Leigubílstjórar saka höfunda OECD-skýrslu um þekkingarleysi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 22:03 Leigubílstjórar gagnrýna nýja skýrslu OECD harðlega. Vísir/Vilhelm Bandalag íslenskra leigubílstjóra telur skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki í ferðaþjónustu og byggingariðnaði gera lítið úr reynslu, þekkingu og fagmennsku ýmissa iðngreina á Íslandi, þar á meðal leigubifreiðaakstri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bandalaginu þar sem skýrslan er harðlega gagnrýnd og því haldið fram að höfunda hennar skorti þekkingu á íslenskum vinnumarkaði. Skýrslan sem vísað er til var kynnt í fyrradag en þar eru gerðar 438 tillögur til breytinga sem eru sagðar til þess fallnar að skapa sveigjanlegra umhverfi fyrir atvinnustarfsemi, skapa fleiri störf og auka framleiðni og vöxt í hagkerfinu. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríkja. Leigubílstjórar eru ekki fyrsta starfsstéttin sem gagnrýnt hefur skýrsluna en það hafa bakarameistarar til að mynda gert. Í yfirlýsingu sinni segir Bandalag íslenskra leigubílstjóra að því sé ranglega haldið fram í skýrslunni og reglubyrði leigubifreiða sé óþarfi. „Lögverndun leigubifreiðaaksturs er réttur neytenda á öruggum ferðamáta. Samkeppni leigubifreiða er ekki heft með reglum, heldur er hún einmitt tryggð á jafnréttisgrundvelli með þeim hætti,“ segir meðal annars í yfirlýsingu bandalagsins. „Af höfundum skýrslunnar skín í gegn þekkingarleysið á íslenskum vinnumarkaði og einfaldlega virðingarleysið gagnvart íslensku samfélagi, sem er þekkt fyrir að vera til fyrirmyndar í málefnum mannréttinda og atvinnuréttinda,“ segir ennfremur. Ferðamálaráðherra óskaði eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári og kostnaður við hana nemur um 120 milljónum króna. Greiningin náði til 632 laga og reglna á sviði ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og gerðar voru 676 athugasemdir en leigubílstjórar gera jafnframt athugasemdir við kostnaðinn við skýrsluna. „Birting skýrslunnar og upplýsingar um kostnaðinn við hana, hefði ekki getað átt sér stað á dapurlegri tímum. Það er okkar álit að 120 milljónum króna hefði verið betur varið í annað en að kynna hugmyndir um að afnema löggildingar fagstétta, sem myndu hafa án efa þær afleiðingar í för með sér að draga úr hvata til náms,“ segir í yfirlýsingunni. Leigubílar Samgöngur Stjórnsýsla Samkeppnismál Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Bandalag íslenskra leigubílstjóra telur skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki í ferðaþjónustu og byggingariðnaði gera lítið úr reynslu, þekkingu og fagmennsku ýmissa iðngreina á Íslandi, þar á meðal leigubifreiðaakstri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bandalaginu þar sem skýrslan er harðlega gagnrýnd og því haldið fram að höfunda hennar skorti þekkingu á íslenskum vinnumarkaði. Skýrslan sem vísað er til var kynnt í fyrradag en þar eru gerðar 438 tillögur til breytinga sem eru sagðar til þess fallnar að skapa sveigjanlegra umhverfi fyrir atvinnustarfsemi, skapa fleiri störf og auka framleiðni og vöxt í hagkerfinu. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríkja. Leigubílstjórar eru ekki fyrsta starfsstéttin sem gagnrýnt hefur skýrsluna en það hafa bakarameistarar til að mynda gert. Í yfirlýsingu sinni segir Bandalag íslenskra leigubílstjóra að því sé ranglega haldið fram í skýrslunni og reglubyrði leigubifreiða sé óþarfi. „Lögverndun leigubifreiðaaksturs er réttur neytenda á öruggum ferðamáta. Samkeppni leigubifreiða er ekki heft með reglum, heldur er hún einmitt tryggð á jafnréttisgrundvelli með þeim hætti,“ segir meðal annars í yfirlýsingu bandalagsins. „Af höfundum skýrslunnar skín í gegn þekkingarleysið á íslenskum vinnumarkaði og einfaldlega virðingarleysið gagnvart íslensku samfélagi, sem er þekkt fyrir að vera til fyrirmyndar í málefnum mannréttinda og atvinnuréttinda,“ segir ennfremur. Ferðamálaráðherra óskaði eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári og kostnaður við hana nemur um 120 milljónum króna. Greiningin náði til 632 laga og reglna á sviði ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og gerðar voru 676 athugasemdir en leigubílstjórar gera jafnframt athugasemdir við kostnaðinn við skýrsluna. „Birting skýrslunnar og upplýsingar um kostnaðinn við hana, hefði ekki getað átt sér stað á dapurlegri tímum. Það er okkar álit að 120 milljónum króna hefði verið betur varið í annað en að kynna hugmyndir um að afnema löggildingar fagstétta, sem myndu hafa án efa þær afleiðingar í för með sér að draga úr hvata til náms,“ segir í yfirlýsingunni.
Leigubílar Samgöngur Stjórnsýsla Samkeppnismál Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira