Sara er komin í WIT liðið: Annar stóri samningurinn á COVID ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 09:01 Sara Sigmundsdóttir hristi af sér kuldann í myndatökunni við Reykjanesvita. WIT Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sagði frá því í gærkvöldi að hún væri búin að ganga frá nýjum samningi við bandarískan íþróttavöruframleiðanda. Sara Sigmundsdóttir náði ekki að komast í gegnum heimsleikamúrinn sinn á árinu 2020 sem voru vissulega mikil vonbrigði en hún ætlar sér áfram stóra hluti í CrossFit íþróttinni. Fólk út í heimi hefur líka trú á henni því Sara hefur náð að gera tvo risasamninga síðan að kórónuveiran tók yfir heiminn. Sara sagði frá sögulegum samningi sínum við Volkswagen í vor en í gær opinberaði hún nýjan margra ára samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann WIT. Sara birti einnig nýtt auglýsingamyndaband með sér sem var bæði tekið upp við Reykjanesvita sem og í Simmagym. Það hefur örugglega verið kalt að taka upp þessar myndir við öldurótið hjá Valahnúk en Sara lét sig hafa það henda mikið hörkutól. Sara mun fá sína eigin íþróttavörulínu hjá WIT sem heitir Ægir Collection. „Ég hef verið aðdáandi WIT síðan ég uppgötvaði vörurnar þerra en fyrr í dag þá skrifaði ég undir margra ára samning við þá,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. „Ég tengdi strax við vörumerkið þegar ég heyrði söguna á bak við það og þegar ég vissi hversu ákveðin þau eru. Þau bókstaflega standa fyrir það að ‚gera allt sem til þarf' og ég held mikið upp á merkið þeirra sem er rúnatákn sem táknar styrk. Það er þessa vegna sem ég ákvað að ganga til liðs við þau,“ skrifaði Sara meðal annars á Instagram síðu sína en það má sjá tilkynningu hennar og myndbandið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, segir í sinni færslu að mikið hafi gengið á síðasta mánuðinn með samningaviðræðum, myndatökum og öðru en margt hafi þurft að klára á síðustu stundu. „Þessi samningur þýðir ekki aðeins að Sara er orðinn alþjóðlegur sendiherra WIT vörumerkisins heldur fær hún einnig sína eigin sérhannaða vörulínu sem et eitthvað sem Sara hefur haft mikla ástríðu fyrir,“ skrifaði Snorri Barón eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sagði frá því í gærkvöldi að hún væri búin að ganga frá nýjum samningi við bandarískan íþróttavöruframleiðanda. Sara Sigmundsdóttir náði ekki að komast í gegnum heimsleikamúrinn sinn á árinu 2020 sem voru vissulega mikil vonbrigði en hún ætlar sér áfram stóra hluti í CrossFit íþróttinni. Fólk út í heimi hefur líka trú á henni því Sara hefur náð að gera tvo risasamninga síðan að kórónuveiran tók yfir heiminn. Sara sagði frá sögulegum samningi sínum við Volkswagen í vor en í gær opinberaði hún nýjan margra ára samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann WIT. Sara birti einnig nýtt auglýsingamyndaband með sér sem var bæði tekið upp við Reykjanesvita sem og í Simmagym. Það hefur örugglega verið kalt að taka upp þessar myndir við öldurótið hjá Valahnúk en Sara lét sig hafa það henda mikið hörkutól. Sara mun fá sína eigin íþróttavörulínu hjá WIT sem heitir Ægir Collection. „Ég hef verið aðdáandi WIT síðan ég uppgötvaði vörurnar þerra en fyrr í dag þá skrifaði ég undir margra ára samning við þá,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. „Ég tengdi strax við vörumerkið þegar ég heyrði söguna á bak við það og þegar ég vissi hversu ákveðin þau eru. Þau bókstaflega standa fyrir það að ‚gera allt sem til þarf' og ég held mikið upp á merkið þeirra sem er rúnatákn sem táknar styrk. Það er þessa vegna sem ég ákvað að ganga til liðs við þau,“ skrifaði Sara meðal annars á Instagram síðu sína en það má sjá tilkynningu hennar og myndbandið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, segir í sinni færslu að mikið hafi gengið á síðasta mánuðinn með samningaviðræðum, myndatökum og öðru en margt hafi þurft að klára á síðustu stundu. „Þessi samningur þýðir ekki aðeins að Sara er orðinn alþjóðlegur sendiherra WIT vörumerkisins heldur fær hún einnig sína eigin sérhannaða vörulínu sem et eitthvað sem Sara hefur haft mikla ástríðu fyrir,“ skrifaði Snorri Barón eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Sjá meira