Samstarf

Auðvelda fyrirtækjum að gleðja starfsfólk

Vorhús
Hönnunarhúisð Vorhús býður fjölbreytt úrval hönnunarvara eftir íslenska hönnuði
Hönnunarhúisð Vorhús býður fjölbreytt úrval hönnunarvara eftir íslenska hönnuði

Hönnunarhúsið Vorhús býður fyrirtækjum sérstaka þjónustu til að auðvelda gjafakaup handa starfsfólki. Með fyrirtækjaaðgangi á vefverslun Vorhus.is geta vinnuveitendur nýtt þægilegt pöntunarferli og nálgast fallega gjafapakka fyrir starfsmennina allan ársins hring. Vöruúrvalið spannar fallegar og vandaðar hönnunarvörur til heimilisins en Vorhús hefur ávallt lagt áherslu á fjölbreytt vöruúrval sem henti breiðum hópi.

Sigríður Haraldsdóttir og Eydís Ólafsdóttir, hönnuðir og eigendur hönnunarverslunarinnar Vorhús á Akureyri.

„Okkur langaði til þess að einfalda aðgengi að flottum gjafapökkum með einföldu og þægilegu pöntunarferli í takt við breyttar áherslur fyrirtækja í starfsmannagjöfum. Fyrirtækin stofna aðgang á vefversluninni undir flipanum „fyrirtækjagjafir“ og fá aðgang að fjölbreyttum gjafapökkum og tilboðum,“ útskýrir Eydís Ólafsdóttir, markaðs- og sölufulltrúi Vorhúsa. 

Hún segir ferlið auðvelda fyrirtækjum að finna réttu gjöfina og það spari jafnframt tíma. Einnig er öllum gjöfum pakkað fallega inn og þær sendar á vinnustaði á þeim tíma sem óskað er eftir hverju sinni.

Fjallasýn

Samstaða er mikilvæg á umbrotatímum

Eydís segir mikilvægt að standa vörð um íslensk fyrirtæki í dag. „Ástandið sem ríkir í dag bitnar á ólíkum rekstri og samstaða er mikilvæg á svona tímum. Ég held því að gjafir frá innlendum frameiðendum og hönnuðum muni falla vel í kramið þessi jólin. Nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki skráð sig á vefinn og sent inn pantanir og vonir standa til að fleiri grípi tækifærið.“

Línan Einiber eftir Eydísi

Fallegar hönnunarvörur og nýjungar frá Vorhús

Eydís er einn af hönnuðum og eigendum Vorhús og hönnuður nýrrar jólalínu, Einiber. Línan samanstendur af viskustykkjum, servíettum, skurðarbrettum og viðarbökkum. Von er á einiberjakransi úr tini og pappírskramarhúsi í sömu línu. Innblásturinn sótti Eydís í þá íslensku hefð að nota eini í jólatré og skreytingar á árum áður.

Línan Villiblóm eftir Sigríði Haraldsdóttur

Sigríður Haraldsdóttir er einnig einn af hönnuðum og eigendum Vorhús. Ný hönnunarlína úr hennar smiðju kallast Villiblóm, sem samanstendur af viskustykkjum og servíettum en von er á fleiri vörum með mynstrinu á nýju ári. Innblásturinn er sóttur til villtra blóma og fegurðinnar í hinu smáa.

Thermobollar, skálar og diskar eftir Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur
Einiberjakrans eftir Eydísi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×