Ísland mætir liði sem missti tvo lykilmenn út í gær vegna smits Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2020 07:41 Þóra Kristín Jónsdóttir er í íslenska hópnum sem er á Krít og þarf að mæta sterku liði Slóvena án þess að hafa getað æft síðustu vikur fyrir ferðina. vísir/bára Kvennalandslið Íslands í körfubolta leikur í dag við Slóveníu á grísku eynni Krít þar sem leikið er í undankeppni EM. Tveir lykilmanna Slóveníu eru með kórónuveiruna. Þrátt fyrir mótmæli körfuknattleikssambands Íslands, vegna útbreiðslu veirunnar og vegna þess að æfingar voru ekki leyfðar á Íslandi, ákvað FIBA að halda því til streitu að leikið yrði í undankeppni EM í þessum mánuði. Nokkrir mótsstaðir voru valdir í stað þess að leikið væri í fleiri löndum, og þar áttu liðin að geta dvalið í svokallaðri „búblu“ þar sem sóttvarna væri gætt og liðin í fjarlægð frá öðru fólki. Það dugði þó ekki betur en svo að smit hafa nú greinst í búblunni. Um er að ræða tvo byrjunarliðsmenn Slóvena, þær Nika Baric og Tina Jakovina. Þær greindust með veiruna í reglubundinni skimun á þriðjudaginn. Körfuknattleikssamband Slóveníu vildi að þær færu í annað próf en samkvæmt ákvörðun grískra heilbrigðisyfirvalda verða þær í einangrun og missa af leikjunum við Ísland og svo Grikkland á laugardaginn. Erum mikið betra lið en Ísland Aðrir leikmenn og starfslið Slóveníu greindust með neikvæð sýni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði við mbl.is í gær að engin smit hefðu komið upp hjá íslenska hópnum. Ísland missti þó út sinn besta leikmann í aðdraganda leikjanna, þar sem Hildur Björg Kjartansdóttir hafði ekki jafnað sig af þumalbroti. Damir Grgic, þjálfari Slóvena, er hvergi banginn þrátt fyrir að missa tvo byrjunarliðsmenn: „Við höfum æft vel síðustu daga og ég er sannfærður um að við erum mikið betra lið en Ísland og að við munum sýna það á vellinum.“ Eftir leikinn við Slóveníu í dag mætir Ísland Búlgaríu á laugardaginn, áður en hópurinn heldur heim. Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, gegn Búlgaríu á heimavelli og Grikklandi á útivelli, í nóvember í fyrra. Slóvenía hefur unnið báða leiki sína og er á toppi riðilsins, en efsta liðið kemst beint á EM og lið með bestan árangur í 2. sæti, í fimm riðlum af níu, komast þangað einnig. Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þær bestu ekki með landsliðinu til Krítar Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hefur orðið fyrir þungu höggi í aðdraganda leikjanna í undankeppni EM sem liðið spilar á grísku eyjunni Krít. 3. nóvember 2020 15:30 „Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. 30. október 2020 16:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Kvennalandslið Íslands í körfubolta leikur í dag við Slóveníu á grísku eynni Krít þar sem leikið er í undankeppni EM. Tveir lykilmanna Slóveníu eru með kórónuveiruna. Þrátt fyrir mótmæli körfuknattleikssambands Íslands, vegna útbreiðslu veirunnar og vegna þess að æfingar voru ekki leyfðar á Íslandi, ákvað FIBA að halda því til streitu að leikið yrði í undankeppni EM í þessum mánuði. Nokkrir mótsstaðir voru valdir í stað þess að leikið væri í fleiri löndum, og þar áttu liðin að geta dvalið í svokallaðri „búblu“ þar sem sóttvarna væri gætt og liðin í fjarlægð frá öðru fólki. Það dugði þó ekki betur en svo að smit hafa nú greinst í búblunni. Um er að ræða tvo byrjunarliðsmenn Slóvena, þær Nika Baric og Tina Jakovina. Þær greindust með veiruna í reglubundinni skimun á þriðjudaginn. Körfuknattleikssamband Slóveníu vildi að þær færu í annað próf en samkvæmt ákvörðun grískra heilbrigðisyfirvalda verða þær í einangrun og missa af leikjunum við Ísland og svo Grikkland á laugardaginn. Erum mikið betra lið en Ísland Aðrir leikmenn og starfslið Slóveníu greindust með neikvæð sýni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði við mbl.is í gær að engin smit hefðu komið upp hjá íslenska hópnum. Ísland missti þó út sinn besta leikmann í aðdraganda leikjanna, þar sem Hildur Björg Kjartansdóttir hafði ekki jafnað sig af þumalbroti. Damir Grgic, þjálfari Slóvena, er hvergi banginn þrátt fyrir að missa tvo byrjunarliðsmenn: „Við höfum æft vel síðustu daga og ég er sannfærður um að við erum mikið betra lið en Ísland og að við munum sýna það á vellinum.“ Eftir leikinn við Slóveníu í dag mætir Ísland Búlgaríu á laugardaginn, áður en hópurinn heldur heim. Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, gegn Búlgaríu á heimavelli og Grikklandi á útivelli, í nóvember í fyrra. Slóvenía hefur unnið báða leiki sína og er á toppi riðilsins, en efsta liðið kemst beint á EM og lið með bestan árangur í 2. sæti, í fimm riðlum af níu, komast þangað einnig.
Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þær bestu ekki með landsliðinu til Krítar Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hefur orðið fyrir þungu höggi í aðdraganda leikjanna í undankeppni EM sem liðið spilar á grísku eyjunni Krít. 3. nóvember 2020 15:30 „Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. 30. október 2020 16:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Þær bestu ekki með landsliðinu til Krítar Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hefur orðið fyrir þungu höggi í aðdraganda leikjanna í undankeppni EM sem liðið spilar á grísku eyjunni Krít. 3. nóvember 2020 15:30
„Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. 30. október 2020 16:00
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum