Metfjöldi innlagna vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 11. nóvember 2020 09:05 Rúmlega 62 þúsund manns liggja nú inni á bandarískum sjúkrahúsum vegna Covid-19 Alex Edelman/Getty Images Spítalainnlagnir af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum náðu hæstu hæðum í gær og fjöldi nýsmitaðra á fyrstu tíu dögum nóvembermánaðar var rúm ein milljón manna. Faraldurinn þar í landi sýnir því engin merki þess að vera í rénun, að því er fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar. Þar segir að sú bylgja sem nú gangi yfir virðist vera enn stærri en þær sem komu í vor og í sumar en þó eru vísbendingar um að það gangi betur að eiga við veiruna í þessari bylgju. Ný smit í landinu hafa síðustu daga verið vel yfir hundrað þúsund á degi hverjum og nú liggja tæplega 62 þúsund manns á spítala með Covid-19. Í fjölda ríkja féllu met í gær í nýsmitum, í Illinois greindust rúmlega 12.600 smit, í Texas voru þau 10.800 og rúmlega 7 þúsund í Wisconsin. Ýmis jákvæð merki á lofti Þó óttast menn að dauðsföll af völdum veirunnar séu á uppleið að nýju þótt þau hafi ekki náð toppnum sem í apríl, þegar um 2200 manns létu lífið á degi hverjum. Læknum virðist þó ganga betur að meðhöndla fólk með veiruna nú en áður, það er að segja að þeir sem leggja þarf inn á gjörgæslu nú virðast eiga betri möguleika á að ná sér. Þá hafa jákvæðar fregnir af þróun bóluefnis einnig vakið mönnum von í brjósti um að hægt verði að ná tökum á faraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Sjá meira
Spítalainnlagnir af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum náðu hæstu hæðum í gær og fjöldi nýsmitaðra á fyrstu tíu dögum nóvembermánaðar var rúm ein milljón manna. Faraldurinn þar í landi sýnir því engin merki þess að vera í rénun, að því er fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar. Þar segir að sú bylgja sem nú gangi yfir virðist vera enn stærri en þær sem komu í vor og í sumar en þó eru vísbendingar um að það gangi betur að eiga við veiruna í þessari bylgju. Ný smit í landinu hafa síðustu daga verið vel yfir hundrað þúsund á degi hverjum og nú liggja tæplega 62 þúsund manns á spítala með Covid-19. Í fjölda ríkja féllu met í gær í nýsmitum, í Illinois greindust rúmlega 12.600 smit, í Texas voru þau 10.800 og rúmlega 7 þúsund í Wisconsin. Ýmis jákvæð merki á lofti Þó óttast menn að dauðsföll af völdum veirunnar séu á uppleið að nýju þótt þau hafi ekki náð toppnum sem í apríl, þegar um 2200 manns létu lífið á degi hverjum. Læknum virðist þó ganga betur að meðhöndla fólk með veiruna nú en áður, það er að segja að þeir sem leggja þarf inn á gjörgæslu nú virðast eiga betri möguleika á að ná sér. Þá hafa jákvæðar fregnir af þróun bóluefnis einnig vakið mönnum von í brjósti um að hægt verði að ná tökum á faraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Sjá meira