Vangaveltur um að „síðasti dansinn“ hjá Ronaldo og Messi gæti orðið í Manchester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 12:00 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi börðust á Spáni í níu tímabil með Real Madrid og Barcelona. Getty/ Victor Carretero Bestu fótboltamenn heims hafa verið orðaðir við Manchester liðin að undanförnu sem hljómar afar vel í eyrum margra fótboltaáhugamanna. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa báðir átt magnaða fótboltaferla og eru báðir enn að spila í hæsta klassa þrátt fyrir að árin séu að færast yfir þá. Það deilir hins vegar enginn um það að það styttist í annan endann á ferli þessara lifandi goðsagna. Hver veit nema að lokaglíma þeirra um „yfirráðin“ í knattspyrnuheiminum fari fram í Manchester borg og þá sem leikmenn nágrannaliðanna Manchester United og Manchester City. Slíkir draumar flæða yfir samfélagsmiðla í dag eftir að Ronaldo var orðaður aftur við Manchester United. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa nefnilega verið tveir bestu knattspyrnumenn heims í meira en áratug og margir hafa saknað þess tíma þegar þeir börðust með liðum sínum á Spáni. Messi og Ronaldo voru leikmenn erkifjendanna á Spáni í níu tímabil og börðust þar um alla titla hvort sem þeir voru liðatitlar eða einstaklingstitlar. Ronaldo/Man United Messi/Man CityOne last dance - it's written in the stars! https://t.co/m9cyQ73zrz— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Ronaldo yfirgaf Real Madrid sumarið 2018 og hefur síðan spilað með Juventus á Ítalíu en Messi er enn hjá Barcelona. Eftir fréttir dagsins að Manchester United vilji fá Cristiano Ronaldo aftur sem og það hversu nálægt Lionel Messi var að fara til Manchester City í haust þá hefur spenna magnast í fótboltaheiminum um síðasti dans þeirra félaga í evrópska fótboltanum gæti orðið í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City mun örugglega reyna að sannfæra Lionel Messi um að koma til félagsins í sumar þegar samningur hans hjá Barcelona rennur út. Cristiano Ronaldo lék með Manchester frá 2003 til 2009 eða frá því hann var átján ára þar til að hann var orðinn einn allra besti fótboltamaður heims 24 ára gamall. Ronaldo er tveimur árum eldri en Messi. Það er þó ekki sjáanlegt inn á fótboltavellinum þar sem Portúgalinn hefur verið magnaður þessi tvö síðustu ár sem Messi hefur á hann. Endi þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi fótboltaferla sína sem erkifjendur í bestu deildinni í heimi þá væri það svo sannarlega efni í Netflix heimildarmynd. Það er því ekkert skrýtið þótt að fótboltaáhugafólk á Twitter sé farið að skrifa um „síðasti dansinn“ og vitna í magnaða heimildarmynd um lokatímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Cristiano Ronaldo is 869 days older than Lionel Messi. Ronaldo's son, Cristiano Jr. is 869 days older than Messi's son, Thiago. pic.twitter.com/SvW0jpyA7j— WTF Facts (@mrwtffacts) November 3, 2020 Enski boltinn Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira
Bestu fótboltamenn heims hafa verið orðaðir við Manchester liðin að undanförnu sem hljómar afar vel í eyrum margra fótboltaáhugamanna. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa báðir átt magnaða fótboltaferla og eru báðir enn að spila í hæsta klassa þrátt fyrir að árin séu að færast yfir þá. Það deilir hins vegar enginn um það að það styttist í annan endann á ferli þessara lifandi goðsagna. Hver veit nema að lokaglíma þeirra um „yfirráðin“ í knattspyrnuheiminum fari fram í Manchester borg og þá sem leikmenn nágrannaliðanna Manchester United og Manchester City. Slíkir draumar flæða yfir samfélagsmiðla í dag eftir að Ronaldo var orðaður aftur við Manchester United. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa nefnilega verið tveir bestu knattspyrnumenn heims í meira en áratug og margir hafa saknað þess tíma þegar þeir börðust með liðum sínum á Spáni. Messi og Ronaldo voru leikmenn erkifjendanna á Spáni í níu tímabil og börðust þar um alla titla hvort sem þeir voru liðatitlar eða einstaklingstitlar. Ronaldo/Man United Messi/Man CityOne last dance - it's written in the stars! https://t.co/m9cyQ73zrz— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Ronaldo yfirgaf Real Madrid sumarið 2018 og hefur síðan spilað með Juventus á Ítalíu en Messi er enn hjá Barcelona. Eftir fréttir dagsins að Manchester United vilji fá Cristiano Ronaldo aftur sem og það hversu nálægt Lionel Messi var að fara til Manchester City í haust þá hefur spenna magnast í fótboltaheiminum um síðasti dans þeirra félaga í evrópska fótboltanum gæti orðið í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City mun örugglega reyna að sannfæra Lionel Messi um að koma til félagsins í sumar þegar samningur hans hjá Barcelona rennur út. Cristiano Ronaldo lék með Manchester frá 2003 til 2009 eða frá því hann var átján ára þar til að hann var orðinn einn allra besti fótboltamaður heims 24 ára gamall. Ronaldo er tveimur árum eldri en Messi. Það er þó ekki sjáanlegt inn á fótboltavellinum þar sem Portúgalinn hefur verið magnaður þessi tvö síðustu ár sem Messi hefur á hann. Endi þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi fótboltaferla sína sem erkifjendur í bestu deildinni í heimi þá væri það svo sannarlega efni í Netflix heimildarmynd. Það er því ekkert skrýtið þótt að fótboltaáhugafólk á Twitter sé farið að skrifa um „síðasti dansinn“ og vitna í magnaða heimildarmynd um lokatímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Cristiano Ronaldo is 869 days older than Lionel Messi. Ronaldo's son, Cristiano Jr. is 869 days older than Messi's son, Thiago. pic.twitter.com/SvW0jpyA7j— WTF Facts (@mrwtffacts) November 3, 2020
Enski boltinn Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira