Arsenal og Tottenham gætu barist um frían Evrópumeistara Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2020 10:31 Jerome Boateng í baráttu við Erling Braut Haaland í stórleik Bayern og Dortmund um síðustu helgi, sem Bayern vann 3-2. Getty/Friedemann Vogel Þýski miðvörðurinn Jerome Boateng gæti verið á leið aftur í ensku úrvalsdeildina eftir að Evrópumeistarar Bayern München ákváðu að gera ekki nýjan samning við hann. Það er þýski miðillinn Sport Bild sem fullyrðir að Boateng, sem er 32 ára, fái ekki nýjan samning hjá Bayern. Núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar. Samkvæmt Sport Bild var Arsenal með mikinn áhuga á Boateng síðasta sumar og hann er enn í sigti félagsins. Hið sama má segja um erkifjendur Arsenal í Tottenham en Jose Mourinho er sagður fylgjast spenntur með stöðu Boatengs. Boateng þótti standa sig ágætlega á síðustu leiktíð, ekki síst í sumar og hann var í byrjunarliði Bayern í átta leikjum á leið liðsins að Evrópumeistaratitlinum, meðal annars í úrslitaleiknum gegn PSG þar sem hann fór þó meiddur af velli í fyrri hálfleik. Boateng lék í ensku úrvalsdeildinni með Manchester City tímabilið 2010-2011 en fór þaðan til Bayern og hefur verið þar síðan. Áður lék hann með Herthu Berlin og Hamburg. Boateng á að baki 76 landsleiki fyrir Þýskaland og varð heimsmeistari með liðinu árið 2014, en hefur ekki átt upp á ballborðið hjá Joachim Löw landsliðsþjálfara síðustu misseri. Löw tilkynnti í mars í fyrra að hann hygðist ekki velja Boateng, Mats Hummels eða Thomas Müller í sitt lið framar. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira
Þýski miðvörðurinn Jerome Boateng gæti verið á leið aftur í ensku úrvalsdeildina eftir að Evrópumeistarar Bayern München ákváðu að gera ekki nýjan samning við hann. Það er þýski miðillinn Sport Bild sem fullyrðir að Boateng, sem er 32 ára, fái ekki nýjan samning hjá Bayern. Núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar. Samkvæmt Sport Bild var Arsenal með mikinn áhuga á Boateng síðasta sumar og hann er enn í sigti félagsins. Hið sama má segja um erkifjendur Arsenal í Tottenham en Jose Mourinho er sagður fylgjast spenntur með stöðu Boatengs. Boateng þótti standa sig ágætlega á síðustu leiktíð, ekki síst í sumar og hann var í byrjunarliði Bayern í átta leikjum á leið liðsins að Evrópumeistaratitlinum, meðal annars í úrslitaleiknum gegn PSG þar sem hann fór þó meiddur af velli í fyrri hálfleik. Boateng lék í ensku úrvalsdeildinni með Manchester City tímabilið 2010-2011 en fór þaðan til Bayern og hefur verið þar síðan. Áður lék hann með Herthu Berlin og Hamburg. Boateng á að baki 76 landsleiki fyrir Þýskaland og varð heimsmeistari með liðinu árið 2014, en hefur ekki átt upp á ballborðið hjá Joachim Löw landsliðsþjálfara síðustu misseri. Löw tilkynnti í mars í fyrra að hann hygðist ekki velja Boateng, Mats Hummels eða Thomas Müller í sitt lið framar.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira