Ísland mætir liði sem missti tvo lykilmenn út í gær vegna smits Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2020 07:41 Þóra Kristín Jónsdóttir er í íslenska hópnum sem er á Krít og þarf að mæta sterku liði Slóvena án þess að hafa getað æft síðustu vikur fyrir ferðina. vísir/bára Kvennalandslið Íslands í körfubolta leikur í dag við Slóveníu á grísku eynni Krít þar sem leikið er í undankeppni EM. Tveir lykilmanna Slóveníu eru með kórónuveiruna. Þrátt fyrir mótmæli körfuknattleikssambands Íslands, vegna útbreiðslu veirunnar og vegna þess að æfingar voru ekki leyfðar á Íslandi, ákvað FIBA að halda því til streitu að leikið yrði í undankeppni EM í þessum mánuði. Nokkrir mótsstaðir voru valdir í stað þess að leikið væri í fleiri löndum, og þar áttu liðin að geta dvalið í svokallaðri „búblu“ þar sem sóttvarna væri gætt og liðin í fjarlægð frá öðru fólki. Það dugði þó ekki betur en svo að smit hafa nú greinst í búblunni. Um er að ræða tvo byrjunarliðsmenn Slóvena, þær Nika Baric og Tina Jakovina. Þær greindust með veiruna í reglubundinni skimun á þriðjudaginn. Körfuknattleikssamband Slóveníu vildi að þær færu í annað próf en samkvæmt ákvörðun grískra heilbrigðisyfirvalda verða þær í einangrun og missa af leikjunum við Ísland og svo Grikkland á laugardaginn. Erum mikið betra lið en Ísland Aðrir leikmenn og starfslið Slóveníu greindust með neikvæð sýni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði við mbl.is í gær að engin smit hefðu komið upp hjá íslenska hópnum. Ísland missti þó út sinn besta leikmann í aðdraganda leikjanna, þar sem Hildur Björg Kjartansdóttir hafði ekki jafnað sig af þumalbroti. Damir Grgic, þjálfari Slóvena, er hvergi banginn þrátt fyrir að missa tvo byrjunarliðsmenn: „Við höfum æft vel síðustu daga og ég er sannfærður um að við erum mikið betra lið en Ísland og að við munum sýna það á vellinum.“ Eftir leikinn við Slóveníu í dag mætir Ísland Búlgaríu á laugardaginn, áður en hópurinn heldur heim. Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, gegn Búlgaríu á heimavelli og Grikklandi á útivelli, í nóvember í fyrra. Slóvenía hefur unnið báða leiki sína og er á toppi riðilsins, en efsta liðið kemst beint á EM og lið með bestan árangur í 2. sæti, í fimm riðlum af níu, komast þangað einnig. Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þær bestu ekki með landsliðinu til Krítar Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hefur orðið fyrir þungu höggi í aðdraganda leikjanna í undankeppni EM sem liðið spilar á grísku eyjunni Krít. 3. nóvember 2020 15:30 „Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. 30. október 2020 16:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Kvennalandslið Íslands í körfubolta leikur í dag við Slóveníu á grísku eynni Krít þar sem leikið er í undankeppni EM. Tveir lykilmanna Slóveníu eru með kórónuveiruna. Þrátt fyrir mótmæli körfuknattleikssambands Íslands, vegna útbreiðslu veirunnar og vegna þess að æfingar voru ekki leyfðar á Íslandi, ákvað FIBA að halda því til streitu að leikið yrði í undankeppni EM í þessum mánuði. Nokkrir mótsstaðir voru valdir í stað þess að leikið væri í fleiri löndum, og þar áttu liðin að geta dvalið í svokallaðri „búblu“ þar sem sóttvarna væri gætt og liðin í fjarlægð frá öðru fólki. Það dugði þó ekki betur en svo að smit hafa nú greinst í búblunni. Um er að ræða tvo byrjunarliðsmenn Slóvena, þær Nika Baric og Tina Jakovina. Þær greindust með veiruna í reglubundinni skimun á þriðjudaginn. Körfuknattleikssamband Slóveníu vildi að þær færu í annað próf en samkvæmt ákvörðun grískra heilbrigðisyfirvalda verða þær í einangrun og missa af leikjunum við Ísland og svo Grikkland á laugardaginn. Erum mikið betra lið en Ísland Aðrir leikmenn og starfslið Slóveníu greindust með neikvæð sýni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði við mbl.is í gær að engin smit hefðu komið upp hjá íslenska hópnum. Ísland missti þó út sinn besta leikmann í aðdraganda leikjanna, þar sem Hildur Björg Kjartansdóttir hafði ekki jafnað sig af þumalbroti. Damir Grgic, þjálfari Slóvena, er hvergi banginn þrátt fyrir að missa tvo byrjunarliðsmenn: „Við höfum æft vel síðustu daga og ég er sannfærður um að við erum mikið betra lið en Ísland og að við munum sýna það á vellinum.“ Eftir leikinn við Slóveníu í dag mætir Ísland Búlgaríu á laugardaginn, áður en hópurinn heldur heim. Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, gegn Búlgaríu á heimavelli og Grikklandi á útivelli, í nóvember í fyrra. Slóvenía hefur unnið báða leiki sína og er á toppi riðilsins, en efsta liðið kemst beint á EM og lið með bestan árangur í 2. sæti, í fimm riðlum af níu, komast þangað einnig.
Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þær bestu ekki með landsliðinu til Krítar Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hefur orðið fyrir þungu höggi í aðdraganda leikjanna í undankeppni EM sem liðið spilar á grísku eyjunni Krít. 3. nóvember 2020 15:30 „Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. 30. október 2020 16:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Þær bestu ekki með landsliðinu til Krítar Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hefur orðið fyrir þungu höggi í aðdraganda leikjanna í undankeppni EM sem liðið spilar á grísku eyjunni Krít. 3. nóvember 2020 15:30
„Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. 30. október 2020 16:00