldur áfram. „Þannig byrjar þessi ferð og næst tók við uppstreymi hjá Henglinum þar sem Ómar byrjar að blaka vængjunum, þannig að vélin nánast stoppaði í loftinu, allt svo að við gætum séð einhvern bæ sem hann hafði skrifað um. Svo héldum við áfram yfir Hellisheiðina og tökum þar svakalega dýfu eins og herflugvél niður í Kaldaðarnes vegna þess að Ómar ætlaði að sýna okkur hvernig herflugvélar Breta hefðu hagað sér til þess að lenda á Kaldaðarnesi í stríðinu með því að nota niðurstreymið af kambinum. Þarna voru þrír næpuhvítir menn um borð og svo rauðflekkóttur Ómar Ragnarsson við stýrið. Svo komum við út að ströndinni þar sem Víkartindur var strandaður og þegar Ómar er að taka einhverja slaufu þar í kring, þá sér hann Seli í sjónum og skutlar sér út úr slaufunni, þannig að við hendumst allir út í kant á flugvélinni og það var þá sem Bubbi segir þessa frægu setningu yfir hafinu, Ómar láttu mig út hérna.” Sigmundur Ernir, sem hefur verið nær sleitulaust á skjáum landsmanna síðan á upphafsárum Stöðvar 2 segir í þættinum frá eftirminnilegustu viðmælendunum, ferðum í aðrar heimsálfur og mörgu fleiru en þáttinn má sjá hér að ofan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira