Telur áhyggjur af skólastarfi í engum takti við raunveruleikann Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2020 13:23 Kennslustofur eru víða auðar, skólastarfið reiðir sig að veruleg leyti á fjarkennslu en þar hefur að sögn Kristins Þorsteinssonar skólameistara verið lyft Grettistaki. visir/vilhelm/aðsend Kristinn Þorsteinsson skólameistari hefur brugðist við gagnrýni sem hefur birst víða, áhyggjur af því að skólastarf framhaldsskólanema sé í ólestri vegna aðgerða sóttvarnayfirvalda. Hann segir það ekki svo, þvert á móti gengur skólastarf vel og brottfall nemenda sé ekki meira en verið hefur. „Það hefur verið kallað eftir þeim sem bera hagsmuni unga fólksins fyrir brjósti. Ég fullyrði að skólameistarar, skólastjórar og starfsfólk skólanna sem og menntamálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins hafa unnið þrekvirki í málefnum ungs fólks og alltaf haft hagsmuni barna og unglinga í hávegum,“ segir Kristinn í grein sem hann birtir á Vísi. Kristinn er skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ en hann er jafnframt formaður Skólameistarafélags Íslands. Meðal þeirra sem hafa viðrað áhyggjur af ungmennunum er Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins. Hún óttist að brottfall úr framhaldsskólum verði stórfellt nú fyrir jól, ungmennin séu einfaldlega að gefast upp fyrir verkefninu. „Þetta á bæði við um þau sem eru í framhaldsskóla en líka þau sem eru að byrja í háskóla. Þetta fjarnám og þetta að vera alltaf heima það er bara íþyngjandi,“ segir Sigurþóra. Vísir spurði Kristinn hvort hann vilji meina að áhyggjur sem ýmsir hafa viðrað, af framhaldsskólanemum, séu orðum auknar og skólastarfið í góðum gír? „Já, en vil alls ekki gera lítið úr þeim sem glíma við erfiðleika. Legg áherslu á að hagsmunir nemenda eins og annarra í samfélaginu sé að ná niður smitum þannig að það sé hægt að opna samfélagið meira og verja síðan þann árangur.“ Kristinn segir þetta vissulega erfiða stöðu og nemendur sem eiga undir högg að sækja eru í erfiðari stöðu en áður. Stóra myndin er samt sú að meginþorri nemenda er við nám, líður þokkalega og þeir standa sig í flestum tilfellum mjög vel og eiga hrós skilið. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Framhaldsskólinn á tímum Kórónuveirunnar Kristinn Þorsteinsson skólameistari FG segir það hagsmunamál nemenda jafnt sem annarra að berja veiruna niður. 12. nóvember 2020 13:02 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Kristinn Þorsteinsson skólameistari hefur brugðist við gagnrýni sem hefur birst víða, áhyggjur af því að skólastarf framhaldsskólanema sé í ólestri vegna aðgerða sóttvarnayfirvalda. Hann segir það ekki svo, þvert á móti gengur skólastarf vel og brottfall nemenda sé ekki meira en verið hefur. „Það hefur verið kallað eftir þeim sem bera hagsmuni unga fólksins fyrir brjósti. Ég fullyrði að skólameistarar, skólastjórar og starfsfólk skólanna sem og menntamálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins hafa unnið þrekvirki í málefnum ungs fólks og alltaf haft hagsmuni barna og unglinga í hávegum,“ segir Kristinn í grein sem hann birtir á Vísi. Kristinn er skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ en hann er jafnframt formaður Skólameistarafélags Íslands. Meðal þeirra sem hafa viðrað áhyggjur af ungmennunum er Sigurþóra Bergsdóttir framkvæmdastjóri Bergsins. Hún óttist að brottfall úr framhaldsskólum verði stórfellt nú fyrir jól, ungmennin séu einfaldlega að gefast upp fyrir verkefninu. „Þetta á bæði við um þau sem eru í framhaldsskóla en líka þau sem eru að byrja í háskóla. Þetta fjarnám og þetta að vera alltaf heima það er bara íþyngjandi,“ segir Sigurþóra. Vísir spurði Kristinn hvort hann vilji meina að áhyggjur sem ýmsir hafa viðrað, af framhaldsskólanemum, séu orðum auknar og skólastarfið í góðum gír? „Já, en vil alls ekki gera lítið úr þeim sem glíma við erfiðleika. Legg áherslu á að hagsmunir nemenda eins og annarra í samfélaginu sé að ná niður smitum þannig að það sé hægt að opna samfélagið meira og verja síðan þann árangur.“ Kristinn segir þetta vissulega erfiða stöðu og nemendur sem eiga undir högg að sækja eru í erfiðari stöðu en áður. Stóra myndin er samt sú að meginþorri nemenda er við nám, líður þokkalega og þeir standa sig í flestum tilfellum mjög vel og eiga hrós skilið.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Framhaldsskólinn á tímum Kórónuveirunnar Kristinn Þorsteinsson skólameistari FG segir það hagsmunamál nemenda jafnt sem annarra að berja veiruna niður. 12. nóvember 2020 13:02 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Framhaldsskólinn á tímum Kórónuveirunnar Kristinn Þorsteinsson skólameistari FG segir það hagsmunamál nemenda jafnt sem annarra að berja veiruna niður. 12. nóvember 2020 13:02